Sundlaugarnar gömlu voru norðan Sundlaugavegar, sem heitir eftir þeim. Þær voru lagðar niður þegar Laugardalslaugin var fullgerð árið 1966 og sjást ekki lengur.
Þarna hófst sundkennsla vorið 1824. Jón Þorláksson Kærnested stofnaði þá sundskóla. Kenndi hann þar 30 piltum og tók einungis spesíu fyrir hvern pilt.
Sundkennsla 1884 Kennarinn heitir Blöndal, er einhvers staðar norðan úr landi og hefur kennt þar sund. Strákarnir klæða sig úr á laugarbakkanum, skilja fötin sín þar eftir í hrúgu og láta stein ofan á, ef veður er hvasst, svo fötin fjúki ekki. Nokkru ofar eru þvottalaugar og eitthvað af óhreina vatninu úr þeim rennur í sundlaugina. Botninn í sundlauginni er fullur af leðju. Þegar strákarnir koma upp úr, eru þeir mórauðir á skrokkinn. Ef veður er gott, hlaupa þeir niður á Kirkjusand til þess að skola þar af sér í sjónum leðjuna úr lauginni. Sé hins vegar kalt eða rigning fara þeir blautir og óhreinir í fötin. Knud Simsen 1952, 355 |
Kvennasund í Sundlaugunum gömlu árið 1909. |
Árið 1908 var laug úr steini fullgerð og var heitt vatn leitt til hennar með pípum. |
Þegar Bríet Bjarnhéðinsdóttir tók sæti í bæjarstjórn fyrir hönd Kvennalista, var samþykkt tillaga hennar að kenna stúlkum sund eins og piltum. Ingibjörg Brands (Guðbrandsdóttir) kenndi, en hún var fyrsta konan á Íslandi sem lagði fyrir sig íþróttakennslu. Bríet tók sæti í bæjarstjórn árið 1908 og sat til 1918. |
Í Reykjavík eru nú margar sundlaugar og það er skylda að læra sund í grunnskóla. Nýjasta sundmannvirkið er Nauthólsvíkin. Hún var opnuð 17. júní árið 2000. | Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir opnaði ylströndina í Nauthólsvík |
Texti endursagður úr Reykjavík, sögustaður
við sund, 3. bindi, bls. 104-105. Páll Líndal, Örn og Örlygur 1991
Myndir: Ljósmyndasafn
Reykjavíkur
[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]
[athugasemdir, 25.09.03]