vinnubók: fs Reykjavík Menningarborg 2000  nb  kh  ath  25.09.03

B R A G I

frumstig   Ísland: hlusta

Íslandskort: „Krossviður“

Verkefni 1

[1] hlusta á Sigurð Pálsson

Krossviður

Fyrsta verkefnið sem ég valdi í handavinnu þetta haust var að saga út Ísland úr krossviði. Það var auðvelt verk að gera eftirmynd af landinu með kalkípappír á krossviðarplötuna.

[2] hlusta á Sigurð Pálsson

Sögin var með stálbláu fíngerðu blaði og ég veit ekki af hverju ég byrjaði í Reykjavík en ekki á hinu horninu þar sem ég var staddur; kannski sá ég fyrir mér að Faxaflóinn yrði auðveldur viðfangs. Það reyndist enda rétt að undanskildum Mýrunum en ég fyrirgaf það; mamma fæddist þar.

[3] hlusta á Sigurð Pálsson

Snæfellsnesið reyndist sérkennilega auðvelt en erfiðleikarnir byrjuðu fyrir alvöru á Vestfjarðakjálkanum. Ég braut fyrsta sagarblaðið strax í Gilsfirði. Þau urðu þónokkuð fleiri. Þegar jólafríið byrjaði var ég við Hornbjarg. Það voru ekki eftir nema nokkur sagarblöð í skólanum svo kennarinn pantaði fleiri.

[4] hlusta á Sigurð Pálsson

Ég hélt hreinlega að ég kæmist aldrei alla leið. Ekki einu sinni alla leið heim. Það fór að verða ljóst að þetta yrði eina verkefni mitt í handavinnu þennan vetur. Þegar dag var tekið að lengja og ugglaust verið að drekka sólarkaffi um alla Vestfirði sór ég að gefast aldrei upp, þó ég yrði marga vetur með þetta verkefni. Loksins þegar ég komst inn á Húnaflóa fór að ganga betur og ég braut ekki eitt einasta sagarblað fyrr en í Axarfirði fyrir algjöran klaufaskap þegar ég leit uppúr verkinu, horfði út um gluggann og hugsaði: ég er að saga hérna útifyrir og sveigði blaðið ógætilega um leið.

[5] hlusta á Sigurð Pálsson

Austfirðir voru erfiðir að sjá en það voru líka síðustu stóru vandamálin svo ég sagaði léttur í bragði og hlakkaði að komast til Hornafjarðar þar sem pabbi fæddist og föðurættin reyndar öll meira og minna aftur í landnám.

Það var bjart yfir og fuglasöngur í lofti þegar ég renndi glaður og sigurviss eftir hafnlausri suðurströndinni. Sól skein í heiði, sauðburður var byrjaður og skólaárinu að ljúka þegar ég sagaði inn á Reykjavíkurhöfn.

[6] hlusta á Sigurð Pálsson

Stundum þegar ég horfi á Íslandskort í veðurfregnatímum sjónvarpsins finn ég lykt af glóandi stálbláum sagarblöðum, lykt af krossviði og fíngerðu sagi.

 

Sigurður Pálsson (Ljóðlínudans; Forlagið, 1993)

   

Verkefni 2

^

[athugasemdir, 25.09.03]