B R A G I |
vinnustig þjóðfélag: hlusta |
|
Daglegt líf: gefins |
Skoðið gefins-smáauglýsingarnar og veljið eina, í þeim tilgangi að vera sá sem auglýsti. Þið eigið að ímynda ykkur hvað meira er hægt að segja um hlutinn/dýrið og hvaða spurningar þið getið fengið.
Þegar allir í kennslustofunni hafa valið eina auglýsingu á hver og einn að velja eina auglýsingu sem einhver annar valdi, í þeim tilgangi að hringja og spyrja um hlutinn/dýrið. Bætið við spurningum sem auglýsingin nær ekki yfir.
Heilsið og kynnið ykkur.
Varst þú að auglýsa _____________________ gefins í DV (dé vaff) ?
Ertu búin að gefa hann/hana/það/þá/þær/þau ?
Hvað viljiði vita um það sem á að gefa?
Hvað er það gamalt?
Hvernig er hún/hann... á litin/n?
Hvað er það stórt?
Er það vel með farið (far-inn/-in/-nir/-nar/-in) ?
Þarfnast það viðgerðar?
Má ég koma og skoða?
Sérstaklega um dýr:
Er kisan kassavön? (Gerir kisan allt í kassa)
Er hún/hann vön/vanur að fara út? ... (fara oft út?)
Má ég koma og sjá ... / Gæti ég fengið að koma og sjá ... ?
Óákveðin/n:
Ég ætla að hugsa málið. Má ég hringja á eftir/ á morgun ... ?
Ég þarf að tala við manninn minn/konuna mína ..., má ég hringja aftur ?
Ég er ekki viss um að þetta sé það sem ég er að leita að. Ég hringi kannski seinna ef ég má.
Búin/n að ákveða þig:
Því miður, ég held þetta passi ekki fyrir mig. En þakka þér samt kærlega fyrir.
Því miður, það er víst bannað að hafa dýr í blokkinni þar sem ég bý.
Ég ætla að bíða með þetta, þetta er ekki alveg það sem ég hafði hugsað mér.
Ég er að hugsa um að taka ______. Hvenær má ég sækja _____ ? ... og hvar ert þú til húsa/hvar áttu heima ?
Ég ætla að fá ______________. (ekki nota "fá" um dýr.) Má ég sækja ___________ núna ?
Mér líst mjög vel á lýsinguna/þetta. Hvar er þetta ? ... get ég komið kl. ... ? (Ég heiti ...)
[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]
[athugasemdir, 25.09.03]