námsbók: fs Reykjavík Menningarborg 2000  vb  kh  ath  25.09.03

B R A G I

vinnustig   land og haf: lesa

Bjargað úr arnarklóm

Verkefni

Óljóst er hve mikið er hæft í ýmsum þjóðsögum um að ernir hafi ráðist á börn. Til er þó staðfest frásögn af slíku barnsráni frá seinni hluta síðustu aldar.

Í júní 1942 birtist í Lesbók Morgunblaðsins viðtal við Ragnheiði Eyjólfsdóttur sem varð fyrir því, barn að aldri, að örn rændi henni.

„Sterklegur fugl og stór er örn, stundum hremmir hann lítil börn“.

Eins og gefur að skilja, sagði frú Ragnheiður, man ég ekkert eftir þessu sjálf. En mamma mín heitin sagði mér oft frá þessu. Ég er fædd 15. júlí 1877 en mun hafa verið rétt um það bil tveggja ára. Foreldrar mínir áttu heima á Skarði á Skarðsströnd, faðir minn, Eyjólfur Eyjólfsson, var ráðsmaður hjá ekkju Kristjáns kammerráðs, Ingibjörgu Ebenezardóttur. En móðir mín, Matthildur Matthíasdóttir, var þar í húsmensku að kallað var.

Tveggja ára í hvannstóði

Móðir mín hafði farið niður að á til að þvo þvott. Var brekkuhalli niður að ánni þar sem þvottastaðurinn var. En skammt fyrir ofan var hvammur og uxu blóm þar innan um hvannir. Þetta var í túninu á Skarði. Móðir mín skildi mig eftir í hvannstóðinu er hún fór að fást við þvottinn því hún taldi mig öruggari þar fjarri vatninu. Allt í einu heyrir hún að ég rek upp hræðsluóp en örn er kominn yfir mig þar sem ég sat við að tína blóm. Áður en hún vissi af hefur örninn sig upp og flýgur með mig í klónum hátt í loft upp en ekki heyrðist til mín nema rétt sem snöggvast.   . . .

  

Morgunblaðið 12.9.1999

   

Orðaskýringar
  • hremma = taka
  • hvammur = laut
  • hvönn = stór jurt
  • hvannstóð = margar hvannir

 

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 25.09.03]