Verkefni 1
- Lesið lýsingar á ferðum út í heim sem kennari dreifir í tíma eða hefur lagt
fyrir sem heimavinnu.
- Gerið ferðalýsingu til:
- heimalands ykkar
- borgar í ykkar heimalandi
- staðar í ykkar heimalandi
- eða einhvers staðar/lands sem þið hafið sérstakt dálæti á
Hafið eftirfarandi atriði í huga við lýsinguna (ekki tæmandi listi):
- Lýsingu á landi og þjóð (t.d. staðsetningu í heiminum, landslagi, hvernig
fólkið, veðurfar o.fl. er).
- Lýsingu á staðnum sem þið ætlið að fjalla um (auglýsa).
- Gistimöguleika (hótel (+stjörnur), farfuglaheimili, heimagistingu,
tjaldstæði, gistiheimili ... o.fl.)
- Hvað hægt er að gera (afþreying s.s. söfn, (sögu)frægar byggingar,
náttúruperlur, veitingahús, skemmtanalíf, gönguleiðir o.fl.).
- Myndir.
Verkefni 2
- Útbúið greinargerð/auglýsingu með myndum og texta.
[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]
[athugasemdir, 25.09.03]