Framburður

Framburðarreglur
Yfirlit

  

 

 

             

B R A G I 

> Forsíða
 

prenta
opna sér

25.09.03
athugasemdir

Framburðarreglur: yfirlit

 Orðadæmi

1. Sérhjóðalengd

7. Lokhljóð í innstöðu

13. nn sem [dn]

19. Brottföll

2. Sérhljóð +  ng/nk

8. hv sem [kv]

14. f sem [m]

20. Samlögun á n

3. Sérhljóð +  gi

9. h á undan é, j, l, n og r

15. fl og fn

21. þ sem [ð]

4. Samhljóðalengd

10. Aðblástur (h-innskot)

16. d-innskot

22. h fellur brott

5. f sem [v]

11. Afröddun

17. Önghljóðun

6. g sem [g]

12. ll sem [dl]

18. Framgómun

   

1. Sérhljóðalengd

Í áhersluatkvæðum eru sérhljóð löng þegar á eftir fylgir ekkert eða bara eitt samhljóð.

  • ha, te, í, svo, ku, frú, tvö; þau, fá, ei, ,
  • haf, ber, lið, ís, lok, kul, rúm, öl; laug, hás, þeir, jól, æð

Á undan samhljóðaklösunum kj, kr, kv, pj, pr, sj, sr, sv, tj, tr og tv eru sérhljóð löng.

  • kveikja, sjúkrahús, vökva; lepja, dýpri; Esja, Esra, tvisvar; sitja, metri
Sérhljóð í íslensku eru stutt ef á eftir þeim fara tvö eða fleiri samhljóð. Áherslulaus sérhljóð eru alltaf stutt.
  • kann, ferð, hinn, víst, oft, stutt, rúst, köld; haust, áll, einn, fólk, hægt
  • velja, pakki, eldur
Tvíhljóðin [oi] og [Yi] eru alltaf stutt.
  • bogi, logið, flugi, dugi

[orðadæmi]

   

2. Sérhljóð + ng/nk

Á undan ng og nk er:
a borið fram sem á [au].
  • ganga, (mig) langar, langur, þangað; ástfanginn – banki, blankur, hanki, vankaður  hlusta
e borið fram sem ei [ei]. 
  • drengur, engill, enginn, fengum, gengum, lengi – skenkja, þenkja  hlusta
i borið fram sem í [i].
  • fingur, hingað, hringja; reykingar, sýning; Íslendingur – hinkra,  kinka (kolli), minkur, minnka, vinka  hlusta
u borið fram sem ú [u].
  • tungl, tungumál, ungur, þungur; konungur – bunki, dunkur, munkur  hlusta
y borið fram sem í [i].
  • kyngja, slyngur, syngja, yngri, þyngd – dynkur  hlusta
ö borið fram sem au [öi].
  • löng, svöng, söng, þröng – blönk, hönk  hlusta

"ng", "nk" sjá ennfremur reglu 20.

[orðadæmi]

   

3. Sérhljóð + gi

Á undan gi er:
a borið fram sem æ [ai].
  • bragi, magi; sunnudaginn, þjóðfélagið
e borið fram sem ei [ei].
  • segir, spegill, veginn; síðdegi, hádegi, lélegir
i borið fram sem í  [i].
  • stigi, tiginn, svigi
o borið fram sem [oi].
  • floginn, logið, regnbogi
u borið fram sem [Yi].
  • dugi, flugið, hugi
y borið fram sem í  [i].
  •  flygill, lygi
ö borið fram sem au [öi].
  • drögin, lögin, sögin

"gi" sjá ennfremur reglu 18.

[orðadæmi]

   

4. Samhljóðalengd

Þegar eftirtalin samhljóð eru tvírituð milli sérhljóða tákna þau langt samhljóð.
  • b  [b:]pabbi, kvabba
  • d  [d:]:  bíddu, budda, hræddur, koddi, krydda, nudda, ómeiddur 
  • f   [f:]:   gaffall, kaffi, skúffa 
  • g  [g:]:  bjuggum, bygging, gluggi, högg, Sigga, Siggi,  skegg, skuggi
  • gj [gj:]: bryggja, byggja, leggja, tryggja
  • l    [l:] (sjá þó reglu 12): ballið, vinnugalli
  • m [m:]: amma, dimmur, fimm, mamma, sammála, skamma, snemma 
  • n  [n] (sjá þó reglu 13): annar, ánni, finna, kennari, kunningi, penni, renna, spennandi, tönn, vinna
  • r   [r:]: (í) fyrra, herra, hverrar, hverri, karrý
  • s  [s:]: blessa, blússa, byssa, hissa, kassi, klessa, missa, passa, þessar

Tvírituð k, p og t eru ekki borin fram löng. (Sjá ennfremur reglu 10.)

