námsbók: fs Reykjavík Menningarborg 2000  vb  kh  ath  25.09.03

B R A G I

vinnustig   Reykjavík: lesa

Höfuðborgarsvæðið

 

171.519 íbúar á höfuðborgarsvæðinu

 

Íbúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu voru samtals 171.519 hinn 1. desember sl.  Íbúar á landinu öllu voru 278.702.
     Íbúar Reykjavíkur voru 1. desember 109.795 og hafði fjölgað um 1.433 frá árinu 1998.  53.853 karlar bjuggu þá í borginni en 55.942 konur. Síðastliðinn áratug hefur Reykvíkingum fjölgað um 13.068 manns.

Nágrannasveitarfélögin

Næstfjölmennasta sveitarfélag höfuðborgarsvæðisins er Kópavogur. Þar bjuggu 1.desember sl. 22.568 manns, 11.149 karlar og 11.419 konur. Í Garðabæ voru íbúar 7.927,  3.998 karlar og 3.939 konur. Í Hafnarfirði voru íbúar 19.136, 9.498 karlar og 9.638 konur, í Bessastaðahreppi voru íbúar 1434, 737 karlar en 697 konur. Í Mosfellsbæ voru 5.999 íbúar, 2.984 karlar og 3.015 konur. Á Seltjarnarnesi voru íbúar 44.660, 2.318 karlar en 2.342 konur.

Fjölmennustu göturnar

Fjölmennasta gata Reykjavíkur er nú eins og undanfarin ár Hraunbær. Þar voru íbúar 2.351 hinn 1. desember. Aðrar götur í borginni með fleiri en 600 íbúa eru:  Kleppsvegur (1.591), Vesturberg (1.292), Háaleitisbraut (1.268), Langholtsvegur (996) ...

Fámennustu göturnar

     49 götur í borginni hafa 10 íbúa eða færri. Áberandi eru þar götur í miðborginni, í iðnaðar- og verslunarhverfum og í götum í jaðri skipulagðra svæða.
     10 íbúar eru við Skildingatanga og Ármúla, 9 búa við Bolholt ...
     Fischersund hefur fimm íbúa eins og Kirkjugarðsstígur, Skógarhlíð, Skothúsvegur ...
     Tveir búa við Eldshöfða ...  Einn býr við Ánanaust, Súðavog, Faxafen ... og Suðurlandsbraut við Rauðavatn. Þá eru tveir íbúar skráðir í Viðey.
     Ofangreint kemur fram í upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Morgunblaðið, laugardaginn 8. janúar 2000

Verkefni

 

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 25.09.03]