námsbók: fs Reykjavík Menningarborg 2000 vb  kh  ath  25.09.03

B R A G I

vinnustig   menning: hlusta

Tónlist: Jón Leifs

Síðan er tekin út af vefsetri Ríkisútvarpsins og Íslenskrar tónverkamiðstöðvar.
Hægt er að nota tenglana fyrir neðan til að komast beint inn á "Vefinn um Jón Leifs".

BRAGA-verkefni eru fyrir neðan síðuna. Athugið líka síðuna um Ljúflingsljóð.



   

JÓN OG TÓNLISTIN

FJÖLSKYLDAN
Annie
Líf

FÍLHARMÓNÍUSVEIT HAMBORGAR

ÍSLENSKU ÞJÓÐLÖGIN

FÉLAGSSTÖRF

UM ÆVI JÓNS
Hjálmar H. Ragnarsson
Carl-Gunnar Åhlén
.


Jón Leifs les Sonatorrek eftir Egil Skallagrímsson fyrir flutning lagsins Torrek í útvarpi í kringum 1950

Safnadeild RÚV

Requiem, Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur

Vita et mors, Yggdrasil-kvartettinn leikur



Upphaf greinar Árna Heimis Ingólfssonar "Um Jón Leifs og dótturmissinn":

Fyrir rúmum fimmtíu árum, þann 12. júlí 1947, gerðist sá hörmulegi atburður
að Líf Leifs, 17 ára gömul dóttir Jóns Leifs, drukknaði á sundi við vesturströnd
Svíþjóðar. Dótturmissirinn var Jóni ákaflega þungbær, og hann sneri sér strax
að tónsmíðum til að fá útrás fyrir sorg sína og reiði. Tónverkin fjögur sem hann
samdi í minningu Lífar eru meðal fegurstu og áhrifamestu verka hans, og í þeim
gefur Jón viðkvæmustu tilfinningum sínum lausan tauminn.


(lesa textann í heild; hann er hér lítillega einfaldaður)
.
. .

Verkefni

  • Lesið textann um Jón Leifs og dótturmissinn.
  • Athugið lýsingarorðin í textanum. Getið þið séð út frá samhenginu hvað nýju
    lýsingarorðin þýða?
  • Hlustið á Requiem Jóns Leifs og lesið textann hér fyrir neðan um leið.
  • Sum orðin eru skrifuð eftir gamalli stafsetningu eins og "fagr", sem er "fagur".
    Getið þið fundið fleiri slík orð?
      

Sofinn er fífill
fagr í haga
mús undir mosa,
már á báru,

– sofinn = sofnaður
– fífill = blóm
– fagur = fallegur
– hagi = beitiland
– már = mávur

Sofinn er fífill
fagr í haga
mús undir mosa,
már á báru;

  

lauf á limi,
ljós í lofti,
hjörtr á heiði,
en í hafi fiskar.

– lim-ið  = trjágrein

blæju yfir bæ
búanda lúins
dimmra drauma
dró nótt úr sjó.

– blæja = þunnur
dúkur, klútur
– lúinn búandi =
þreyttur bóndi

Sefr selr í sjó,
svanr á báru,
már í hólmi,
manngi þau svæfir.

– hólmur = lítil eyja
– manngi = enginn

Við skulum gleyma
grát' og sorg;
gott er heim að snúa.
Láttu þig dreyma
bjarta borg,
búna þeim er trúa.

– grátur, þgf. gráti
– búinn = útbúinn
fyrir e-n; búin þeim =  útbúin fyrir þá
– er = (hér) sem

Sofa manna börn
í mjúku rúmi,
bía og kveða,
en babbi þau svæfir.

– bía og kveða = söngla

Sofinn er fífill
fagr í haga
mús undir mosa,
már á báru.

  

Sof þú nú sæl
og sigrgefin.
Sofðu, ég unni þér.

– sigurgefinn = sigursæll,
sá sem sigrar
– unna = elska

Sof þú nú sæl
og sigrgefin.
Sofðu, ég unni þér.

  

 

Sofinn var þá fífill
fagur í haga,
mús undir mosa,
már á báru;
blæju yfir bæ
búanda lúins
dimmra drauma
dró nótt úr sjó.

Jónas Hallgrímsson
2. erindi úr Magnúsarkviðu

 

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 25.09.03]