24 dagar í snjó og kulda á Grænlandsjökli
Þórey Gylfadóttir 33 ára, kennari. "Ég varð að gera eitthvað mikið, fara eitthvað langt."
|
Anna María Geirsdóttir 35 ára, vefari og myndlistarmaður. "Mig langaði yfir Grænlandsjökul."
|
Dagný Indriðadóttir 33 ára, flugumferðarstjóri. "Mig langaði að prófa eitthvað nýtt." |
María Dögg Hjörleifsdóttir 22 ára, háskólanemi og barþjónn. "Ég leita mér alltaf að stærra markmiði til að takast á við." |
Úr dagbók 13. maí Hinn daglegi matseðill hljóðar svo: Í morgunmat er bræddur snjór í neysluvatn og hellt út á múslí. Stundum er hrökkbrauð eða eitthvað annað með. Í morgunkaffi (um 10-leytið) er súkkulaði og djús eða te, í hádegismat er harðfiskur, kex, rúllupylsur, pepperoni, spægipylsur og mikið af smjöri, í miðdegiskaffi (um 3-leytið) er súkkulaði, te eða orkudrykkur og seinna í miðdegiskaffi (um 6-leytið) er það sama. Í kvöldmatinn er þurrmatur, stundum með pepperoni eða osti og bragðbættur með hvítlauksdufti og miklu af smjöri. Með er drukkið ávaxtate og svart te. Ekkert kaffi er drukkið í ferðinni þar sem það gleymdist að pakka því með, Dagnýju til mikillar hrellingar. 17. næturstaður: ... í u.þ.b. 2060 m hæð. |
Vera, 3. tbl. 1998
[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]
[athugasemdir, 25.09.03]