Framburður


  

 

 

             

B R A G I 

> Forsíða
 

prenta
opna sér

29.09.03
athugasemdir

Bókstafir og hljóðgildi

1. Bókstafir

Í íslenska stafrófinu eru 32 bókstafir:

  • 13 bókstafir tákna sérhljóð: a, á, e, i, í, o, ó, u, ú, y, ý, æ, ö (auk þeirra tvíhljóðin au, ei, ey).
  • Bókstafurinn é stendur fyrir samhljóðið j og sérhljóðið e.
  • 18 bókstafir tákna samhljóð: b, d, ð, f, g, h, j, k, l, m, n, p, r, s, t, v, x, þ.
  • Erlendu bókstöfunum c, q, w, z og fleiri bregður fyrir í erlendum nöfnum en tökuorð eru yfirleitt skrifuð með íslenskum bókstöfum; s eða k í stað c, k í stað q, v í stað w og s í stað z.

 

2. Málhljóðin

Sérhljóð

  • Íslenskan hefur 8 einhljóð: a, e, i, í, o, u, ú, ö.

Tvíhljóð

  • Tvíhljóðin eru au, á, ei (stundum ritað ey), ó og æ, auk þess tvíhljóðast sérhljóðin e, o og ö þegar þau eru borin fram löng.
  • Tvíhljóðin [oi] og[Yi] eru einnig til en þau eru stafsett með sérhljóði og samhljóðinu g: og og ug.

Samhljóð

  • Íslenskan hefur 30 samhljóð: b, d, ð, f, g, [gj], [g ], h, j, [J], k, [kj], l, [L], m, [M], n, [N], [ng], [Ng], [nj], [Nj], p, r, [R], s, t, v, [x], þ. Nokkur þeirra eru fátíð í öðrum evrópumálum.

 

3. Hljóðritun: bókstafirnir og hljóðgildi þeirra

Hér fyrir neðan eru fyrst taldir upp allir bókstafir sem tákna sérhljóð (í stafrófsröð) og tvíhljóð. Þar má líka sjá öll hljóðbrigði, hljóðrituð innan hornklofa, og sýnd orðadæmi. Á eftir koma síðan bókstafir sem standa fyrir samhljóð ásamt hljóðbrigðum og orðadæmum. Marga bókstafi er hægt að bera fram á fleiri en einn veg og þegar fleiri en eitt framburðarafbrigði er gefið við tiltekinn bókstaf er vísað í viðkomandi framburðarreglur

Sérhljóð

a [a] banna    
   [a:] hafa *1
   [au] ganga, (mig) langar, langur, þangað; ástfanginn – banki, blankur, hanki, vankaður hlusta  2
   [ai] bragi, magi; sunnudaginn, þjóðfélagið *3

á [au] ást    
   [au:] ráða *1

e [e] lestur    
   [e:] lesa *1
    [ei] drengur, engill, enginn, fengum, gengum, lengi – skenkja, þenkja hlusta  2
   [ei] segir, spegill, veginn; síðdegi, hádegi, lélegir *3

é [je] fékk   
   [je:] ég *1
   [Je] hérna *9
   [Je:] hér *1, *9

i [I] inni   
   [I:] bið *1
    [i] fingur, hingað, hringja; reykingar, sýning; Íslendingur – hinkra,  kinka (kolli), minkur, minnka, vinka hlusta  2
   [i] stigi, tiginn, svigi *3

í [i] fífl   
   [i:] bíta *1

o [o] oft   
   [o:] svona *1
   [oi] floginn, logið, regnbogi *3

ó [ou] fólk   
   [ou:] bók *1

u [Y] fundur   
   [Y:] muna *1
   [Yi] dugi, flugið, hugi *3
   [u] tungl, tungumál, ungur, þungur; konungur – bunki, dunkur, munkur hlusta  2

ú [u] fúll   
   [u:] þú *1

y [I] lyfta   
   [I:] yfir *1
    [i] kyngja, slyngur, syngja, yngri, þyngd – dynkur hlusta  2
   [i] lygi *3

ý [i] þrýsta   
   [i:] ýta *1

æ [ai] æstur   
   [ai:] færa *1

ö [ö] tölva   
   [ö:] ör *1
    [öi] löng, svöng, söng, þröng – blönk, hönk hlusta  2
   [öi] drögin, lögin, sögin *3

Tvíhljóð

au [öi] austur   
   [öi:] þau *1

ei [ei] einn   
   [ei:] meira *1

ey [ei] geymdi   
   [ei:] geyma *1

Samhljóð

b [b] baka   
   [b:] kvabba *4

d [d] dalur   
   [d:] padda *4

ð [ð] eða   
   [þ] maðkur, bað *11

f [f] fá, ofsi, loft, rífka   
   [f:] eff *4
   [v] hafa, leyfði, öfgar, hefja, afmá, afnema, efri, hálfur, horfa *5
   [b] kartafla, Keflavík, trufla; efni, sofna, nefnilega, höfn *15
   [m] hefnd *14
   [M] nefnt *14

g [g] gata, regla, rigna, sorg, borg   
   [g:] vagga *4
   [gj] gæs, gera, gísl, geyma, geit, gjöf, reykja, gýs, Gylfi *18
   [gj:] eggið, leggja *4, *18
   [g] saga, sagði, ögra, lag *6
   [x] sagt, hryggt, ?hugsa, lögfræði, tugþraut *11
   [j:] lagi, segja *18
   [-] skógur, lúga, söngla *19

h [h] hata   
   [k] hvað *8
   [-] hér, hjón, hnerra, hlutur, hraður *9

j [j] jól   
   [j:] eyja *4
   [J] hjón *9

k [k] kóngur   
   [g] taka, þakka *7
   [kj] keyra, kjósa, kind, kyn, kýta, kær *18
   [gj] skær, ekkja, sækja *7
   [x] október, þekkt, ?loksins *17

l [l] lifa, tala, alls   
   [l:] ball *4
   [L] stelpa, piltur, hálka, hlaupa, allt *9, *11
   [dl] allir, allra, hellna *12
   [dL] fjall *11

m [m] mús, hremmdi   
   [m:] amma *4
   [M] svampur, heimta, rýmka *11

n [n] núna, kenndi   
   [n:] panna *4
   [N] hnefi, vanta, nennti *9, *11
   [dn] seinna *13
   [dN] seinn *11
   [ng] ungur, söngla *20
   [Ng] banka, minnka *20
   [nj] ungi *20
   [Nj] banki *20

p [p] pottur   
   [b] opna, lampi, stelpa, api, teppi, tap *7
   [f] dýpka, skipta, keppti *17

r [r] rós, þurrð   
   [r:] kerra *4
   [R] hræddur, þurrt, sparka, þurrka, farsi, -rrs, terta, harpa *9, *11

s [s] stór, kyssti   
   [s:] hissa *4

t [t] tala   
   [d] sitja, betri, rotta *7

v [v] vondur   

x [xs] strax, vaxa   

þ [þ] þak, maraþon, íþrótt   
   [ð] eru þau *22

^