námsbók: gs Reykjavík Menningarborg 2000  vb  kh  ath  10.12.01

B R A G I

frumstig   málfræði: tölur

Tölur: Hvaða kyn?

 

Hvorugkyn

eitt, tvö, þrjú, fjögur

Dæmi
Fjöldi barna eða annars fólks sem nefnt er í hvorugkyni. Hann á tvö börn.
Fjöldi hluta sem eru í hvorugkyni Þetta eru fjögur atriði.
Húsnúmer Ég á heima á Bárugötu eitt.
Ártöl Aldamótin voru árið tvö þúsund og eitt.
Tíminn talinn:  Klukkan Klukkan er eitt, hún er tvö...
Blaðsíðutal Sjáið á blaðsíðu tuttugu og fjögur.
Póstnúmer  Hundrað og eitt, Reykjavík.
Skónúmer, stærðir í fatnaði. Áttu kuldaskó í númer þrjátíu og tvö?

 

Karlkyn

einn, tveir, þrír, fjórir

Dæmi:
Fjöldi karlmanna / stráka.. Þeir eru þrír.
Fjöldi hluta sem eru í karlkyni. Þetta eru bara tveir bílar.
Símanúmer Síminn hjá mér er fimm, sextíu og einn, tuttugu og þrír, sextíu og fjórir.
Kennitala Kennitalan hans er núll, þrír, núll, tveir, sjötíu og tveir, ...
Í stærðfræði einn plús tveir eru jafnt og þrír (1+2=3)
Þegar er verið að telja almennt. Einn, tveir, þrír...

 

Kvenkyn

ein, tvær, þrjár, fjórar

Dæmi
Fjöldi kvenmanna / stúlkna .. Þær eru þrjár.
Fjöldi hluta sem eru í kvenkyni. Þetta eru þrjár æfingar.
Mínútur Klukkan er tvær mínútur í tvö.

 

 

^

[athugasemdir, 10.12.01]