kennarahandbók: fs nb  vb  ath  25.09.03

B R A G I

vinnustig   fólk: hlusta

„Ein á forsetavakt“

meta kennsluefnið

Tilgangur (efni, aðalatriði, markmið)
  • Hlustunaræfing.
  • Orðaforði: föt.
  • Umræða.
Fyrirfram þekking nemenda
  • Geta fylgst með venjulegu talmáli.
  • Helstu orð yfir föt.
Undirbúningur kennara
  • Hljóðefni. [Þar til hljóðefni er ekki tilbúið verður kennari að lesa efnið sjálfur inn á snældu (sjá texta hér fyrir neðan).]
Tillögur
  • Nemendur lesa verkefni 1 fyrir hlustun.
  • Þeir hlusta á fyrsta hlutann án þess að hafa textann fyrir framan sig.
  • Kennari getur útskýrt erfið orð eins og "orða" (no.) og "til sóma".
  • Nemendur hlusta á stutta kafla í einu og vinna verkefnið jafnóðum, hlusta svo á allan textann í lokin og fara yfir svörin.
Aðrir möguleikar
  • Það má létta verkefnið með því að láta nemendur hafa textann á meðan þeir hlusta.
  • Þá er hægt að hlusta á allan textann í lokin án þess að horfa á textablaðið.
Ítarefni
  •  
Annað sem má taka fram

 

Vinnubók
  • Skrifa (eða segja) skrýtlu þar sem föt koma fyrir.

 

Samsetning hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tungumál hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stærð hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig gekk

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagsetning

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samsetning hópsins: gs 1/2 (grunnstig), fs 3/4 (framhaldsstig)   —  Tungumál hópsins: en(ska), þý(ska), fr(anska), sk(andínavíska), as(íumál), an(nnað)  —  Stærð hópsins: <6 (1-5), >6 (6-10), >10 (11-20), >20   —  Tími: 45/90/... min.  —   Hvernig gekk: ++ (mjög vel), + (vel), sæmilega (-), illa (--)

Meta síðuna

Lausn/svör


(1) Nemendur hlusta á viðtal Steinunnar Sigurðardóttur við Vigdísi Finnbogadóttur. Úr: Steinunn Sigurðardóttir: Ein á forsetavakt: Dagar í lífi Vigdísar Finnbogadóttur. Iðunn, 1988.

(2) 1. pels, síðbuxur, blússa; 2. sumarkjólar, hattar, sjal

(3) Nemendur eiga að gera sér grein fyrir hvers vegna setningaröðin í textanum er eðlileg. Til þess þarf e.t.v. að ræða um það.

Fyrstu þrjú atriðin er hægt að leysa vandræðalaust ef vel er hlustað.

(4) Erfitt atriði. Kennari getur íhugað hvort hann lætur nemendur hafa textann eftir fyrsta lestur. Alla vega verður að ræða um það að afloknu verkefni. Það getur þá leitt sjálfkrafa yfir í (5).

(5) Umræða: Nemendur fá tækifæri til að segja sína skoðun eða benda á önnur atriði í þessu sambandi.

Hlustunartexti:

(1) Eitt af því sem Vigdís Finnbogadóttir hefur vakið athygli fyrir er smekklegur og glæsilegur klæðaburður. „Ég vil vera þannig búin að það sé Íslandi til sóma. Ég hef mjög ákveðinn smekk og hugmyndir um hvernig föt ég vil ekki. Ég átti auðvitað lítið af fötum sem hentuðu, þegar ég varð forseti. Til dæmis átti ég ekki pels, og hafði ekki haft áhuga á því. Það var að mörgu að hyggja, meðal annars því að eiga föt sem bera orður. Og ég þurfti að gæta að því hvernig fólki ég var við hliðina á. Nú var ekki lengur hægt að bjarga sér með því að vera í síðbuxum og blússu.

(2) Ég verð að hyggja að því með fötin að kaupa fremur lítið hér á landi, því það getur orðið vandræðalegt ef ég er í eins fötum og aðrar konur. Það gerðist einu sinni skemmtileg saga, þegar ég var í heimsókn á eynni Mön. Þetta var að sumarlagi, og við vorum í sumarkjólum með hatta. Þegar Ragna Ragnars sendiherrafrú í London kemur á svæðið, þá er hún í alveg eins kjól og ég, en í öðrum lit, og henni bregður í brún. Hún hafði keypt sinn kjól í London, en ég minn á Íslandi. Það er nú svo að ég kaupi ekki alveg sérhönnuð föt. Nú ég fer bara að hlæja, og Ragna reynir að bjarga því sem bjargað verður með því að hengja utan á sig sjal. Svo kemur kona landstjórans á Mön niður, alveg glerfín, en þá tekur ekki betra við, því hún er með alveg eins hatt og ég, bara öðruvísi á litinn.

(3) Það besta er að geta verið á undan tískunni. Þá dettur mér í hug bláa víða kápan mín sem Vigdís Bjarnadóttir keypti á Ítalíu fyrir nokkrum árum. Það var alltaf verið að hrósa kápunni þegar hún var keypt, og ég er ennþá í henni. Þessi kápa var einmitt á undan tískunni og hún á ennþá vel við. Fyrsta veturinn sem ég var í henni var sagt: „Mikið ertu í fínni kápu.“ Næsta vetur hét hún „Nýjasta tíska“ og þar næsta „Bláa kápan.“ Nú orðið er sagt: „Mikið er þessi kápa alltaf falleg.“

(4) Ég verð líka að hafa í huga hvað passar vel á mynd. Við innsetninguna í embættið 1984 var búið að finna fyrir mig glæsilegt efni, með stórum svörtum rósum. En þarna þarf að hugsa um hvernig orðan muni fara. Ég sá strax að þetta yrði of skræpótt, líka vegna þess að karlmennirnir í kringum mig eru í einlitum fötum. Ég hef það fyrir reglu að vera yfirleitt ljósklædd. Bæði þykir mér það eiga vel við mig og svo vona ég líka að það birti yfir ranni þar sem ég er í ljósum fötum innan um dökkklæddan karlmannaskara. Allan tímann í kosningabaráttunni 1980 var ég ljósklædd."

Mynd 1: "Á Bessastöðum, í tilefni af leiðtogafundinum, haustið 1986. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Vigdís forseti."

Mynd 2: "Vigdís forseti og Jóhannes Páll páfi í Vatíkaninu árið 1986."

 

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 25.09.03]