B R A G I |
vinnustig Reykjavík: lesa |
|
Höfuðborgarsvæðið |
Íbúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu
voru samtals 171.519 hinn 1. desember sl. Íbúar á landinu öllu voru 278.702. Íbúar Reykjavíkur voru 1. desember 109.795 og hafði fjölgað um 1.433 frá árinu 1998. 53.853 karlar bjuggu þá í borginni en 55.942 konur. Síðastliðinn áratug hefur Reykvíkingum fjölgað um 13.068 manns. Nágrannasveitarfélögin Næstfjölmennasta sveitarfélag höfuðborgarsvæðisins er Kópavogur. Þar bjuggu 1.desember sl. 22.568 manns, 11.149 karlar og 11.419 konur. Í Garðabæ voru íbúar 7.927, 3.998 karlar og 3.939 konur. Í Hafnarfirði voru íbúar 19.136, 9.498 karlar og 9.638 konur, í Bessastaðahreppi voru íbúar 1434, 737 karlar en 697 konur. Í Mosfellsbæ voru 5.999 íbúar, 2.984 karlar og 3.015 konur. Á Seltjarnarnesi voru íbúar 44.660, 2.318 karlar en 2.342 konur. Fjölmennustu göturnar Fjölmennasta gata Reykjavíkur er nú eins og undanfarin ár Hraunbær. Þar voru íbúar 2.351 hinn 1. desember. Aðrar götur í borginni með fleiri en 600 íbúa eru: Kleppsvegur (1.591), Vesturberg (1.292), Háaleitisbraut (1.268), Langholtsvegur (996) ... Fámennustu göturnar 49 götur í borginni hafa 10 íbúa eða færri. Áberandi
eru þar götur í miðborginni, í iðnaðar- og verslunarhverfum og í götum í jaðri
skipulagðra svæða. |
Morgunblaðið, laugardaginn 8. janúar 2000
Eftir lestur textans, skoðið súluritin á myndinni.
Berið saman:
Eru fleiri íbúar á aldrinum 21-66 ára í Garðabæ en í Hafnarfirði?
Er munur á aldursskiptingu á svæðum 112 og 107 ?
Hversu margar konur búa í Reykjavík ? Eru það fleiri eða færri konur en í Kópavogi ?
Hversu margir voru Íslendingar 1.desember 1999?
Hversu stór hluti landsmanna býr á höfuðborgarsvæðinu?
Búið til sambærilegar spurningar og leggið fyrir samnemendur ykkar.
[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]
[athugasemdir, 25.09.03]