B R A G I |
||
Á Skeiðarársandi (Anton Helgi Jónsson) |
Á SkeiðarársandiKvæði barnaskólans þoldi ég verst;
Anton Helgi Jónsson (annað kvæði úr ljóðaflokki Farsælda frón, |
Orðaskýringar
utanbókar-romsur: (1) utanbókar: reiprennandi, geta þulið upp; (2) romsa = þula, langloka
líta hornaugum: hafa andúð á, líka illa við
rómaða ættland: róma: láta vel yfir, lofa, hrósa
eiga samræður við e-n: tala við e-n
þjóðleið: alfaraleið, þar sem allir fara
dotta: sofna í smá stund, blunda
Skeiðarársandur, um 30 km löng og allt að 20 km breið sandauðn, milli
Fljótshverfis og Öræfasveitar. Sagt, að þar hafi verið mikil byggð fyrrum,
austanvert á sandinum, en eyðst af jökulhlaupum, en um sandinn fara hin ægilegu
Skeiðarárhlaup (síðast í lok 1996). Vegur um Skeiðarársand var síðasti áfangi
hringvegar um Ísland og var hann opnaður 14. júlí 1974. Lómagnúpur, standberg eitt hið mesta á Íslandi, sem er ekki við sjó fram, 668 m hár. Austan í honum gróin hlíð, Núpshlíð. Vegahandbókin, Rvk: Örn og Örlygur, 8. útg. 1998 |
Brennu-Njáls sagakafli 133 Eina nótt bar svo til að Svínafelli að Flosi lét illa í svefni. Glúmur Hildisson vakti hann og var lengi áður en hann gæti vakið hann. Flosi mælti þá: "Kallið mér Ketil úr Mörk." Ketill kom þangað. Flosi mælti: "Segja vil eg þér draum minn." "Það má vel," segir Ketill. "Mig dreymdi það," segir Flosi, "að eg þóttist staddur að
Lómagnúpi og ganga út og sjá upp til gnúpsins. Og opnaðist hann og gekk maður út
úr gnúpinum (...) og hafði járnstaf í hendi. Hann fór kallandi og kallaði á menn
mína, suma fyrr en suma síðar, og nefndi þá á nafn. Hann kallaði fyrstan Grím hinn
rauða frænda minn og Árna Kolsson. (...) Mér þótti hann þá kalla Eyjólf
Bölverksson og Ljót son Halls af Síðu og nokkura sex menn. Þá þagði hann stund
nokkura. Síðan kallaði hann fimm menn af voru liði og voru þar Sigfússynir, bræður
þínir. Þá kallaði hann aðra fimm menn og var þar Lambi og Móðólfur og Glúmur.
Þá kallaði hann þrjá menn. Síðast kallaði hann Gunnar Lambason og Kol
Þorsteinsson. Eftir það gekk hann að mér. Eg spurði hann tíðinda. "Það er hugboð mitt," segir Ketill, "að þeir muni allir feigir er kallaðir voru. Sýnist mér það ráð að þenna draum segjum við engum manni að svo búnu." Flosi kvað svo vera skyldu.
(þessi texti Njálu í nútímastafsetningu er klipptur út úr geisladiski Íslendinga sögur og Orðstöðulykill (Rvk: Mál og menning, 1996; prentútgáfa: Íslendinga sögur og þættir, Rvk: Svart á hvítu, 1985-1987 og oftar); kaflinn er aðeins styttur fyrir BRAGA en einnig er hægt að lesa hann í heilu lagi) |
Áfangar
(...)
Jón Helgason (þetta eru síðustu línurnar í lokaerindi Áfanga sem samanstendur af
tólf vísum sem lýsa ýmsum stöðum á landinu fyrr á tímum og nú; hér teknar úr Ljóðspeglum,
ætlaðir nemendum í 8.-10. bekk grunnskóla - í þessari bók má einnig
finna kvæði Antons Helga Jónssonar. |
[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]
[athugasemdir, 25.09.03]