Framburður Framburðarreglur |
|
|
|
|||
25.09.03 |
||||||
Framburðarreglur: yfirlit |
Orðadæmi
|
1. SérhljóðalengdÍ áhersluatkvæðum eru sérhljóð löng þegar á eftir fylgir ekkert eða bara eitt samhljóð.
Á undan samhljóðaklösunum kj, kr, kv, pj, pr, sj, sr, sv, tj, tr og tv eru sérhljóð löng.
[orðadæmi] |
2. Sérhljóð + ng/nkÁ undan ng og nk er:a borið fram sem á [au]. e borið fram sem ei [ei]. i borið fram sem í [i].
"ng", "nk" sjá ennfremur reglu 20. [orðadæmi] |
3. Sérhljóð + giÁ undan gi er:a borið fram sem æ [ai].
"gi" sjá ennfremur reglu 18. [orðadæmi] |
4. SamhljóðalengdÞegar eftirtalin samhljóð eru tvírituð milli sérhljóða tákna þau langt samhljóð.
Tvírituð k, p og t eru ekki borin fram löng. (Sjá ennfremur reglu 10.) [orðadæmi] |
5. f sem [v]Milli raddaðra hljóða er f borið fram sem [v].
"f" sjá ennfremur reglur 14, 15 og reglu 19. [orðadæmi] |
6. g sem [g]Milli raddaðra hljóða er g borið fram sem [g] og í bakstöðu á eftir sérhljóði (sjá þó reglu 11.)
[orðadæmi] |
7. Lokhljóð í innstöðuLokhljóðin k, [kj], p og t eru borin fram sem [g], [gj], [b] og [d] í innstöðu.
Undantekningar eru ýmis samsett orð þar sem seinni liður hefst á k, p eða t. Svo og ýmis tökuorð þar sem viðkomandi lokhljóð eru fráblásin í innstöðu, og örfá önnur orð eins og til dæmis líkami.
"k" sjá ennfremur reglur 10, 17, 18 og 20. "p" sjá ennfremur reglur 10, og 17. "t" sjá ennfremur reglu 10. [orðadæmi] |
8. hv sem [kv]hv er borið fram sem [kv].
"h" sjá ennfremur reglu 9. [orðadæmi] |
9. h á undan é, j, l, n og rh í framstöðuklösunum hé, hj, hl, hn og hr er ekki borið fram en eftirfarandi samhljóð verður óraddað.
"h" sjá ennfremur reglu 8. [orðadæmi] |
10. Aðblástur (h-innskot)Á undan samhljóðaklösunum kk, kl, kn, pl, pn, pp, tl, tn og tt er skotið inn h í framburði.
"p" sjá ennfremur reglur 7 og 17. "t" sjá ennfremur reglu 7. [orðadæmi] |
11. Afröddunð, l, m, n og r eru órödduð á undan k, p og t. Á undan s er r borið fram óraddað.
"r" sjá ennfremur reglu 16. Í bakstöðu eru f, l og r órödduð (sérstaklega í lok setningar) og ð og g heyrast jafnvel oft ekki.
Undantekningar eru flest samsett orð. Þar er ekki afröddun.
"g" sjá ennfremur reglur 6 og 19. "ð" sjá ennfremur reglu 19. [orðadæmi] |
12. ll sem [dl]Tvöfalt l er borið fram sem [dl].
Í bakstöðu er ll [dl] borið fram sem [dL], ef næsta orð hefst ekki á sérhljóði eða rödduðu samhljóði. (Sjá ennfremur reglu 11.)
"ll" sjá ennfremur reglu 4 . [orðadæmi] |
13. nn sem [dn]nn er borið fram sem [dn] á eftir á, é, í, ó, ú, ý, æ, au og ei.
Þetta gerist ekki á undan ákveðna greininum.
"nn" sjá ennfremur reglu 4. [orðadæmi] |
14. fn sem [m]Á undan d er fn borið fram sem [m] og á undan t sem [M].
"f" sjá ennfremur reglur 5 , 15 og 19. [orðadæmi] |
15. fl, fn og gl, gnÁ undan l og n er f borið fram sem [b] og g sem [g].
Reglan gildir ekki í framstöðu fl, í samsettum orðum og á undan viðskeytunum -legur og -lega.
"f" sjá ennfremur reglur 5 , 14 og 19. "g" sjá ennfremur reglur 6 , 17, 18, 19 og 20. [orðadæmi] |
16. d-innskotÍ samhljóðaklösunum rl, rn, sl og sn er skotið inn [d] milli samhljóðanna.Reglan gildir ekki á orðhlutaskilum og í samsettum orðum.
"r" sjá ennfremur reglur 4 og 11. "s" sjá ennfremur reglu 4 . [orðadæmi] |
17. ÖnghljóðunÁ undan t eru g og k borin fram sem [x] og p sem [f].
Stundum falla g og k brott. (Sjá ennfremur reglu 19.)
"g" sjá ennfremur reglur 6 , 15, 18 og 20. "k" sjá ennfremur reglur 7 , 10, 18 og 20. "p" sjá ennfremur reglur 7 og 10. [orðadæmi] |
18. FramgómunÁ undan e, i, í, y, ý, æ, ei og ey eru g, [g] og k borin fram sem [gj], [j] og [kj].
Undantekningar eru samsett orð, útlensk nöfn og orð sem enda á -endur í fleirtölu.
"g" sjá ennfremur reglur 6, 15, 17, 19 og 20. "gi" sjá ennfremur reglu 3. "k" sjá ennfremur reglur 7, 10, 17 og 20. [orðadæmi] |
19. BrottföllÁ eftir á, ó og ú fellur [g] brott og stundum fellur f niður á eftir sömu sérhljóðum.
Undantekningar eru samsett orð og tökuorð.
Önghljóðin ð og [g] falla oft niður í áherslulausri bakstöðu í enda fornafna, forsetninga, atviksorða og samtenginga.
[orðadæmi] |
20. Samlögun á nSamhljóðið n samlagast myndunarstað eftirfarandi lokhljóðs.
Reglan gildir ekki í samsettum orðum.
"ng" og "nk" sjá ennfremur reglu 2. [orðadæmi] |
21. þ sem [ð]Í fornöfnum og nokkrum atviksorðum, sem hefjast á þ, er þ borið fram sem [ð] ef orðin eru áherslulaus og standa ekki í upphafi setningar:
[orðadæmi] |
22. h fellur brottÍ nokkrum atviksorðum og í fornöfnunum hann og hún fellur h oft brott þegar orðin eru áherslulaus og standa ekki fremst í setningu.
"h" sjá ennfremur reglur 8 og 9. [orðadæmi] |