Námsefni: inngangur

   
  

 

 

B R A G I 

> Forsíða
 

prenta
opna sér

25.09.03
athugasemdir

Námsefnið er fært inn í yfirlitstöflu. Því er skipt niður í átta kafla eftir þemum:

fólk Ísland þjóðfélag náttúra Reykjavík menning land og haf saga

Auk þess er því raðað eftir leikni sem í það skiptið er aðallega þjálfuð. Þetta má sjá á liti á bakgrunni síðunnar. Ef fleiri leiknisatriði koma fram á síðunni má sjá það á sérstökum töflum þar sem síðunum er raðað í stafrófsröð:

Hver heild samanstendur af þremur hlutum:

námsbók (nb) vinnubók (vb) kennarahandbók (kh)
Námsbók er ætluð fyrir sameiginlega vinnu á námskeiði. Þar er námsefnið kynnt og auk þess eru settar upp fjölmargar samvinnuæfingar. Vinnubók er ætluð til heimavinnu. Þar eru skriflegar æfingar sem dýpka námsefnið enn frekar. Vinnubók má þó einnig nota í tímunum. Í kennarahandbók kemur fram tilgangur æfingarinnar, tillögur að uppbyggingu kennslustundar, fyrirfram þekking sem gert er ráð fyrir og aðrir möguleikar námsefnisins. Þar koma einnig fram tillögur frá kennurum.

Námsefnið er almennt merkt sem grunnstig (gs) eða framhaldsstig (fs). Val námsefnis og röð þess liggur algerlega í höndum kennara. Tillögur að niðurröðun námsefnisins byggjast á reynslu kennara.

Almenn atriði um BRAGA má einnig finna undir fyrstu skrefunum.

^