orðaforði: þemaorð  gs  fs  ath  25.09.03

B R A G I

vinnustig  2 maðurinn: kh

Líkamlegar athafnir

Líkamshlutar

Munnur, andlit
  • gretta sig, geifla (sig/varirnar)
  • reka út úr sér tunguna 
  • kveða fyrir munni sér
  • leggja e-m orð í m.
  • brúka munn, rífa kjaft
  • vera vel að sér til munns og handa

Hönd, handleggur

  • takast í hendur
  • klappa saman h.
  • krosslagðar h.
  • rétta út/ fram h.
  • glopra/missa út úr h. á sér
  • sterklegar, æðaberar h., vera handlaginn
  • það er allt annar handleggur
  • rjúka upp til handa og fóta

Fótur

  • skrika fótur
  • á fjórum f., missa f.
  • standa á/rísa á fætur
  • stappa niður f.
  • drattast/fara/drífa sig á fætur
  • vera blautur í fæturnar
  • vera valtur á fótunum

Hjarta

  • hjarta slær, berst í brjósti e-s
  • hjartað tekur kipp
  • vera glaður/hryggur í h.
  • með gleði/sorg í h.
  • hafa h. á réttum stað
  • (óska sér) af öllu h.

Sagnorð/orðasambönd að mestu, búkhljóð og fleira skemmtilegt

Almennt
  • gera
  • geta
  • gjörð
  • gerðu e-ð í málinu!
  • athafna sig
  • athöfn
  • hreyfa sig
  • hreyfing
  • vera virkur, virkni
  • hæfur, vera hæfur til að gera e-ð
  • hæfni
  • snerta, s. (ekki) á/við  e-u
  • snerting
  • koma við e-ð
  • viðkoma, vera mjúkur v.

Tal, söngur, þögn
  • tala, tal
  • tala (saman) um e-ð, við e-n
  • samtal, viðtal
  • ræða e-ð, rökræða, rökræður
  • rabba, rabb
  • spjalla (saman), spjall
  • tala í hálfum hljóðum
  • hvísla, hvískra, pískra
  • tauta
  • þusa, tuða
  • kvabba, kvarta, kveina, klaga e-n
  • öskra, æpa, góla, gala, garga
  • framburður
  • bera fram (orð)
  • stama
  • syngja, söngla, raula
  • flauta, blístra
  • skella í góm
  • þegja (stein-), þ. þunnu hljóði, þögn
  • þögull, þegjandalegur
  • halda sér saman
Hlægja, gráta
  • hlægja
  • brosa
  • kíma
  • glotta (í kampinn)
  • gráta, vola, kjökra, væla
Borða, drekka
  • borða, drekka fleiri sagnir um neyslu  sjá 4 matvæli
  • kyngja, tyggja, gleypa, bíta
Líkamsstarfsemi
  • anda að sér/frá sér, draga (djúpt) andann
  • hiksta, ropa
  • hnerra, hósta
  • prumpa, leysa vind, reka við
  • pissa, kúka
  • kasta upp, æla, gubba
Hnerra, kitla og naga neglurnar
  • snýta (sér), ræskja sig
  • spýta, sjúga, sleikja
  • klóra (sér)
  • kitla, klappa, strjúka, gæla
  • kreista, klípa
  • naga (neglurnar/bein)
Hreyfing
  • koma (inn)
  • fara e-ð, út, í burtu
  • ganga
  • labba inn í/út úr, niður/upp
  • ráfa, rangla, reika
  • rata, villast
  • snúa (sér við), snúast á hæl
  • elta
  • stíga
  • hlaupa (við fót), hlaup
  • æða
  • flýta sér, flýtir
  • stika (stórum)
  • skríða 
  • detta (um koll)
  • falla (til jarðar)
  • fella, reisa, rísa (úr sætum)
  • rúlla, velta
  • hoppa, skoppa
  • klifra, klífa
Sitja, liggja, standa
  • sitja, setjast (niður/við borð) 
  • liggja, leggjast (niður/ til hvílu)
  • standa (upp, á fætur)
Vaka, sofa
  • vakna, (v. upp við vondan draum)
  • vaknaður
  • vaka
  • vakandi (glað-)
  • sofna, sofa, fara að s.
  • svefn (í fastas., sofa s. hinna réttlátu)
  • sofandi (stein-)
  • syfja, syfjaður, vansvefta
  • draga ýsur
  • geispa, geispi
  • hrjóta, hrota
  • dreyma, draumur, martröð
  • hvíla/leggja sig, hvíld
  • lúr (fá sér l.)
  • blundur, (vekja e-n af værum b.)
  • blunda, kúra
Taka, sleppa, afhenda
  • taka
  • sækja
  • ná í e-ð
  • setja (e-ð á borðið/inn í/við hliðina á/undir)
  • leggja (e-ð frá sér)
  • kasta
  • varpa (af sér oki)
  • hreppa, hremma
  • þrífa, hrifsa
  • grípa, halda (á e-u, e-u föstu), 
  • láta
  • rétta (e-m e-ð)
  • sleppa
  • gefa
  • gjöf
  • leggja (e-ð frá sér)
  • hengja (upp kápuna)
Týna, finna
  • finna (aftur), fundur
  • týna
  • leita
  • fela (sig)
  • hrista , þreifa (á e-u, fyrir sér),
  • brjóta
  • sýna
  • missa (af)
  • ýta, toga, draga
  • pressa, þrýsta,
  • skrúfa (frá/fyrir)
  • fylla / tæma
  • loka /opna
  • læsa / aflæsa
  • kveikja / slökkva (á e-u)
  • hækka / lækka
  • draga frá/fyrir/út
  • lyfta (upp) / setja (niður)
  • skella (hurðinni/í lás)
  • leysa (hnút/vandamálið)
  • vefja inn / pakka
Stríða, skrökva, slást
  • stríða, stríðni
  • ljúga, plata, skrökva, segja ósatt
  • ýkja
  • hrekkja, hrekkir
  • hrekkjalómur, hrekkjusvín
  • hræða, skelfa
  • slá, slást
  • berja, barsmíðar
  • banka, dangla

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla] [þemaorð]

[athugasemdir, 25.09.03]