kennarahandbók: gs  Reykjavík Menningarborg 2000  nb  vb  ath  25.09.03

B R A G I

FRUMSTIG   þjóðfélag: hlusta

Eyðublöð

meta kennsluefnið

Tilgangur (efni, aðalatriði, markmið)
  • Æfing í að skilja spurningar sem þarf að svara á opinberum stofnunum.
  • Útfylling eyðublaða.
Fyrirfram þekking nemenda
  • Kynning (ég heiti ...). 
  • Tölur í kk. og hk.
Undirbúningur kennara
  • Eyðublað af námsbókarsíðu eða önnur sem nemendur óska eftir, sjá ítarefni.
  • Fyrir leitina að Jóni Jónssyni: ljósrita aukalega eins margar síður og nemendur eru (ath. hvert útprentað blað í námsbók er fyrir tvo). Búa til persónu, Jón Jónsson, og skrifa eitt atriði inn á hvert blað. Hver kennari getur ákveðið hvort hann vill bæta við fleiri atriðum s.s. aldri, kyni, farsíma eða áhugamálum ef um stóran hóp er að ræða. Einnig þarf að gefa upp fleiri atriði ef hópurinn er minni.
Tillögur
  • Fara í spurningar og svör fyrir hvert atriði. E.t.v. ljósrita spurningarnar á baksíðu svo nemendur þurfi að leggja þær á minnið í hvert skipti.
  • Verkefnið er hugsað á tvo vegu:
  • (1) Nemendur fylla út annan helming blaðsins. Þeir spyrja svo þann sem situr á móti þeim spurninganna fyrir neðan (eins og þau séu á skrifstofu og þurfi að svara þessum spurningum). Allt skrifað niður. Nemendur hafa svo skipti á hlutverkum.
  • (2)  Leikur: Leitin að Jóni Jónssyni. Kennari þarf að hafa jafnmörg blöð og nemendur eru. Hann hugsar sér persónu og skrifar eitt atriði um hana á hvert blað. Hver nemandi hefur því bara eina vísbendingu um hver þetta er. Þeir þurfa því að ganga á milli og spyrja næsta nemanda: "Hvað heitir þú?" og ef nemandi hefur þær upplýsingar gefur hann þær, en ef ekki : "Því miður, ég veit það ekki". Þeir halda áfram þangað til allar upplýsingar um viðkomandi eru fundnar. Hver nemandi getur bara svarað einni spurningu. Að lokum er farið í hvern lið fyrir sig á töflu.
  • Ef kennari vill stytta leikinn geta nemendur svarað öllum þeim atriðum sem þeir hafa fundið.
Aðrir möguleikar
  • Hægt er að vinna með hvers konar eyðublöð í stað þess að nota námsbókarsíðu. Það er líka hægt að nota þau sem upprifjun á þessu verkefni.
  • Það má bæta við æfingu í notkun töluorða og láta nemendur segja síma- og svæðisnúmer sín. 
  • Aðrar síður: "Blaðamaður- viðtal" eða Áhugamál Jóns Jónssonar: "Áhugamál"
Ítarefni
  • Skattaskýrsla ( http://www.rsk.is/    > einstaklingar > framtöl og eyðublöð); tilkynning um breyttan dvalarstað og/eða búsetu (fæst hjá Hagstofunni).
Annað sem má taka fram
  • Það er hægt að spara pappír með því að setja tvö blöð á eitt og ljósrita og klippa í fjóra hluta í staðinn fyrir tvo.
  •  
  • Upplýsingar á raunverulegum eyðublöðum eru oft á fleiri tungumálum en það má mála yfir þær.

 

Vinnubók
  • Nemendur senda hver öðrum póstkort Íslandspósts, sem eru laus við sendingarkostnað, með tilkynningu um breytt póstfang og símanúmer.   Póstkortin er líka hægt að fá á pósthúsum.
  • Nemendur koma með ýmiss konar eyðublöð frá bönkum, sparisjóðum, og öðrum stofnunum. Umræða um eyðublöð sem nemendur hafa átt erfitt með að fylla út.

Mat á kennsluefni

Samsetning hópsins

2

1

2

1

4

2

2

 

 

 

Tungumál hópsins

en

en

en

þý

þý

þý

 

 

 

Stærð hópsins

>10

>10

>10

>10

>6

>6

>10

 

 

 

Tími

20/20

45/20

45nb

45

20 nb

20 vb

45 nb

 

 

 

Hvernig gekk

+

++

+

++

++

+

++

 

 

 

Dagsetning

7/00

7/00

7/00

8/00

3/01

3/01

3/01

 

 

 

Samsetning hópsins: gs 1/2 (grunnstig), fs 3/4 (framhaldsstig)   —  Tungumál hópsins: en(ska), þý(ska), fr(anska), sk(andínavíska), as(íumál), an(nnað)  —  Stærð hópsins: <6 (1-5), >6 (6-10), >10 (11-20), >20   —  Tími: 45/90/... min.  —   Hvernig gekk: ++ (mjög vel), + (vel), sæmilega (-), illa (--)

 

Frá kennurum

Magnús Hauksson, Vín:

Námsbók: Hengdi við æfinguna stuttri æfingu á töluorðum með því að láta nemendur segja hvernig síma- og póstnúmerin þeirra eru. Einnig spekúleruðum við í hvernig póstnúmerin og svæðisnúmerin eru í mismunandi hlutum í Austurríki

Vinnubók: Áður en verkefnið var unnið (í tíma) las ég með nemendum texta úr kennslubók Stanislaw Bartoszek og Anh-Dao Tran: Isländisch für Anfänger bls. 64 og 65 þar sem fjallað er um að taka út og skipta peningum í banka og útfyllingu viðeigandi eyðublaða. Mér finnst oft vanta meiri texta með verkefnunum í Braga og gott ef hægt er að finna eitthvað sem nýtist sæmilega með þeim.

Hópur 2: 

(1) Mjög skemmtilegt og gott blað. Tíminn var óvenjulegur vegna þess að hann fór fram á kaffihúsi. Þrátt fyrir það nýttist blaðið mjög vel og nemendur einbeittu sér ágætlega við leikinn (leitina að Jóni Jóns).

(2) Ég fór fyrst í spurningarnar sem þarf að nota til að geta leyst verkefnið, fór einn hring og spurði nemendur. Síðan deildi ég út miðum með upplýsingum um Jón. Nemendur fóru í raun og veru að tala íslensku hver við annan!!

(3) Bætti við miða um áhugamál Jóns (skák) því nemendur voru aðeins fleiri en liðirnir á blaðinu. Umræðan um áhugamál Jóns leiddi síðan til spurninga minna um áhugamál nemenda. Það er aðfari að verkefni í einhverjum næstu tímum þar sem ég mun nýta blað úr Braga þar sem fjallað er um áhugamál.

(4) Blaðið virðist nýtast vel í kennslu stúdenta jafnt og nemenda við Námsflokkana ef ég tek mið af reynslu minni frá síðasta sumri.

 

Vala S.Valdimarsdóttir, NFR Reykjavík:

Við að skrifa póstkortið kom vanþekking sumra, sem lítið gátu, vel í ljós. Gott fyrir kennara að sjá það. Nokkrir stóðu sig mjög vel, flestir í meðallagi. Skemmtilegt verkefni.

 

Þorbjörg Halldórsdóttir, NFR Reykjavík:

Notaði leikinn "Leitin að Jóni Jónssyni". Gekk vel fyrir utan það að einn nemandi gat ekki skilið út á hvað leikurinn gekk og neitaði að taka þátt.

  

Lausn/svör



[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 25.09.03]