námsbók: gs Reykjavík Menningarborg 2000  vb  kh  ath  25.09.03

B R A G I

vinnustig   þjóðfélag: lesa

Íslenskar konur á Grænlandsjökli

24 dagar í snjó og kulda á Grænlandsjökli

 

Þórey Gylfadóttir
33 ára, kennari.
"Ég varð að gera eitthvað mikið, fara eitthvað langt."

  

Anna María Geirsdóttir
35 ára, vefari og myndlistarmaður.
"Mig langaði yfir Grænlandsjökul."

  

Dagný Indriðadóttir
33 ára, flugumferðarstjóri.
"Mig langaði að prófa eitthvað nýtt."
María Dögg Hjörleifsdóttir
22 ára, háskólanemi og barþjónn.
"Ég leita mér alltaf að stærra markmiði til að takast á við."

  

Úr dagbók

13. maí

Hinn daglegi matseðill hljóðar svo: Í morgunmat er bræddur snjór í neysluvatn og hellt út á múslí. Stundum er hrökkbrauð eða eitthvað annað með. Í morgunkaffi (um 10-leytið) er súkkulaði og djús eða te, í hádegismat er harðfiskur, kex, rúllupylsur, pepperoni, spægipylsur og mikið af smjöri, í miðdegiskaffi (um 3-leytið) er súkkulaði, te eða orkudrykkur og seinna í miðdegiskaffi (um 6-leytið) er það sama. Í kvöldmatinn er þurrmatur, stundum með pepperoni eða osti og bragðbættur með hvítlauksdufti og miklu af smjöri. Með er drukkið ávaxtate og svart te. Ekkert kaffi er drukkið í ferðinni þar sem það gleymdist að pakka því með, Dagnýju til mikillar hrellingar.    

17. næturstaður: ... í u.þ.b. 2060 m hæð.
18. ferðadagur: lagt að baki: 324 km.

Vera, 3. tbl. 1998

  

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 25.09.03]