námsbók: gs Reykjavík Menningarborg 2000  vb  kh  ath  25.09.03

B R A G I

VINNUSTIG   saga: hlusta

Saga daganna: jólakveðjur

Elsta íslensk jólakveðja sem fundist hefur er í bréfi frá Brynjólfi biskupi Sveinssyni 7. janúar 1667 sem hann endar á þessa leið:

Með ósk gleðilegra jóla, farsællegs nýja árs,
og allra góðra heillastunda í Vors Herra nafni
Amen.

Fyrsta jóla-og nýárskort í heiminum var hinsvegar gefið út í Englandi árið 1843, þrem árum eftir að frímerkið var fundið upp. Sending jóla- og nýárskorta breiddist eftir það hratt út um alla Evrópu og Norður-Ameríku á 19. öld.

Fyrstu jólakortin komu á markað á Íslandi kringum 1890 og voru dönsk eða þýsk.  Nokkru eftir aldamót var byrjað að gefa út íslensk jóla- og nýárskort. Í fyrstu voru einkum á þeim myndir af landslagi eða einstökum kaupstöðum en seinna komu teiknuð kort til sögunnar.

Um jólin 1932 byrjaði Ríkisútvarpið að senda jóla- og nýárskveðjur og voru þær í fyrstu einkum til sjómanna á hafi úti.

 

Árni Björnsson: Saga daganna, bls. 372. Mál og menning, 1993.

 

Einstaklingsverkefni

Hópvinna

Jólakort (Ljósmyndasafn Reykjavíkur)

 

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 25.09.03]