Málfræði

2. Fallorð
2.2 Nafnorð

Grunnstig
Námsbók
Vinnubók
Kennarahandbók   

Framhaldsstig
Námsbók
Vinnubók
Kennarahandbók

 

             

B R A G I 

> Forsíða
 

prenta
opna sér

25.09.03
athugasemdir

Kvenkyn: stofa (-u, -ur)

                                       Ö-regla
nf.
þf.
þgf.
ef.
    stof-a
stof-u
stof-u
stof-u
-a
-u
-u
-u
    amm-a
ömm-u
ömm-u
ömm-u
-a
Ö-u
Ö-u
Ö-u
nf.
þf.
þgf.
ef.
    stof-ur
stof-ur
stof-um
stof-a
-ur
-ur
-um
-(n)a
    ömm-ur
ömm-ur
ömm-um
amm-a
Ö-ur
Ö-ur
Ö-um
-(n)a

 

atvinn-a -u það er enga atvinnu að fá hlusta [74]
áhersl-a -u, -ur í íslensku er alltaf áhersla á fyrsta atkvæði hlusta [45]
áhyggj-a -u, -ur; [ef.ft] -na hafðu engar áhyggjur af mér hlusta [33]
ánægj-a -u ég hafði mikla ánægju af þessu hlusta [56]
ástæð-a -u, -ur; [ef.ft] -na það er engin ástæða til að kaupa of dýran bíl hlusta [19]
birt-a -u þetta er ekki næg birta hlusta [45]
blaðsíð-a -u, -ur bókin er 160 (hundrað og sextíu) blaðsíður hlusta [75]
blúss-a -u, -ur hún er í bleikri blússu hlusta [97]
borðstof-a -u, -ur við borðum í borðstofunni hlusta [96]
bryggj-a -u, -ur hann batt bátinn við bryggju hlusta [65]
budd-a -u, -ur konan er með smápening í buddunni hlusta [97]
buxur [ef.ft] buxna ertu í nýjum buxum? hlusta [73]
eiginkon-a -u, -ur þetta er eiginkona hans hlusta [81]
ferja -u, -ur hann tók ferjuna út í Flatey hlusta [96]
fjölskyld-a -u, -ur fjölskyldan mín býr á Akureyri hlusta [15]
forsend-a -u, -ur við göngum út frá ákveðnum forsendum hlusta [86]
forsíða -u, -ur myndin var á forsíðu dagblaðsins hlusta [98]
forstof-a -u, -ur fatahengið er í forstofunni hlusta [95]
frænk-a -u, -ur frænka mín vann keppnina hlusta [29]
greið-a -u, -ur greiðan mín er gul hlusta [99]
guf-a -u, -ur það myndast gufa þegar vatnið sýður
ég ætla í gufuna
hlusta [66]
hamingj-a -u, -ur til hamingju með afmælið! hlusta [73]
heils-a -u hann er enn við góða heilsu hlusta [92]
hill-a -u, -ur hann raðar bókunum á hilluna hlusta [83]
hlýj-a -u komdu inn í hlýjuna! hlusta [88]
hol-a -u, -ur músin kom upp úr holunni hlusta [65]
húf-a -u, -ur drengurinn er alltaf með húfu á höfðinu hlusta [92]
hvítasunna -u við ætlum í frí um hvítasunna hlusta []
hætt-a -u, -ur; [ef.ft] -na mikil hætta er á snjóflóðum á veturna hlusta [54]
káp-a -u, -ur konan er í fínni kápu hlusta [91]
kennsla -u, -ur hvenær hefst kennslan á morgnana? hlusta [92]
kirkj-a -u, -ur; [ef.ft] -na hún fer alltaf í kirkju á sunnudögum hlusta [20]
kist-a -u, -ur; [ef.ft] -na hún á gamla kistu uppi á háalofti hlusta [75]
klukk-a -u, -ur; [ef.ft] -na klukkan er þrjú hlusta [13]
kon-a -u, -ur; [ef.ft] kvenna þessi kona er skyld honum hlusta [03]
krón-a -u, -ur þetta kostar bara 24 (tuttugu og fjórar) krónur hlusta [39]
kúl-a -u, -ur; [ef.ft] -na hann er með kúlu á hausnum hlusta [70]
lík-ur það eru miklar líkur á stormi í nótt hlusta [89]
lín-a -u, -ur það eru þrjátíu línur á blaðsíðunni hlusta [34]
lögregl-a -u, -ur lögreglan náði afbrotamanninum hlusta [69]
manneskj-a -u, -ur hvers konar manneskja er hún? hlusta [35]
miðj-a -u, -ur hver er strákurinn í miðjunni? hlusta [91]
náttúr-a -u, -ur náttúran er viðkvæm fyrir mengun hlusta [42]
per-a -u, -ur eru gulu perurnar sætari en þær grænu?
peran er sprungin
hlusta [98]
peys-a -u, -ur peysan mín er hlý hlusta [91]
regl-a -u, -ur þessi regla gildir oftast hlusta [43]
reynsl-a -u, -ur óskum eftir starfsmanni með reynslu í tölvuforritun hlusta [31]
róf-a -u, -ur íslensku rófurnar eru bragðgóðar hlusta [99]
rúð-a -u, -ur hann þurrkar rúðuna og horfir út hlusta [86]
ræð-a -u, -ur hann hélt góða ræðu hlusta [56]
rækj-a -u, -ur rækjur eru of dýrar hlusta [100]
samræð-a -u, -ur það voru fjörugar samræður í kaffinu hlusta [78]
síð-a -u, -ur hvaða síðum má sleppa? hlusta [59]
sjoppa -u, -ur ég kaupi gos og sælgæti í sjoppunni hlusta [96]
skrifstof-a -u, -ur fyrirtækið er með nýja skrifstofu hlusta [51]
skyld-a -u, -ur það er skylda mín að vara ykkur við hlusta [83]
skyrt-a -u, -ur þjónninn er í hvítri skyrtu hlusta [89]
skýrsl-a -u, -ur við þurfum að skila skýrslunni hlusta [55]
spenn-a -u, -ur mikil spenna var á vellinum
stúlkan er með spennu í hárinu
hlusta [78]
spýt-a -u, -ur; [ef.ft] -na krakkarnir safna spýtum í kofa hlusta [71]
stefn-a -u, -ur hver er stefna flokksins? hlusta [34]
stelp-a -u, -ur; [ef.ft] -na stelpan leikur sér með boltann hlusta [10]
stof-a -u, -ur stofan er björt hlusta [01]
stúlk-a -u, -ur; [ef.ft] -na stúlkan fermist í vor hlusta [10]
svunt-a -u, -ur þú verður að vera með svuntu hlusta []
tekjur     hann hefur góðar tekjur hlusta [57]
tert-a -u, -ur ég er búin að baka tertu hlusta [97]
tilver-a -u, -ur eftir veikindin sé ég tilveruna í nýju ljósi hlusta [67]
treyj-a -u, -ur ég þekki stúlkuna í rauðu treyjunni hlusta [100]
tung-a -u, -ur; [ef.ft] -na ég beit í tunguna á mér! hlusta [85]
tölv-a -u, -ur við fengum nýja tölvu á skrifstofuna hlusta [42]
umræð-a -u, -ur umræðan snerist um skólamál hlusta [56]
úlp-a -u, -ur úlpan er með hettu hlusta []
útgáf-a -u, -ur; [ef.ft] -na þetta er þriðja útgáfa bókarinnar hlusta [85]
veisl-a -u, -ur það verður veisla í kvöld hlusta [76]
venj-a -u, -ur það er venja að við hittumst á föstudögum hlusta [62]
vik-a -u, -ur; [ef.ft] -na það eru sjö dagar í vikunni hlusta [14]
vinátt-a -u vinátta þeirra var einlæg hlusta [84]
vinkon-a -u, -ur Sigga er vinkona mín hlusta [48]
vinn-a -u hún kemur of seint í vinnuna hlusta [12]
vitneskj-a -u lögreglan er að afla sér vitneskju um málið hlusta [67]
vís-a -u, -ur; [ef.ft] -na kórinn söng þjóðvísur hlusta [56]
ýs-a -u, -ur ýsa er besti fiskurinn hlusta [93]
þjónust-a -u, -ur það er góð þjónusta á hótelinu hlusta [70]
þok-a -u, -ur mikil þoka var á heiðinni hlusta [98]
þreyt-a -u ég finn aðeins fyrir þreytu hlusta [82]
 
