námsbók: gs Reykjavík Menningarborg 2000  vb  kh  ath  25.09.03

B R A G I

vinnustig   fólk: tala

Að kynnast fólki

heilsa

Komdu sæll og blessaður! / Komdu sæl og blessuð!

nafn

aldur

Hvað heitir þú? Ég heiti ...
Hvað ertu gamall/gömul? Ég er ...

þjóðerni

tungumál

Hvaðan ertu? Ég er frá ...
Hvaða mál talar þú? Ég tala ...

komutími

Hvenær komstu til Íslands?
  • Ég kom til Íslands í ... (mánuður, ár)
  • janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
  • nítjánhundruð níutíu og ... (eitt, tvö, þrjú, fjögur, fimm, sex, sjö, átta, níu), tvö þúsund

heimilisfang

Hvar áttu heima? Ég bý í ... (gata +þgf. og húsnúmer +hk.)

starf

Hvað ertu að gera/læra?
  • Ég er ... (starf, t.d. hjúkrunarfræðingur, múrari, kennari, húsmóðir o.s.frv.)
  • Ég er að læra ... (nám, t.d. íslensku, efnafræði, lögfræði, hagfræði o.s.frv.)

kveðja

Vertu sæll og blessaður! / Vertu sæl og blessuð!

  

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 25.09.03]