vinnubók: gs Reykjavík Menningarborg 2000  nb  kh  ath  25.09.03

B R A G I

frumstig   fólk: lesa

Nágrannar

Verkefni

 

1. hæð til hægri.

Guðrún og Jón búa á fyrstu hæð til hægri.
Þau eru í sambúð en eiga ekki börn.
Jón vinnur heima á tölvu.
Guðrún vinnur á næturvöktum og er að koma heim.

2. hæð til hægri

Á annarri hæð til hægri eiga Guðmundur og Anna heima.  Þau eru nýgift og eiga tvær dætur.  Þær heita Elín og Eva Björg.
Guðmundur er að lesa morgunblaðið og drekka kaffi.
Anna er að greiða sér.
Elín stendur inni í stofu og er tilbúin að fara í leikskólann.
Systir hennar er að fara í sokkana.

3. hæð til hægri

Ólafur, Gunnar,Eiríkur og Páll leigja saman.
Þeir eiga heima á þriðju hæð til hægri.
Ólafur er að hnýta bindið sitt.
Gunnar er að skoða tölvupóstinn sinn.
Páll er að hlusta á útvarpið.
Eiríkur er að ryksuga.

4. hæð til hægri
Kristinn og Sigrún búa á fjórðu hæð til hægri.
Þau eru gift og eiga eina dóttur.
Tengdamamma Kristins býr líka hjá þeim.
Kristinn er að tala í símann.
Sigrún er að klæða litlu stelpuna.
Mamma Sigrúnar er að horfa á sjónvarpið.
1. hæð til vinstri

Sigurður er fráskilinn.
Núna er hann einstæður faðir.
Hann á tvo syni.  Þeir heita Árni og Bjarni.
Þeir eiga heima á fyrstu hæð til vinstri.
Sigurður er að raka sig.
Árni og Bjarni eru að bursta tennurnar.

2. hæð til vinstri.

Ásta og Sveinn eiga heima á annarri hæð til vinstri.
Þau eru í sambúð og eiga fimm mánaða barn.
Hún heitir Ólöf.
Ásta er að mata Ólöfu.
Sveinn er að setja í vél.

3. hæð til vinstri

Hulda og Halldór búa á þriðju hæð til vinstri.
Þau eru tvígift og eiga þrjú börn. Tvær stelpur og einn strák. 
Hulda er að strauja.
Halldór er að drekka kaffi.
Ragnheiður er dóttir Huldu af fyrra hjónabandi.
Hún er að læra heima.
Helga Lilja er dóttir Halldórs af fyrra hjónabandi.
Hún er í baði.
Jóhann Örn, sonur Huldu og Halldórs, er að klæða sig.

4. hæð til vinstri.

Steinunn er einstæð móðir.  
Hún á fjögur börn.
Þau búa á fjórðu hæð til vinstri.
Steinunn er að kveðja dóttur sína sem er að fara til útlanda.
Elsti sonurinn er að hella á kaffi.
Næstelsti sonur hennar er að senda kærustunni sinni SMS.
Sá yngsti er að lesa bók.

Katrín leigir risherbergið til hægri.  
Hún er að vakna við vekjaraklukkuna.
Ragnar býr í kjallaranum til vinstri.
Hann er einhleypur og býr einn.
Hann er að fara í vinnuna.
Risherbergið til vinstri er til leigu. Í kjallaranum til hægri er hjólageymsla.

 

A B
C D
E F
G H
 

^

[athugasemdir, 25.09.03]