Ö aðstaða [et] aðstöðu; [ft] aðstæður; [ef.ft] aðstæðna hvernig er aðstaðan á tjaldstæðinu? hlusta [49]
Ö alvara alvöru varstu í alvöru hræddur? hlusta [42]
Ö amma ömmu, ömmur amma mín er 75 (sjötíu og fimm) ára hlusta [16]
Ö bjalla bjöllu, bjöllur skólinn byrjar þegar bjallan hringir hlusta [91]
Ö fjara fjöru, fjörur þau ganga niður í fjöru hlusta [74]
Ö flaska flösku, flöskur ég keypti eina flösku af hvítvíni hlusta [48]
Ö ganga göngu, göngur við fórum í langa göngu upp á Esju hlusta [79]
Ö gata götu, götur; [ef.ft] gatna þessi gata heitir Lækjargata hlusta [16]
Ö kaka köku, kökur þessi kaka er of sæt hlusta [86]
Ö kartafla kartöflu, kartöflur mér finnst bakaðar kartöflur bestar hlusta [94]
Ö mamma mömmu, mömmur þetta er mamma mín hlusta [04]
Ö niður-staða -stöðu, -stöður hér er niðurstaða dómnefndarinnar hlusta [50]
Ö panna pönnu, pönnur fiskurinn er steiktur á pönnu hlusta []
Ö plata plötu, plötur; [ef.ft] platna platan á skrifborðinu er ljót hlusta [80]
Ö saga sögu, sögur; [ef.ft] sagna þetta var spennandi saga hlusta [05]
Ö sala sölu, sölur það er mikil sala á bókum fyrir jólin hlusta [83]
Ö staða stöðu, stöður hann er í góðri stöðu hjá Seðlabankanum hlusta [33]
Ö stjarna stjörnu, stjörnur þau horfðu á stjörnurnar á himninum hlusta [50]
Ö tafla töflu, töflur kennarinn skrifar orðin á töfluna hlusta [75]
Ö tala tölu, tölur; [ef.ft] talna það eru margar tölur á peysunni hlusta [10]
Ö taska tösku, töskur hún tekur budduna úr töskunni hlusta [73]
Ö til-laga -lögu, - lögur; [ef.ft] tillagna eru fleiri með tillögur? hlusta [90]
Ö trappa tröppu, tröppur gættu þín á tröppunni! hlusta [65]
Ö vara vöru, vörur við vorum að fá nýjar vörur hlusta [76]
Ö þátt-taka -töku, -tökur það var mikil þátttaka í keppninni hlusta [94]

   

^