orðaforði: þemaorð  gs  fs  ath  25.09.03

B R A G I

  15 listir: kh

Vítt og breitt um listir, söfn

Almennt

  • list
    -list: (mynd-, tón-, kvikmyndgerðar-), (málara-, drátt-, vefnaðar-, byggingar-), (nútíma-, alþýðu-, samtíma-, nytja-, strangflatar-, popp-, konsept-)

  • lista-: (-kona, -maður) 
    tónlistarmaður, flytjendur, leikendur, málari (list-, landslags-),  myndhöggvari, -maður/-kona: grafíklista-, dráttlista-, veflista-

  • list-: (-fengur, -hneigður, -skilningur, -sköpun, -tjáning, -þroski)

  • straumur, stefna, stíll, (list-)hræringar
    -ismar: (síð-)impressjónismi, natúralismi, symbólismi (táknhyggja), minimal- kúbismisi, módernismi 

  • frumspeki, naumhyggja

  • mynd: (sjálfs-, vatnslita-, olíu-, manna-, högg-, landslags-, bæjar-), gjörningur, formleysumálverk, steyndur gluggi, mósaík, teikning, riss, grafík, skúlptúr, uppstilling

  • bókaskreyting, trérista, hljóðverk, rýmisverk, ljósmyndun, hreyfilist, myndbandstækni

Listsköpun, efnistök, tækni

  • skapa, hanna, stunda, vinna að/með, semja (tónverk, ritverk), skrifa bók/tónverk

  • söguþráður, atburðarás, umfjöllunarefni, viðfangsefni, dagskrá, efnisskrá, efnisval, inntak

  • mála, móta, höggva í stein

  • handbragð, efnistök, vinnubrögð, formskipan, framsetning

  • mynd-: (-efni, -mál, -heimur, -líking, -hugsun, -sköpun, -bygging)

  • litameðferð, litaskali (heitur/kaldur), litasamspil, litróf

  • birta, rými, form, vídd, dýpt, flötur, fjarvídd  

  • lína, strik, punktur, klessa, hringur, bogi, kassi, bogalínur, hringform, sjá lögun,

  • blönduð tækni, trönur, pensill, pensildráttur/stroka, meitill, hamar, léreft, strigi, olía, vatnslitir 

  • efni, lögun, áferð sjá 19

  • vinnustofa

Umræða um listir og listamenn

  • umræða, mat, gagnrýni, vangaveltur, pælingar
  • gagnrýnandi: (kvikmynda-, tónlistar-, bókmennta-)
    gagnrýni, dómur, mat, umsögn, -saga: lista-, leiklistar-, listfræðingur, leikhúsfr.

  • sýningin fær: (góð, slæm, dræm, mikil) aðsókn, er illa sótt, hljóta jákvæð/neikvæð viðbrögð, viðtökur, fá slæma dóma, vel/illa tekið, mæla með 

  • verkið er vel/sæmilega/illa unnin/leikin, gert/samið, flutt, skrifað, sungið etc.

  • er byggð á sannsögulegum atburðum, er eftir sögu,

  • verk: tímamóta-, öndvegis-, snilldar, hefð, nýjung

  • einkennandi fyrir (verkið, listamanninn), fela í sér skírskotun í, vera í anda, verða tilefni til, vísun (í hversdagslíf), (sagnaheim), minni, hafa (goðsögulegt) ívaf

  • persónusköpun, nálgun, sýn, táknmál, tjáningarform, tákngervingur, tjáning, merking, mótsögn

  • vera sér á báti, fara á kostum, slá í gegn, takast vel upp
    lofa góðu, eiga góða spretti, koma á óvart/spánskt fyrir sjónir,

  • finna sér eigin stíl, á hátindi frægðar sinnar

  • vera í meðallagi, í sérflokki, í lakara lagi, vera fyrir neðan allar hellur

  • meistaraverk, byrjendaverk, afþreying, tilbreyting, skemmtun (stundar-)

