Námsefnið er fært inn í yfirlitstöflu. Því er skipt niður í átta kafla eftir þemum:
Auk þess er því raðað eftir leikni sem í það skiptið er aðallega þjálfuð. Þetta má sjá á liti á bakgrunni síðunnar. Ef fleiri leiknisatriði koma fram á síðunni má sjá það á sérstökum töflum þar sem síðunum er raðað í stafrófsröð: Hver heild samanstendur af þremur hlutum:
Námsefnið er almennt merkt sem grunnstig (gs) eða framhaldsstig (fs). Val námsefnis og röð þess liggur algerlega í höndum kennara. Tillögur að niðurröðun námsefnisins byggjast á reynslu kennara. Almenn atriði um BRAGA má einnig finna undir fyrstu skrefunum. |