Orðasambönd
|
Nemandi A | Nemandi B | |
< | Viltu koma með mér á safn? | |
Æ nei, mér leiðast söfn. | > | |
< | Jú, við getum til dæmis farið á sýningu í Norræna Húsinu, labbað einn hring og fengið okkur kaffi á eftir. | |
Er almennilegt kaffihús þarna? | > | |
< | Já, og hægt að lesa dagblöð frá hinum Norðurlöndunum. | |
Jæja, ég slæ þá til, í þetta sinn. | > | |
< | Þetta er líka svo skemmtilegur staður og svo getum við farið í gönguferð niður í hljómskálagarð á eftir eða farið niður á tjörn. | |
Flott, ég kem með. | > |
Nemandi C | Nemandi D | |
< | Viltu koma með mér á safn? | |
Já, hvaða safn varstu að hugsa um? | > | |
< | Mér datt í hug að við gætum farið á Árbæjarsafnið. | |
Er það ekki útisafn? | > | |
< | Jú. | |
Mér finnst of kalt úti. | > | |
< | Þá getum við farið á Listasafn Íslands sem er niðri við Tjörnina. | |
Já, mér líst vel á það. En á eftir langar mig í heitt kakó. | > | |
< | Við segjum það þá. |
[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]
[athugasemdir, 25.09.03]