Hús, húsnæði, heimili
- hús
- hús-: (einbýlis-, fjölbýlis-, tvíbýlis-, par-, rað-)
- blokk, kofi (bjálka-), sumarbústaður
- íbúð, þriggja herbergja íbúð
- húsnæði, leita að/auglýsa eftir h.
- leiguíbúð, leiga, leigusali, leigjandi
- leigja e-m, af e-m, segja upp/e-m upp
- eignaríbúð, eigandi
- eiga heima, búa
- flytja inn/út
- heimili, heimilismenn
- stofna heimili, eiga h., búa sér (hlýlegt) h.
- margt/fátt fólk í heimili, vera til heimilis, hvað eru margir (þar) í heimili?
- -heimili: einka-, sveita-, reglu-, menningar-
- vera heima/að heiman
|
Hýbýli
- vistarvera
- herbergi (bað-, svefn-, barna-, gesta-)
- stofa (borð-, for-, setu-)
- eldhús, gangur (stiga-), anndyri, hol
- klósett (gesta-)
- búr, geymsla, þvottahús, kompa
- bílskúr
- hæð (jarð-, 3.),
- kjallari, ris, háaloft
|
Innanstokksmunir
- eldavél, ísskápur, uppþvottavél, frystir, frystikista (-skápur), ofn (bökunar-),
örbylgjuofn, vifta
- þvottavél, þurrkari, straujárn (gufu-), ryksuga, grill (gas-, kola-), saumavél
- brauðrist, hraðsuðuketill, handþeytari, hrærivél, blandari, kaffivél,
samlokugrill, vöfflujárn
- hárblásari (hárþurrka), rakvél (rafmagns-), krullujárn, rafmagnstannbursti
- vekjari/vekjaraklukka (útvarps-)
- hljómflutningstæki (græjur), geislaspilari, magnari, segulbandstæki (kasettutæki),
hátalari
- sími (þráðlaus, far-), símsvari, gemsi (GSM)
- útvarp, sjónvarp (-stæki), myndbandstæki, fjarstýring
- tölva (far-/ferða-, heimilis-, lófa-), mótald, prentari (tölvu-), vasareiknir
Húsgögn
- húsgagn, mubla
- -húsgögn (flt): borðstofu-, svefnherbergis-, körfu-, stál-
- íbúðin er búin húsgögnum
- innrétta, raða, koma fyrir
- borð (borðstofu-, nátt-, sófa-, skrif-)
- hilla (bóka-), sófi (svefn-)
- stóll (hæginda-, klapp-, körfu-, ruggu-, skrifborðs-), kollur (eldhús-)
- rúm (barna-, hjóna-)
- skápur (bóka-, eldhús-, fata-)
- sófasett, kommóða, skenkur
- bekkur (eldhús-, legu-), koja, vagga, skemill
Húsmunir
- ábreiða, teppi (gólf-, rúm-), dúkur (borð-, gólf-), dregill, motta (diska-,
gólf-)
- gardína (rúllu-), gardínustöng, gluggatjöld
- handklæði (bað-, gesta-), þvottapoki
- sængurföt, sæng (dún-), koddi, dýna (gorma-), rúmföt, lak (teygju-), ver (kodda-,
sængur-)
- bali, bursti (uppþvotta-), fata (skúringa-), fægiskófla, kústur, ruslatunna,
skrúbbur, straubretti, sturtuhengi, svampur, þvottaefni, uppþvottagrind
- borðplata, flís (gólf-, vegg-)
- innrétting (eldhús-), kista, klósettseta, skúffa, stól- (armur-, bak, -löpp),
samstæða (hillu-, hljómtækja-)
- ljós (loft-), lampi (stand-, nátt-), ljósakróna, lampaskermur, ljósapera,
ljóskastari,
- skrautmunir, blómapottur, kertastjaki, klukka (stand-), málverk, mynd, myndarammi,
plakat, púði, sessa, spegill, stytta, vasi (blóma-), öskubakki
- bók, geisladiskur, leikföng, spóla (myndbands-)
- fatahengi, hanki, herðatré, krókur, snagi
- póstkassi
|
Búsáhöld, leirtau
- ausa, sleif, sleikja, spaði (fiski-)
- bakki, bretti (brauð-, skurðar-)
- dósaopnari, tappatogari, upptakari
- ostaskeri, hvítlaukspressa, hnetubrjótur
- rifjárn, sigti, sía (te-), brýni, skæri, trekt, platti
- vigt/vog, þeytari, kökukefli, form, mót (köku-)
- mæliskeið, mál, mælikanna
- pottur, panna, lok (pott-), hlemmur
- kanna (hita-, kaffi-, þrýsti-), ketill (te-), brúsi (hita-)
- bolli (kaffi-, te-)
- diskur (köku-, matar-)
- glas (vín-, vatns-)
- stell (bolla-, matar-)
- sykurkar, mjólkurkanna
- skál (undir-)
- pipar- og saltstaukur
- eggjabikar
- fantur, kanna, fat, staup
- hnífapar
- hnífur (brauð-, kjöt-)
- gaffall (köku-)
- skeið (mat-, te-)
- prjónn (mat-)
|
Ílát, hulstur, pakkningar, umbúðir o.þ.h.
