almennt  ath  25.09.03

B R A G I

>DE

Tæknileg atriði

Almennt

Á vefsetri BRAGA er lögð áhersla á að hafa sem einfaldastan tæknilegan búnað og reynt að láta „venjulega“ tölvu nægja. Þó er nauðsynlegt að nefna nokkur atriði varðandi hugbúnað. 

Hugbúnaður

Vafrar

BRAGA ætti að vera hægt að kalla upp með hvaða vafra sem er. Æskilegt er að geta stuðst við mótasöfn (Style-Sheets) eins og Netscape eða Internet Explorer bjóða upp á frá og með gerð 4. Útlit BRAGA er miðað við Netscape sem fæst án endurgjalds.

Acrobat Reader

Að hluta til þarf að byggja síðurnar nákvæmar upp en mögulegt er í HTML eins og staðan er í dag. Í þeim tilfellum er notast við „Portable Document Format“ (PDF) frá fyrirtækinu Adobe. Til að geta lesið þessar síður þarf  viðkomandi að hafa Acrobat Reader sem fæst án endurgjalds.

Prentun

Vinnublöð BRAGA ætti að vera hægt að prenta út með þeim prenturum sem tengdir eru hverju sinni. Eftir því sem hægt er í HTML hefur umbrotið verið miðað við 600dpi geislaprentara.

Hlustun

(1) Almenn atriði: Hljóðskjöl eru yfirleitt vistuð sem s.k. WAV-forsnið sem núorðið er hægt að kalla upp og spila í venjulegum vafra. Ef tekið er tillit til hljómgæða og lengdar eru WAV-skjöl hins vegar allt of stór. Því er MP3-forsnið notað í BRAGA til að þjappa efninu saman. Til þess að spila MP3-skjöl þarf auka hugbúnað s.k. MP3-spilara.

(2) MP3-spilarar: Vefsíðurnar www.mp3.com og www.mpex.net. sýna tækninýjungar á markaðnum. Microsoft býður upp á nýja útgáfu af "Multimedia Player" endurgjaldslaust sem getur lesið úr MP3-skjölum. Einnig má benda á WinAmp (Win95/98/NT; 540 KB, Shareware) sem er mjög útbreitt. Þetta forrit þarf að hlaða og setja upp (eins og Acrobat-Reader). Þegar MP3-skjal er kallað upp í fyrsta skipti þarf yfirleitt að tengja forritið vafranum.

 

Vefsíðugerð og breytingar á efni fyrir kennara

Kennarar geta breytt síðunum eftir þörfum. Það getur reynst nauðsynlegt ef einfalda þarf efnið, bæta við nýjungum eða staðfæra á einhvern hátt. Breytingatillöguna má senda til "vefstjóra" sem tekur þá ákvörðun um hvort hún verður unnin inn í BRAGA, annað hvort í stað fyrri síðunnar eða sem aukasíða. Kennarar eru hvattir til að koma tillögum sínum á framfæri.

Aðferð (með Netscape Communicator)

  1. Skoðið síðuna í Netscape Navigator á Vefnum (eða kallið upp viðkomandi síðu: file > open page > choose page).
  2. Opnið skjalið í Netscape Composer (file > edit page).
  3. Vistið skjalið á hörðum diski (file > save as ...; best er að útbúa sérstaka möppu).
  4. Vinnið inn breytingar (t.d. er hægt að bæta inn töflum o.fl.).
  5. Vistið skjalið og skoðið síðuna í Netscape Navigator með því að velja "preview".
  6. Prentið síðuna út til eigin nota.
  7. Kallið síðuna upp í Netscape Navigator, smellið á "athugasemdir" og sendið skjalið sem viðhengi við tölvupóstinn: file > attach (athugið að nota ekki "send page"!).

 

[FORSÍÐA]

[athugasemdir, 25.09.03]