Námsefni

Reykjavík
Lesa

Grunnstig
Námsbók
Vinnubók
Kennarahandbók   

Reykjavík Menningarborg 2000 

 

             

B R A G I 

> Forsíða
 

prenta
opna sér

25.09.03
athugasemdir

Árbær: húsagerð

meta kennsluefnið

Tilgangur (efni, aðalatriði, markmið)
  • Vinna með rauntexta: samhengi og eðlileg orðaröð. Orðaforði um efni og húsagerð
Fyrirfram þekking nemenda
  •  
Undirbúningur kennara
  • E.t.v. prenta út síður af vef Árbæjarsafns (smella á húsin).
Tillögur
  • Kennari getur byrjað á að tala um efni til húsagerðar.
  • Nemendur skoða húsin og svara krossaspurningum.
  • Hver nemandi segir frá hverju húsi eða nemendur í hóp skipta með sér svörum.
  • Ef nemendur eru ósammála má biðja þá um að skoða textann á vef Árbæjarsafns (nota tengla af síðunni) í heimavinnu og birta niðurstöður í næsta tíma.
Aðrir möguleikar
  • Fyrir stóra hópa eða sem viðbótarverkefni getur kennari prentað út vinnubókarsíðu (án texta) og beðið nemendur um að lýsa þeim húsum á sama hátt.
Ítarefni
  • kort af svæðinu (laga!)
Annað sem má taka fram
  •  

 

Vinnubók
  • Nemendur skoða textann og reyna að finna út hvaða texti á við hvaða hús.
  • Þeir geta notast við eðlilega setningaröð og þær upplýsingar sem fram koma í öðrum setningum sem við eiga og púslað saman heilsteyptum texta við hvert hús.
  • Þeir sem hafa aðgang að netinu geta unnið með felliglugga og valið þannig viðeigandi setningar.
  • Þeir geta svo hlustað á textann og borið saman við setningarnar sem búið var að raða saman.
  • Í næsta tíma er hlustað á textana í heild og rætt um hvort nemendur hafi haft aðrar tillögur.

Mat á kennsluefni

Samsetning hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tungumál hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stærð hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig gekk

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagsetning

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samsetning hópsins: gs 1/2 (grunnstig), fs 3/4 (framhaldsstig)   —  Tungumál hópsins: en(ska), þý(ska), fr(anska), sk(andínavíska), as(íumál), an(nnað)  —  Stærð hópsins: <6 (1-5), >6 (6-10), >10 (11-20), >20   —  Tími: 45/90/... min.  —   Hvernig gekk: ++ (mjög vel), + (vel), sæmilega (-), illa (--)

Frá kennurum

(1) 

  

Lausn/svör við námsbók


Hvernig lítur húsið út?

Lauga-
vegur 62

Efsti-
bær

Þingholts-
stræti

Líkn
  

Árbær
(eldsmiðja)

Dillons-
hús

Húsið er úr timbri.
Húsið er hlaðið úr steini.
Húsið er að hluta til steinsteypt.
Húsið er klætt bárujárni. ?
Þakið er úr timbri. ?
Þakið er með þakhellum.
Þakið er úr torfi.
Þakið er klætt bárujárni.
Húsið er ein hæð og ris.
Húsið er ein hæð (einlyft hús).
Húsið er tvær hæðir (tveggja hæða hús).

  

Hver bjó í húsinu?

Lauga-
vegur 62

Efsti-
bær

Þingholts-
stræti

Líkn
  

Árbær
(eldsmiðja)

Dillons-
hús

Í húsinu bjó alþýðufólk. ?
Í húsinu bjó heldra fólk.
Húsið var ekki íbúðarhús.

  

Lausn/svör við vinnubók


A
1. Kirkjan í Árbæjarsafni er af þeirri gerð sem víða var í sveitum á 19. öld.

2. Hún var upphaflega á Silfrastöðum í Skagafirði.

3. Útveggir hennar eru hlaðnir úr torfi og grjóti og sömuleiðis er á henni torfþak

4. Haldnar eru almennar messur á sumrin og á aðventunni og auk þess er hægt að leigja hana fyrir skírnir og brúðkaup.

B
b1rlg2_arbaer_U0001613.gif (46053 Byte)
1. Bæjarhúsin í Árbæ eru einu hús safnsins sem eru á sínum upprunalega stað.

2. Þar bjó alla tíð óbreytt alþýðufólk sem stundaði búskap (bændur).

3. Húsin standa hlið við hlið eins og torfbæirnir voru og sýna millistig frá torfbænum til timburhússins.

4. Þau eiga að sýna íslenska sveitamenningu á safninu til mótvægis við bæjarmenninguna.

C
b1rlg2_arbaer_U0001615.gif (63491 Byte)
1. Fjárhús er við Árbæinn.

2. Þar er ekki haft fé lengur.

