|
Hvorugkyn
eitt, tvö, þrjú, fjögur |
Dæmi |
| Fjöldi barna eða annars fólks sem nefnt er í hvorugkyni. | Hann á tvö börn. |
| Fjöldi hluta sem eru í hvorugkyni | Þetta eru fjögur atriði. |
| Húsnúmer | Ég á heima á Bárugötu eitt. |
| Ártöl | Aldamótin voru árið tvö þúsund og eitt. |
| Tíminn talinn: Klukkan | Klukkan er eitt, hún er tvö... |
| Blaðsíðutal | Sjáið á blaðsíðu tuttugu og fjögur. |
| Póstnúmer | Hundrað og eitt, Reykjavík. |
| Skónúmer, stærðir í fatnaði. | Áttu kuldaskó í númer þrjátíu og tvö? |
| Karlkyn
einn, tveir, þrír, fjórir |
Dæmi: |
| Fjöldi karlmanna / stráka.. | Þeir eru þrír. |
| Fjöldi hluta sem eru í karlkyni. | Þetta eru bara tveir bílar. |
| Símanúmer | Síminn hjá mér er fimm, sextíu og einn, tuttugu og þrír, sextíu og fjórir. |
| Kennitala | Kennitalan hans er núll, þrír, núll, tveir, sjötíu og tveir, ... |
| Í stærðfræði | einn plús tveir eru jafnt og þrír (1+2=3) |
| Þegar er verið að telja almennt. | Einn, tveir, þrír... |
| Kvenkyn
ein, tvær, þrjár, fjórar |
Dæmi |
| Fjöldi kvenmanna / stúlkna .. | Þær eru þrjár. |
| Fjöldi hluta sem eru í kvenkyni. | Þetta eru þrjár æfingar. |
| Mínútur | Klukkan er tvær mínútur í tvö. |
[athugasemdir, 10.12.01]