- dolla, dós, baukur, box
- bakki, karfa, grind, poki
- kistill, hirsla, skrín
- brúsi, krukka (gler-), ferna, flaska
- hulstur, hylki, slíður, túpa
- -hús: (gleraugna-, nálar-)
- kar, tunna, kassi, ker
- pakki, pakkning
- pakka inn, taka upp (úr), setja í
|
Smáhlutir
Inn á baði
- tannbursti, tannkrem, munnskol
- sjampó (hárþvottalögur), hárnæring, hár-: (-gel, -froða, -sprey)
- greiða, hárbursti, hár-: (-spenna, -teygja)
- nagla-: (-klippur, -þjöl, -lakk)
- vara-: (-litur, -salvi), augnskuggi, kinnalitur, krem (raka-, dag-), gel
- maskari, meik, svitastillir
- rakspíri, ilmvatn, rak-: (-vél, -sápa)
- klósettpappír, eyrna-/snyrtipinni, bómull
Hreinsiefni
- uppþvottalögur, ræstiduft, rúðuúði
- þvottaefni, mýkingarefni
- bón, fægilögur
- algeng viðskeyti: -lögur, -úði, -duft, -vökvi, -efni
|
Húsbygging
- arkitekt, arkitektúr
- byggingarlist
- hanna/teikna hús
- straumar, stefna, stíll
- meiri orðaforði sjá: ... listir
- húsbyggjandi
- bygging
- byggja (yfir sig/sér), smíða, reisa, slá upp, koma (sér) upp húsi
- endurbyggja, gera upp
- leggja hornstein að b., ráðast í b./byggingarframkvæmdir, vera (lengi) í b.
- húsagerð: -hús: bárujárns-, timbur-, stein-, steinsteypu-, múrsteins-,
tígulsteins-, bjálka-, eininga-
- (húsið er) tilbúið/fokhelt/tilbúið undir tréverk
- lóð, grunnur, grafa grunn
- vinnuvélar: grafa, krani, steypubíll
- vinnupallar
- verkfæri: hamar, sög, borvél
- byggingarefni, efniviður: steinsteypa, sement, steypujárn, mótaviður, bárujárn,
þakhellur, þakpappi, múrsteinn, tígulsteinn
- gólfefni: parkett, dúkur, korkur, flísar
- pípulagnir, lögn, rör, niðurfall
- steypa, múra, pússa, hlaða
- mála, lakka
- negla, bora, gera við, laga
- málning (innanhúss-, utanhúss), lakk
- leggja rafmagn
- veggur, loft, gólf
- þak, þakrenna, kvistur
- svalir, strompur/ reykháfur
- gluggi, gler (tvöfalt), gluggakista
- dyr, hurð, hurðarkarmur, hurðarhúnn, skrá, dyrasími, dyrabjalla
- stigagangur, tröppur, pallur (stiga-) handrið,
- hreinlætistæki: baðkar, klósett (-skál), vaskur, sturta, sturtuklefi
- gufubað, nuddpottur
- blöndunartæki, krani (heitavatns-, kaldavatns-)
- ofn, arinn
- innstunga, ljósrofi
|