námsbók: gs  vb1 vb2  kh  ath  14.12.01

fjar
B R A G I

vinnustig   þjóðfélag : skrifa

Klukkan gengur og tíminn líður

 

Klukkan er kvenkynsorð, en við að telja tímann, þá eru notuð töluorð í hvorugkyni. Klukkan er eitt, tvö, þrjú, fjögur, fimm...
Tíminn er talinn í þolfalli. Hún er eitt.
Hún er eina mínútu í tvö.
Mínúta er kvenkynsorð, og því eru notuð töluorð í kvenkyni. Hún er eina mínútu í eitt.
Hún er tvær mínútur yfir eitt.
(þrjár, fjórar)

 

Klukkan er eitt. (1:00, 13:00)
Klukkan er tvö. (2:00, 14:00)
Klukkan er hálf eitt (12:30, 0:30)
Klukkan er hálf tvö (1:30 , 13:30)
Vinstri helmingur: Hægri helmingur:
Klukkan er fimm mínútur í þrjú.
Klukkan er korter í þrjú.

Einnig:

Klukkuna vantar fimm mínútur í þrjú.
Klukkuna vantar fimm mínútur í þrjú.

Klukkan er fimm mínútur yfir eitt. (1:05, 13:05)
Klukkan er korter yfir eitt.

Einnig:

Klukkan er fimm mínútur gengin í tvö. (1:05, 13:05)
Klukkan er korter gengin í tvö.

Dæmi:

Vekjaraklukkur af Árbæjarsafni

Klukkan er korter í tólf.     Klukkan er tíu mínútur í þrjú.       Klukkan er tvö
Klukkuna vantar korter í tólf.     Klukkuna vantar tíu mínútur í þrjú.  Klukkan er tvö.   

Eldhúsklukkur af Árbæjarsafni

Klukkan er tíu mínútur yfir tíu.   Klukkan er hálf sex (5:30).   Klukkan er tuttugu og fimm mínútur í tvö.
(Klukkan er tíu mínútur gengin í ellefu.    Klukkan er hálf sex.   Klukkuna vantar tuttugu og fimm mínútur í tvö.)

Klukkan er tuttugu og eina mínútu í tólf.  Klukkan er korter yfir tvö.  Klukkan er korter yfir átta.

(Klukkuna vantar tuttugu og eina mínútu í tólf.  Klukkan er korter gengin í þrjú.   Klukkan er korter gengin í níu.)

 

 

 

 

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

 

[athugasemdir, 14.12.01]