[orðadæmi]

   

5. f sem [v]

Milli raddaðra hljóða er f borið fram sem [v].
  • hafa, krafði, langafi, hafið, útgáfa; yfirgefa, gefast (upp), fyrirgefa, nefið, sefur, bréfið; lifa, hrifinn, skrifa, drífa (sig), lífi, hnífur; lofa, sofið, skrifstofuna, grófri; gufa; æfa, æfing; gjöfin, djöfull; Raufarhafnar, dreifa, leyfa, leyfi
f getur í sumum orðum fallið brott milli á, ó, ú og a, i, u
  • lófi, prófi, rófa, húfa, skrúfa 
Samsett orð og nokkur tökuorð fylgja ekki reglunni. 
  • Eyjafirði, grafík, slaufa, sófi

"f" sjá ennfremur reglur 14, 15 og reglu 19.

[orðadæmi]

   

6. g sem [g]

Milli raddaðra hljóða er g borið fram sem [g] og í bakstöðu á eftir sérhljóði (sjá þó reglu 11.)
  • laga, sagði, heilagur, lágum;  fallegur, ótrúlegur, innilega, þegar; vonbrigði, stigi, stígur; loga, skógur; bífluga, tuttugu; lygari; frægur, ánægður, mikilvægur, (til) hægri; ómögulegur; auga, drauga, eiga, bláeygður
  • ég, og, þig, mig, stig, nóg
Á undan orðhlutaskilum er g borið fram sem [g] á eftir sérhljóði. 
  • daglegur, Vigdís
"g" sjá ennfremur reglur 15, 17, 18, 19 og 20.

[orðadæmi]

   

7. Lokhljóð í innstöðu

Lokhljóðin k, [kj], p og t eru borin fram sem [g], [gj], [b] og [d] í innstöðu.
  • k  [g]: Akureyri, strákur, frekar, léku, vika, loka, sjúklingur, sykur, rjúka, afsökun, lækur, auka, veikur
  • [kj]  [gj]: heimspeki, mikið, ríkisstjórn, poki, flókinn, lykill, fyrirtæki, veikindi; vekja, líkja, rækja, steikja, Reykjavík 
  • p  [b]: tapa, kápa, drepa, svipaður, opinn, hrópa, djúpur, döpur, kaupa
  • t   [d]: matur, látinn, geta, éta, forvitinn, lítill, nota, fljótur, hluti, úti, skrýtinn, ætla, flauta, heita, leyti

Undantekningar eru ýmis samsett orð þar sem seinni liður hefst á k, p eða t. Svo og ýmis tökuorð þar sem viðkomandi lokhljóð eru fráblásin í innstöðu, og örfá önnur orð eins og til dæmis líkami.

  • Slóvakía, líkjör, Japan, líkami, sítróna

"k" sjá ennfremur reglur 10, 17, 18 og 20.

"p" sjá ennfremur reglur 10, og 17.

"t" sjá ennfremur reglu 10.

[orðadæmi]

   

8. hv sem [kv]

hv er borið fram sem [kv].
  • hvað, hvalur, hvasst
  • hvá
  • hvenær, hver, Hveragerði, hvergi, hvernig, hversdagslegur, hversu, hvert
  • hviða
  • hvíla sig, hvíld, hvísla, hvítur 
  • hvor, hvorki, hvort, hvorugur
  • hvöttu
  • umhverfi, (af) hverju, annaðhvort

"h" sjá ennfremur reglu 9.

[orðadæmi]

   

9. h á undan é, j, l, n og r

h í framstöðuklösunum , hj, hl, hn og hr er ekki borið fram en eftirfarandi samhljóð verður óraddað.
  • é [J]: hélt, héldust, hér, hérna
  • j  [J]: hjarta, hjá, hjálmur, hjálpa, hjóla, hjónaband
  • l  [L]: hlaðast (upp), hlakka, hlé, hlíð, hljóð, hljóta, hlusta, hlutur, hlýða, hlæja, hlaupa, hleypa
  • n [N]: hnappur, hnakki, hnattrænn, hné, hnífur
  • r  [R]: hraði, hringur, hringja, hríð, hrópa, hryggur, hræddur, hrökkva, hraustur, hreinn, hreyfa; áhrif 

"h" sjá ennfremur reglu 8.