3. Veggir þess voru hlaðnir úr torfi og grjóti, þakgrind úr timbri og torf lagt yfir.

4. Hesthús af sömu gerð stendur einnig í túni Árbæjar.

D
b1rlg2_arbaer_U0001603.gif (43145 Byte)
1. Húsið Nýlenda var reist 1872 og heitir Nýlendugata eftir því. 

2. Þeir sem þar bjuggu stunduðu fiskveiðar á opnum árabátum og unnu þess á milli ýmis störf í landi, m.a. við fiskverkun. 

3. Nýlenda er steinbær því langveggir hússins eru hlaðnir úr tilhöggnu grjóti en að öðru leyti er húsið úr timbri. 

4. Slík timburhús tóku smám saman við af torfbæjum, en Reykjavík var á þessum tíma þyrping tómthúsmannabýla (hús verkamann sem fengu mjög litla jörð til afnota).

E
b1rlg2_arbaer_U0001594.gif (48587 Byte)
1. Húsið Laufásvegur 31 var reist árið  1902 sem heldri manna bústaður. 

2. Hannes Thorarensen kaupmaður  og fjölskylda bjó þar fram til 1967. 

3. Það er timburhús, klætt bárujárni og með svonefndu svæserlagi. Gluggaumbúðir eru íburðamiklar og breið þakbrún með útskurði.  

4. Árið 1967 keypti breska sendiráðið húsið.

F
b1rlg2_arbaer_U0001593.gif (34342 Byte)
1. Læknisbústaðurinn frá Kleppi var reistur árið 1907. 

2. Hann var reistur til íbúðar fyrir yfirlækni og annað starfsfólk fyrsta geðsjúkrahúss á Íslandi. 

3. Húsið er reist í klassískum stíl og var tengt spítalanum með tengibyggingu. 

4. Þórður Sveinsson geðlæknir bjó á fyrstu hæð hússins ásamt fjölskyldu sinni 1907-1940.

 

Verkefni

 

1 Hvað heitir húsið?
  • Tvö fjárhús voru við Árbæinn.
  • Húsið Nýlenda var reist 1872 og heitir Nýlendugata eftir því.
  • Bæjarhúsin í Árbæ eru einu hús safnsins sem eru á sínum upprunalega stað.
  • Læknisbústaðurinn frá Kleppi var reistur árið 1907.
  • Húsið Laufásvegur 31 var reist árið  1902 sem heldri manna bústaður.
  • Kirkjan í Árbæjarsafni er af þeirri gerð sem víða var í sveitum á 19. öld.
2 Hverjir bjuggu þar?
  • Þeir sem þar bjuggu stunduðu fiskveiðar á opnum árabátum og unnu þess á milli ýmiss störf í landi, m.a. við fiskverkun.
  • Hann var reistur til íbúðar fyrir yfirlækni og annað starfsfólk fyrsta geðsjúkrahúss á Íslandi.
  • Hún var upphaflega á Silfrastöðum í Skagafirði.
  • Annað þeirra hefur verið hlaðið upp að nýju og stendur við Árbæinn, en hitt húsið er nú ekki sýnilegt.
  • Hannes Thorarensen kaupmaður  og fjölskylda bjó þar fram til 1967.
  • Þar bjó alla tíð óbreytt alþýðufólk sem stundaði búskap (bændur).
3 Hvernig er húsið byggt?
  • Það er timburhús, klætt bárujárni og með svonefndu svæserlagi. Gluggaumbúðir eru íburðamiklar og breið þakbrún með útskurði.
  • Veggir þeirra voru hlaðnir úr torfi og grjóti, þakgrind úr viði og torf lagt yfir.
  • Útveggir hennar eru hlaðnir úr torfi og grjóti og sömuleiðis er á henni torfþak.
  • Húsið er reist í klassískum stíl og var tengt spítalanum með tengibyggingu.
  • Nýlenda er steinbær því langveggir hússins eru hlaðnir úr tilhöggnu grjóti en að öðru leyti er húsið úr timbri.
  • Húsin standa hlið við hlið eins og torfbæirnir voru og sýna millistig frá torfbænum til timburhússins.
4 Hvað er sérstakt við húsið?
  • Þórður Sveinsson geðlæknir bjó á fyrstu hæð hússins ásamt fjölskyldu sinni 1907-1940.
  • Haldnar eru almennar messur á sumrin og á aðventunni og auk þess er hægt að leigja hana fyrir skírnir og brúðkaup.
  • Hesthús af sömu gerð stendur einnig í túni Árbæjar.
  • Árið 1967 keypti breska sendiráðið húsið.
  • Þau eiga að sýna íslenska sveitamenningu á safninu til mótvægis við bæjarmenninguna.
  • Slík timburhús tóku smám saman við af torfbæjum, en Reykjavík var á þessum tíma þyrping túmthúsmannabýla (hús verkamann sem fengu mjög litla jörð til afnota).

  

^