Málfræði

2. Fallorð
2.2 Nafnorð

Grunnstig
Námsbók
Vinnubók
Kennarahandbók   

Framhaldsstig
Námsbók
Vinnubók
Kennarahandbók

 

             

B R A G I 

> Forsíða
 

prenta
opna sér

25.09.03
athugasemdir

Kvenkyn: mynd (-ar, -ir) – tilbrigði

           grunnmynstur       Ö-regla
-ö- > -a-
      Ö-regla
-un > -anir
nf.
þf.
þgf.
ef.
    mynd
mynd
mynd
mynd-ar
-
-
-
-ar
    gjöf
gjöf
gjöf
gjaf-ar
-
-
-
-ar
    verslun
verslun
verslun
verslun-ar
-
-
-
-ar
nf.
þf.
þgf.
ef.
    mynd-ir
mynd-ir
mynd-um
mynd-a
-ir
-ir
-um
-a
    gjaf-ir
gjaf-ir
gjöf-um
gjaf-a
-ir
-ir
-um
-a
    verslan-ir
verslan-ir
verslun-um
verslan-a
-an-ir
-an-ir
-un-um
-an-a

   

-ö- brott-för -farar, -farir brottför verður klukkan 20.30 hlusta [89]
-ö- dvöl dvalar, dvalir voruð þið ánægð með dvölina? hlusta [88]
-ö- fjöður fjaðrar, fjaðrir fuglinn hefur fellt fjaðrirnar hlusta [96]
-ö- fram-för -farar, -farir það hafa orðið miklar framfarir í iðnaði hlusta [86]
-ö- frá-sögn -sagnar, -sagnir þetta var spennandi frásögn hlusta [69]
-ö- för farar, farir hvert er förinni heitið? hlusta [43]
-ö- gjöf gjafar, gjafir er gjöfin handa mér? hlusta [69]
-ö- gröf grafar, grafir reykingarnar eru að fara með hann í gröfina hlusta [63]
-ö- höfn hafnar, hafnir öll skipin voru í höfn hlusta [43]
-ö- jarðar-för -farar, -farir ég þarf að fara í jarðarför vinar míns hlusta [77]
-ö- jörð jarðar, jarðir tunglið snýst í kringum jörðina hlusta [06]
-ö- or-sök -sakar, -sakir orsök slyssins er enn ókunn hlusta [74]
-ö- rödd raddar, raddir hann hefur fallega rödd hlusta [16]
-ö- röð raðar, raðir við tökum allt í réttri röð hlusta [23]
-ö- sök sakar, sakir hann átti ekki sök á óhappinu hlusta [31]
-ö- tjörn tjarnar, tjarnir tjörnin er frosin hlusta [71]
-ö- ver-öld -aldar, -aldir hann er frægur um víða veröld hlusta [54]
-ö- vörn varnar, varnir nýja sólkremið er góð vörn gegn sterkum geislum hlusta [75]
-ö- vör varar, varir þú ert með þurrar varir hlusta [38]
-ö- þögn þagnar, þagnir þögn! hlusta [42]
-ö- þörf þarfar, þarfir ég hef þörf fyrir kaffi hlusta [38]
-ö- ögn agnar, agnir get ég fengið ögn meira te? hlusta [55]
-ö- öld aldar, aldir það gerðist á síðustu öld hlusta [19]
-ö- öxl axlar, axlir hún yppti öxlum hlusta [26]
 
-un afsökun -ar, afsakanir þetta er engin afsökun hlusta [69]
-un áætlun -ar, áætlanir allt gekk samkvæmt áætlun hlusta [61]
-un byrjun -ar, byrjanir þetta var bara erfitt í byrjun hlusta [61]
-un hegðun -ar, hegðanir hegðun hans er ekki til fyrirmyndar hlusta [90]
-un hugsun -ar, hugsanir hún las hugsanir hans hlusta [24]
-un löngun -ar, langanir hann hafði enga löngun til að dveljast áfram hlusta [86]
-un menntun -ar það er mikilvægt að afla sér menntunar hlusta [92]
-un skemmtun -ar, skemmtanir komið þið á skemmtunina í kvöld? hlusta [95]
-un skoðun -ar, skoðanir ég hef skipt um skoðun hlusta [31]
-un stofnun -ar, stofnanir er Stofnun Árna Magnússonar opin í dag? hlusta [43]
-un tilhugsun -ar, tilhugsanir ég fæ vatn í munninn við tilhugsunina um matinn hlusta [87]
-un tilviljun -ar, tilviljanir þeir hittust fyrir tilviljun hlusta [58]
-un verslun -ar, verslanir í næstu götu eru verslanir hlusta [53]
-un þróun -ar, þróanir þjóðfélagið er í stöðugri þróun hlusta [69]

      

^