[orðadæmi]

   

10.  Aðblástur (h-innskot)

Á undan samhljóðaklösunum kk, kl, kn, pl, pn, pp, tl, tn og tt er skotið inn h í framburði.
  • k [hg], [hgl], [hgn]: ekki, drekka, okkur, dökkhærður; Hekla, sjúklingur, einstaklingur; sakna, reikning, læknir, heimsókn 
  • p [hbl], [hbn], [hb]: epli; opna, opnun, vopn; klipping, sjoppa, skreppa, upp 
  • t  [hdl], [hdn], [hd]: ætla, litli, áætlun, vitlaus; botn, brotna, setning, vatn, vitni; detta, frétta, hattur, hitta, nótt, rétta, sléttur, þetta; 
Undantekningar eru flest samsett orð. Þar er ekki aðblástur. Ekki er heldur aðblástur á undan viðskeytunum -legur, -laus og -leysi.
  • leikkona, útlendingur, útlit, fótleggur; 
"k" sjá ennfremur reglur 7, 17, 18 og 20.

"p" sjá ennfremur reglur 7 og 17.

"t" sjá ennfremur reglu 7.

[orðadæmi]

   

11. Afröddun

ð, l, m, n og r eru órödduð á undan k, p og t. Á undan s er r borið fram óraddað. 
  • iðkun, maðkur, blíðka
  • fólk, hálka, silki; stelpa, úlpa, hjálpa;  alltaf, belti,elta, piltur
  • rýmka; lampi, strompur; dimmt, heimta, samt, skemmta, fimmtán
  • banki, einkunn, frænka, kinka, minnka; vanta, prentari, svunta, seint
  • hvorki, kirkja, myrkur, verkefni; útvarp, þorp; burtu, hvert, kartafla, skyrta
  • forseti, hárbursti, mars, orsök 

"r" sjá ennfremur reglu 16.

Í bakstöðu eru f, l og r órödduð (sérstaklega í lok setningar) og ð og g heyrast jafnvel oft ekki.
  • blóð, þið, röð, hingað
  • alltaf, próf, líf, bréf
  • alveg, mig, nóg, í dag, ég
  • bíll, vel, sál, tungl 
  • ber, óveður, yfir, sér 

 Undantekningar eru flest samsett orð. Þar er ekki afröddun.

  • silfurbrúðkaup, sólkrem, velkominn, samtal, vinkona, ævintýri, viðurkenning

"g" sjá ennfremur reglur 6 og 19.

"ð" sjá ennfremur reglu 19.

[orðadæmi]

   

12. ll sem [dl]

Tvöfalt l er borið fram sem [dl].
  • falla, villa, pollur, fullorðinn

Í bakstöðu er ll [dl] borið fram sem [dL], ef næsta orð hefst ekki á sérhljóði eða rödduðu samhljóði. (Sjá ennfremur reglu 11.)  

  • bíll, fullkominn, gullfiskur, Gullfoss, mikill; Hallgrímur
Reglan gildir ekki á orðhlutaskilum, í gælunöfnum, tökuorðum eða á undan d, s eða t.
  • aðallega, tillaga, tillit; Kalli, Palli; rúlla, ball, vinnugalli; ; felldi, fjalls, allt, alltaf, skellti
Undantekningar: Halldór, Halldóra

"ll" sjá ennfremur reglu  4 .

[orðadæmi]

   

13. nn sem [dn]

nn er borið fram sem [dn] á eftir á, é, í, ó, ú, ý, æ, au og ei.  
  • Spánn; klénn; fínn; tónn, þjónn; brúnn; brýnn; grænn; daunn; beinn, einnig, hreinn, steinn

Þetta gerist ekki á undan ákveðna greininum.

  • á-nni, brú-nni

"nn" sjá ennfremur reglu 4.

[orðadæmi]

   

14. fn sem [m]

Á undan d er fn borið fram sem [m] og á undan t sem [M].
  • f: nefnd, stefndu; misjafnt, nefnt

"f" sjá ennfremur reglur  5 , 15 og 19.

[orðadæmi]

   

15. fl, fn og gl, gn

Á undan l og n er f borið fram sem [b] og g sem [g].
  • f: kartafla, Keflavík, trufla; efni, sofna, nefnilega, höfn
  • g: athygli, reglulega, gleraugun, fugl; í gegnum, rigna, vegna 

Reglan gildir ekki í framstöðu fl, í samsettum orðum og á undan viðskeytunum -legur og -lega.

