Málfræði 2. Fallorð |
Grunnstig |
Framhaldsstig |
|
|||
25.09.03 |
||||||
Kvenkyn: mynd (-ar, -ir) |
|
aðferð | -ar, -ir | þetta er góð aðferð til að læra | [63] | ||
aðgerð | -ar, -ir | það verður að gera aðgerð á auganu | [82] | ||
aðstoð | -ar | takk fyrir aðstoðina! | [63] | ||
athugasemd | -ar, -ir | eru einhverjar athugasemdir? | [78] | ||
ábyrgð | -ar, -ir | hann ber ábyrgð á barninu | [75] | ||
ást | -ar, -ir | ást þín verður endurgoldin | [35] | ||
átt | -ar, -ir | í hvaða átt er miðbærinn? | [12] | ||
borg | -ar, -ir | ég bý í borg | [19] | ||
braut | -ar, -ir | ég bý á Hringbraut | [63] | ||
brún | -ar, -ir | hann rak sig í borðbrúnina | [29] | ||
búð | -ar, -ir | ég fer út í búð | [47] | ||
byggð | -ar, -ir | það er lítil byggð á Vestfjörðum | [66] | ||
eign | -ar, -ir | þau eiga miklar eignir | [59] | ||
ferð | -ar, -ir | þeir fóru í ferð með ferðafélaginu | [11] | ||
fjarlægð | -ar, -ir | ég sá hann úr fjarlægð | [66] | ||
fortíð | -ar | hún lifir í fortíðinni | [93] | ||
framtíð | -ar | þú átt framtíð fyrir þér í þessu starfi | [33] | ||
frétt | -ar, -ir | engar fréttir eru góðar fréttir | [26] | ||
fyrirmynd | -ar, -ir | þú ert alveg til fyrirmyndar! | [85] | ||
gangstétt | -ar, -ir | það er engin gangstétt við götuna | [79] | ||
heimsókn | -ar, -ir | hver kemur í heimsókn? | [39] | ||
hjálp | -ar, -ir | hann hrópaði á hjálp | [49] | ||
hugmynd | -ar, -ir | þú færð alltaf svo góðar hugmyndir | [11] | ||
hurð | -ar, -ir | ekki skella hurðinni! | [35] | ||
húð | -ar, -ir | hún er með viðkvæma húð | [54] | ||
hvíld | -ar, -ir | nú þarf ég á hvíld að halda | [67] | ||
hæð | -ar, -ir | ég bý á annarri hæð | [11] | ||
íbúð | -ar, -ir | íbúðin hennar er á jarðhæð | [34] | ||
íþrótt | -ar, -ir | hann er góður í íþróttum | [94] | ||
kynslóð | -ar, -ir | unga kynslóðin hefur meiri möguleika | [55] | ||
lausn | -ar, -ir | við verðum að finna lausn á vandamálinu | [87] | ||
leið | -ar, -ir | þetta er stysta leiðin | [03] | ||
leit | -ar, -ir | leitin að fólkinu bar engan árangur | [54] | ||
lengd | -ar, -ir | pakkinn er 30 sm á lengd og 10 á breidd | [77] | ||
lest | -ar, -ir | það eru engar lestir á Íslandi | [81] | ||
lind | -ar, -ir | þau drukku vatn úr lindinni | [81] | ||
list | -ar, -ir | ég hef áhuga á listum | [79] | ||
lykt | -ar | það er góð lykt af blómunum | [46] | ||
meðferð | -ar, -ir | ég var í meðferð hjá sjúkraþjálfara | [69] | ||
mold | -ar, -ir | blómið þarf að fá meiri mold | [74] | ||
mynd | -ar, -ir | hér er mynd af dóttur minni | [01] | ||
nefnd | -ar, -ir | hún er í nefnd um umhverfismál | [68] | ||
ósk | -ar, -ir | ég vildi að ég ætti þrjár óskir | [80] | ||
rannsókn | -ar, -ir | hann stundar rannsóknir við háskólann | [52] | ||
rás | -ar, -ir | þjófurinn tók á rás undan lögreglunni | [80] | ||
ríkisstjórn | -ar, -ir | hvaða flokkar eiga sæti í ríkisstjórn? | [54] | ||
samúð | -ar | ég votta þér samúð mína | [89] | ||
sál | -ar, -ir | hann er hraustur á sál og líkama | [53] | ||
sjón | -ar, -ir | hann hefur enn góða sjón | [60] | ||
skuld | -ar, -ir | skuldir ríkisins eru miklar | [87] | ||
slóð | -ar, -ir | slóð BRAGA er bragi.org | [56] | ||
sorg | -ar, -ir | það ríkti sorg í þorpinu eftir sjóslysið | [65] | ||
sól | -ar, -ir | það verður víst sól á morgun | [17] | ||
staðreynd | -ar, -ir | þú getur ekki litið framhjá staðreyndum | [43] | ||
stétt | -ar, -ir | stéttin er blaut eftir rigninguna | [62] | ||
stjórn | -ar, -ir | það var kosin ný stjórn | [30] | ||
stund | -ar, -ir | hann verður enga stund | [06] | ||
stærð | -ar, -ir | hvaða stærð notarðu af skóm? | [63] | ||
sveit | -ar, -ir | hún er úr sveit | [41] | ||
tegund | -ar, -ir | þessar tvær plöntur eru af sömu tegund | [74] | ||
tilraun | -ar, -ir | aðgerðin heppnaðist í fyrstu tilraun | [34] | ||
tónlist | -ar, -ir | þú hlustar mikið á tónlist | [66] | ||
trú | -ar | með fermingunni játarðu trú þína ég hef mikla trú á honum |
[39] | ||
von | -ar, -ir | ég geri mér enga von um að fá vinning | [12] | ||
yfirskrift | -ar, -ir | ég las yfirskriftir dagblaðanna | [100] | ||
þjóð | -ar, -ir | hverrar þjóðar er hann? | [17] | ||
þyngd | -ar, -ir | pokinn er 20 kíló á þyngd | [93] | ||
ætt | -ar, -ir | hún er af góðum ættum | [54] |