kennarahandbók: gs nb  vb  ath  25.09.03

B R A G I

vinnustig   fólk: tala

Að kynnast fólki

meta kennsluefnið

Tilgangur (efni, aðalatriði, markmið)
  • Tillaga að fyrstu kennslustund. 
  • Kynna sig.
  • Persónufornöfn og fyrstu orðasambönd.
  • Tækifæri til að byrja námið með virkri þátttöku.
Fyrirfram þekking nemenda
  • Engin
Undirbúningur kennara
  • Athuga leikreglur.
Tillögur
  • Kennari kynnir sig: "Ég heiti XY. Hvað heitir þú?" og skrifar setningarnar á töfluna.
  • Hann endurtekur og biður nemendur um að endurtaka í kór.
  • Nemendur segja nafn sitt og spyrja næsta mann að nafni og ("Ég heiti XY; Hvað heitir þú?")
  • Nemendur skrifa nöfn sín á miða, rugla þeim og dreifa síðan. Þeir standa á fætur og leita að þeim sem er á miðanum með því að kynna sig fyrir ýmsum og spyrja að nafni ("Ég heiti XY; Hvað heitir þú?"). Þegar þeir hafa fundið þann rétta setjast þeir aftur.
  • Kennari kynnir tvo nemendur (konu og mann): "HÚN heitir XY." "HANN heitir YX" og skrifar orðasamböndin á töfluna. Nemendur kynna þann nemanda sem þeir voru búnir að finna ("Hann/hún heitir XY.") og sá/sú samþykkir: "JÁ, ég heiti XY." (e.t.v. "NEI, ég heiti XY."). Sá sem var kynntur heldur áfram.
Aðrir möguleikar
  • Sami leikur heldur áfram í hring með sessunautunum. E.t.v. er hægt að láta upptalninguna lengjast eftir því sem fleiri eru taldir upp: hann heitir XY, hún heitir XY, hann heitir XY o.s.frv. Að lokum reynir kennari á sama hátt að telja alla upp. Gott er að nota þennan lið sem upprifjun í byrjun næsta tíma.
Ítarefni
  •  
Annað sem má taka fram
  • Eftir kynningarleik: almenn atriði í sambandi við námskeiðið og BRAGA.
  • Heilsa: (orðatiltækið: góðan dag/inn, bless)
    1. "shaking hands" (Grammar games): nemendur ganga um í stofunni, heilsast án orða, leika (prófa ýmis tilbrigði með látbragði)
    2. Kennari bætir við "Góðan dag/inn" (skrifar það á töfluna); nemendur ganga um og heilsast með "góðan dag/inn"
    3. Nemendur nota orðatiltækið: "Góðan dag/inn, ég heiti XY. Hvað heitir þú?"

 

Vinnubók
  • Nemendur fá fyrsta námsbókarblaðið í hendurnar með nöfnum og íslensku stafrófi og eiga þeir að raða nöfnunum í stafrófsröð. Hver nemandi fær einn lista.

 

Samsetning hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tungumál hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stærð hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig gekk

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagsetning

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samsetning hópsins: gs 1/2 (grunnstig), fs 3/4 (framhaldsstig)   —  Tungumál hópsins: en(ska), þý(ska), fr(anska), sk(andínavíska), as(íumál), an(nnað)  —  Stærð hópsins: <6 (1-5), >6 (6-10), >10 (11-20), >20   —  Tími: 45/90/... min.  —   Hvernig gekk: ++ (mjög vel), + (vel), sæmilega (-), illa (--)

Meta síðuna

Lausn/svör



DE: Vorschläge für den Einstieg in die allererste Stunde:


 

 

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 25.09.03]