  • fleiri, flýta, fluga; hugleiða, auglýsing, unglingur; sorglegur, daglega 

"f" sjá ennfremur reglur  5 , 14 og 19.

"g" sjá ennfremur reglur  6 , 17, 18, 19 og 20.

[orðadæmi]

   

16. d-innskot

Í samhljóðaklösunum rl, rn, sl og sn er skotið inn [d] milli samhljóðanna.
  • r: karl, kerling, varla; hvernig, spurning, þarna
  • s: geymsla, íslenska, sleppa; snúa, snjór, losna 

Reglan gildir ekki á orðhlutaskilum og í samsettum orðum.

  • alvarlegur, varlega, vatnslaus
  • fjarlægð, erlendis, sumarnótt, mannslíkami

"r" sjá ennfremur reglur  og 11.

"s" sjá ennfremur reglu  4 .

[orðadæmi]

   

17. Önghljóðun

Á undan t eru g og k borin fram sem [x] og p sem [f].
  • frægt, sagt, yndislegt
  • dökkt, líkt, gikt, steiktur
  • keypti, samskipti, æpti

Stundum falla g og k brott.  (Sjá ennfremur reglu 19.)

  • margt, rangt, þröngt; íslenskt

"g" sjá ennfremur reglur  6 , 15, 18 og 20.

"k" sjá ennfremur reglur  7 , 10, 18 og 20.

"p" sjá ennfremur reglur  og 10.

[orðadæmi]

   

18. Framgómun

Á undan e, i, í, y, ý, æ, ei og ey eru g, [g] og k borin fram sem [gj], [j] og [kj].
  • [gj:]: algengur, fangelsi, geta; geisli, geimur; Geysir; lengi, gifta, öryggis; ágætur, gægjast, í gær 
  • [j]: feginn, hægindastóll, logið, regnbogi, síðdegi, sunnudaginn
  • [kj]kerfi, skemmtilegur, verkefni; skeið, skein; keyra, keypt; ekki, kirkja, mikið; kínverskur, skíði; kynna, skyrta; kýr, skýrsla; kæra, skær

Undantekningar eru samsett orð, útlensk nöfn og orð sem enda á -endur í fleirtölu.

  • verkefni; Bergen; eigendur, leikendur

"g" sjá ennfremur reglur 6, 15, 17, 19 og 20.

"gi" sjá ennfremur reglu 3.

"k" sjá ennfremur reglur 7, 10, 17 og 20.

[orðadæmi]

   

19. Brottföll

Á eftir á, ó og ú fellur [g] brott og stundum fellur f niður á eftir sömu sérhljóðum.  
  • lágur, nóg, skógur, ljúga; útgáfa, rófa, húfa

Undantekningar eru samsett orð og tökuorð.

  • nágranni, ágætur, áfram, snjóflóður; sófa
Oft fellur miðsamhljóðið brott úr erfiðum samhljóðaklösum. 
  • systkini, margt, vatnsrúm, England
Í einstaka samhljóðaklösum fellur fyrsta hljóðið brott:
  • sigldi, verndun, fyrst, stelpurnar, efldi 

Önghljóðin ð og [g] falla oft niður í áherslulausri bakstöðu í enda fornafna, forsetninga, atviksorða og samtenginga.

  • að, með, hvað; og, ég, mig
Endingasérhljóðin a, i og u falla yfirleitt brott ef næsta orð hefst á sérhljóði. 
  • ömmu’ og afa, tuttugu’ og fimm 

[orðadæmi]

   

20. Samlögun á n

Samhljóðið n samlagast myndunarstað eftirfarandi lokhljóðs.

  • langur, ganga, hringja, kunningi, stuðning, ungur 
  • banka, einkunn, einkennilegur, frænka, kinka, minnka

Reglan gildir ekki í samsettum orðum.

  • fíngerður, jafngamall; vinkona, innkaup

"ng" og "nk" sjá ennfremur reglu 2.

[orðadæmi]

   

21. þ sem [ð]

Í fornöfnum og nokkrum atviksorðum, sem hefjast á þ, er þ borið fram sem [ð] ef orðin eru áherslulaus og standa ekki í upphafi setningar:

  • eru þau, er það 

[orðadæmi]

   

22. h fellur brott

Í nokkrum atviksorðum og í fornöfnunum hann og hún fellur h oft brott þegar orðin eru áherslulaus og standa ekki fremst í setningu.

  • er hann, er hún

"h" sjá ennfremur reglur 8 og 9.

[orðadæmi]

   

^