1885 | Jóhannes Sveinsson fæddur 15. október í Borgarfirði. Faðir hans var Sveinn Ingimundarson og móðir Karítas Sverrisen. |
1890 | Tekinn í fóstur til ættingja. |
1900 | Fer að stunda sjómennsku á sumrin. |
1901 | Flytur til Reykjavíkur; byrjar í skóla. Kynnist myndlist Þórarins B. Þorlákssonar og Ásgríms Jónssonar; stundar nám hjá Ásgrími um tíma. |
1908 | Fyrsta sýning á verkum Jóhannesar í Reykjavík. |
1911-1912 | Dvelur í Lundúnum; sækir um í Konunglegu ensku akademíunni, en er hafnað; málar heima hjá sér; skoðar lista- og minjasöfn. Tekur sér nafnið Kjarval. |
1912 | Flytur til Kaupmannahafnar; heldur sýningu og fær góða dóma. |
1912-1914 | Lærir teikningu í tækniskóla í Kaupmannahöfn; málar leiktjöld fyrir "Fjalla-Eyvind" hjá Dramaten-leikhúsinu í Stokkhólmi. |
1914-1918 | Stundar nám við Konunglegu dönsku akademíuna. |
1915 | Giftist Tove Merild. |
1919-1920 | Ferðast um Danmörku, Noreg og Svíþjóð, dvelur á Ítalíu, í Rómaborg, Flórens og Napólí. |
1921-1922 | Býr með fjölskyldu sinni í Kaupmannahöfn. |
1922 | Flytur til Íslands; vinir hans stofna félag til að styðja hann fjárhagslega. |
1924 | Kjarval er fenginn til að mála stóra veggmynd í Landsbanka Íslands, Reykjavík. |
1925 | Stofnar myndlistarblað en aðeins eitt tölublað kemur út; skilur við konuna sína. |
1928 | Dvelur í París. |
1931-1947 | Sýningar í Kaupmannahöfn og Reykjavík. |
1945 | Nokkrir þingmenn leggja til að byggt verði hús og vinnustofa handa Kjarval. |
1955 | Stór sýning á 70 ára afmæli hans. |
1957 | Kjarval gefur Listasafni Íslands stórfé til að kaupa íslensk málverk fyrir safnið; Alþingi veitir fé til að byggja húsnæði og vinnustofu handa Kjarval. |
1965 | Byrjað á að byggja húsnæði fyrir Kjarval 20 árum eftir að tillagan er fyrst flutt á Alþingi. |
1966 | Byrjað á að byggja Kjarvalsstaði, listasafn Reykjavíkur, sem á að tileinka Kjarval. |
1972 | Kjarval andast í Reykjavík; Kjarvalsstaðir opnaðir síðar á sama ári. |
Hvað hét hann, hvenær fæddist hann og hvenær dó hann? |
|
Hvar ólst Kjarval upp? |
|
Hvar lærði Kjarval myndlist? |
|
Hvert hefur hann ferðast? |
|
[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]
[athugasemdir, 25.09.03]