| Að spyrja beint | |
| 1 | Hvað heitirðu? |
| 2 | Hvar áttu heima? / Hvar býrðu? |
| 3 | Hvert er póstnúmerið þitt? |
| 4 | Hver er heimasíminn þinn? |
| 5 | Hver er vinnusíminn þinn? |
| 6 | Hvert er netfangið þitt? |
| 7 | Hvað starfarðu? / Við hvað vinnurðu? / Hvað gerirðu? |
| 8 | Hver er kennitalan þín? |
| 9 | Hver er hjúskaparstaða þín? / Ertu gift/ur? |
| 10 | Áttu börn? |
| 11 | Hvert er þjóðerni þitt? / Hvaðan ertu? |
| Að spyrja um einhvern | |
| 1. | Veistu hvað hann/hún heitir? |
| 2. | Veistu hvar hann/hún á heima/býr? |
| 3. | Veistu hvert póstnúmerið hans/hennar er? |
| 4. | Veistu hver heimasíminn hans/hennar er? |
| 5. | Veistu hver vinnusíminn hans/hennar er? |
| 6 | Veistu hvert netfangið hans/hennar er? |
| 7 | Veistu hvað hann/hún gerir (starfar) ? |
| 8 | Veistu hver kennitalan hans/hennar er? |
| 9 | Veistu hvort hann er giftur/hún er gift? |
| 10 | Veistu hvort hann/hún á börn? |
| 11 | Veistu hvaðan hann/hún er? |
Byrjun á svörum:
|
[athugasemdir, 04.10.01]