kennarahandbók: GS  Reykjavík Menningarborg 2000  nb  vb  ath  12.11.01

B R A G I

land og haf : hlusta

„Í dag“

meta kennsluefnið

Tilgangur (efni, aðalatriði, markmið)
  • Sagnir og fallstýring þeirra.
  • Forsetningar og fallstýring þeirra.
Fyrirfram þekking nemenda
  • Einhver kunnátta á forsetningum og fallstýringu.
Undirbúningur kennara
  • Vera með lausnir tiltækar úr kennarahandbók.
Tillögur
  • Kennari getur annað hvort verið með hljóðefnið af Braga eða lesið sjálf/ur ljóðið.
  • Nemendur hlusta á ljóðið og skrifa orðin sem vantar í eyðurnar, en það eru eingöngu sagnir, nafnháttarmerki og forsetningar. 
  • Farið í orð sem eru ný eða fólk skilur ekki.
  • Farið í helstu forsetningar og fallstýringu  (og rifjuð upp fallstýring sagna), sem er líka undirbúningur fyrir vinnubók.        
Aðrir möguleikar
  • Í stað þess að allir hlusti, er hægt að láta nemendur skipta verkum.  Annar les en hinn skrifar.
Ítarefni
  • Fara í leitarvél Braga og leita undir "forsetningar" til að finna fleiri forsetningaverkefni.
Annað sem má taka fram
  • Til gamans; eftir minni: Flosi Ólafsson skrifaði eitt sinn stórskemmtilegan pistil um tilveru sína í þolfalli og þágufalli.   Hann var að útlista, eins og oftar, samskipti sín og konunnar.  Á heimilinu fannst honum glöggt að tilvera hans væri í þolfalli, þar sem konan fór með "hann" í búð að kaupa á hann föt, fór með "hann" í klippingu, fór með hann í heimsóknir.. o.s.frv.  Tilefni skrifanna var hins vegar það að hann heyrði á tal konunnar við vinkonu sína, þar sem hún sagði án efa að hún ætlaði með "honum" á Listasafnið um helgina.  Um helgina gekk hann keikur við hlið konunnar sinnar á Listasafnið, í buxunum sem hún hafði farið með hann að kaupa á hann, nýklipptur eftir klippinguna sem hún hafði farið með hann í,.. en þarna fór hún með "honum", tilvera hans hafði gerbreyst, "hann" var kominn á æðra tilverustig,  var orðinn að "honum".

 

Vinnubók
  • Getur verið gott að vinna líka í tíma.  Annars unnið sem heimaverkefni sem farið er yfir í næsta tíma. 

 

Samsetning hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tungumál hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stærð hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig gekk

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagsetning

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samsetning hópsins: gs 1/2 (grunnstig), fs 3/4 (framhaldsstig)   —  Tungumál hópsins: en(ska), fr(anska), sp(ænska), sk(andínavíska), þý(ska), as(íumál), an(nnað)  —  Stærð hópsins: <6 (1-5), >6 (6-10), >10 (11-20), >20   —  Tími: 45/90/... min.  —   Hvernig gekk: ++ (mjög vel), + (vel), sæmilega (-), illa (--)

Meta síðuna

Lausn/svör


Í dag

Látum okkur nú sjá
verð að muna:

að kaupa mjólk
fara í banka
hringja
taka úr vélinni
fara með skóna í viðgerð
tala við guð
biðja hann
að taka úr mér hjartað
og færa þér
það gerir mér hvort eð er
ekkert gagn lengur

Ingunn V. Snædal
Á heitu malbiki, Reykjavík 1995

 

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 12.11.01]