  • klisja, fíflagangur, vitleysa,  frásagnargleði, svartur húmor , kímni

  • frumkvöðull, fulltrúi fyrir, brautryðjandi, ferill (frægðar-)
    hafa (mótandi) áhrif á, sýna áhrif frá, vera undir áhrifum

  • leggja fyrir sig, leggja stund á, tileinka sér, setja svip á, ná árangri, brjóta upp, gera tilraunir, innleiða, koma fram, hneigjast til,

Njótendur lista
  • áhorfandi, áheyrandi, hlustandi, aðdáandi, unnandi (list-, kvikmynda-, tónlistar-)

  • fara á/í, drífa sig, skella sér, sækja (tónleika)

  • skoða, virða fyrir sér, horfa á, njóta/unna listar
    hlusta á, hlýða á

  • kunna (ekki) að meta, hafa gaman að, halda upp á, hafa mætur á, hafa vit/þekkingu á list, vera gefinn fyrir, vera vel að sér um listir, fíla, pæla í tónlist/kvikmyndum, hafa áhuga á, finnast gaman/ skemmtilegt að, heillast, vera heillaður af, bera skynbragð á

  • hafa ekki hundsvit á list, leiðast e-ð, þola ekki, vera alveg sama um e-ð
Ýmis sértækari lýsingarorð sem nota má í listaspjalli 

ab(f)strakt, algildur, áferðarfallegur, áhrifaríkur, ástríðufullur, atkvæðamikill, dásamlegur, djarfur, djúpur, dramatískur, dökkur, dulúðugur, eftirminnilegur, einfaldur, einlægur, fágaður, fígúratífur, flókinn, formrænn, forvitnilegur, framandlegur, framsækinn, frjór, góðlátlegur, harðsoðinn, hefðbundinn, heillandi, heilsteyptur, heitur, hjartnæmur, (ó)hlutbundinn, hnyttinn, hraður, írónískur, jarðbundinn, kíminn, kraftmikill, krefjandi, lipur, listrænn, litríkur, ljóðrænn, ljúfsár, ljúfur, margslunginn, magnaður, metnaðarfullur/ríkur, munúðarfullur, ofbeldisfullur, óaðfinnanlegur, óheftur, óhugnanlegur, (ó)sannfærandi, óvenjulegur, persónulegur, raunsær, rómantískur, róttækur, sérstakur, sértækur, sígildur, sjálfhverfur, sjálfsprottinn, skapandi, skondinn, skrítinn, skær, slappur, spennandi, sprenghlægilegur, sterkur (geysi-), stílfærður, táknrænn, tilfinningasamur, tilgerðarlegur, tilþrifalítill, trúverðugur, töff, yndislegur, upphafinn, vitlaus, voldugur, vondur, væminn, þaulhugsaður, þróttmikill, þögull, ævintýralegur
(brjóta upp)

  • alþjóðlegur, íslenskur, norrænn, evrópskur, asískur sjá 18 þjóðarheiti

  • efniviður, sjá 19 efnisheiti 

  • Atviksorð og forskeyti: 
    verulega, virkilega, hrikalega, sérlega, afspyrnu- afburða-, meiri háttar, geggjað, hrein

 

Listasöfn, gallerí

  • safn (lista-, listaverka-, höggmynda-, málverka-, nútímalista-, þjóðminja-)

  • sýning (myndlistar-, yfirlits-, farand-, sam-, sér-)
    halda, setja upp, taka þátt í (sýningu)

  • anddyri, salur (sýningar-), deild, safnbúð (póstkort, rit, veggspjald, afsteypur, listaverkabækur), (nánari) upplýsingar um leiðsögn, fræðslustarfsemi: fyrirlestrar, myndbandasýnigar, kaffistofa (veitingar), fatageymsla, 

  • aðgangur, aðgangseyrir, fullorðnir, börn, öryrkjar og eldri borgarar, hópar, verð, afsláttur

  • opnunartími, opið (daglega, virka daga), 

  • sýningarskrá (myndskreytt, formáli, inngangur)

  • listaverkaeign safnsins, verkið er í einkaeign /opinberri eigu/eigu ríkisins), forstöðumaður

 

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla] [þemaorð]

[athugasemdir, 25.09.03]