Ísland var lengi nýlenda Danmerkur Myndina málaði Aage Nielsen-Edwin eftir mynd eftir Moltke greifa frá því um 1820. Moltke varð stiftamtmaður á Íslandi 1819. Árið eftir flutti hann í Tukthúsið (ofarlega t.h.) sem gert hafði verið að bústað fyrir hann (heitir nú Stjórnarráðshúsið). Framan við húsið eru matjurtagarðar og brú yfir Lækinn. Nær, þar sem nú er Lækjartorg, virðist verið að kaupa og selja fisk. Texti endursagður úr Reykjavík, sögustaður við sund, Páll Líndal, Örn og Örlygur 1991 |
1874 fengu Íslendingar eigin stjórnarskrá. Alþingishúsið var tekið í notkun árið 1881. |
|
1904 fengu Íslendingar heimastjórn. Þ.e. þeir fengu sinn eigin ráðherra og framkvæmdavaldið í eigin hendur. |
|
1. des 1918 varð Ísland fullvalda ríki. Íslendingar fengu eigin fána og sáu um stjórn landsins, nema utanríkismál. |
|
Ísland er hernumið af Bretum 10. maí árið 1940. | |
Ísland verður lýðveldi 17. júní árið 1944. Fyrsti forsetinn hét Sveinn Björnsson og heldur hér ræðu 18. júní 1944. Þjóðhátíðardagur Íslendinga er 17. júní. |
Myndir: Ljósmyndasafn Reykjavíkur
[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]
[athugasemdir, 25.09.03]
[athugasemdir, 25.09.03]