kennarahandbók: fs Reykjavík Menningarborg 2000  nb  vb  ath  25.09.03

B R A G I

VINNUSTIG   Ísland: lesa

Komdu og sjáðu, sjón er sögu ríkari!

meta kennsluefnið

Tilgangur (efni, aðalatriði, markmið)
  • Sagnorð í boðhætti.
  • Lýsingar sem tengjast upphrópunum um ágæti staða (eða vöru).
  • Lýsingar á borgum, borgarsamfélagi, menningu og stofnunum/byggingum.
  • Lýsingar á afþreyingu.
  • Lýsingarorð sem tengjast landslagi, fegurð eða sérstæði þess.
  • Lýsingarorð sem tengjast t.d. "þjóðarkarakter", "lýsa landi og þjóð" og/eða Íslandi.
Fyrirfram þekking nemenda
  • Ágætt að fólk hafi gert Bragasíðu Á farfuglaheimili áður, svo þau séu kunnug einhverjum orðaforða í ferðaþjónustu.
Undirbúningur kennara
  • Litprentaðir bæklingar á ferðaskrifstofum eru ókeypis og eru tilvaldir sem lesefni til undirbúnings.  Oftast er töluverður fjölbreytileiki og fólk fær lýsingar á einhverju í sínu landi eða landi með t.d. svipað veðurfar og lýsing á menningu og þjóðarkarakter binst gjarnan sömu lýsingarorðum.
  • Á www.leit.is er sérstakur undirliður sem heitir "utanlandsferðir" þar sem hægt er að prenta út lýsingar á ferðum frá hinum og þessum ferðaskrifstofum og þar væri líklega hægt að fá lýsingar á einhverjum stöðum frá þeim löndum, sem nemendur koma frá.   (Þar sem skortur er á litprentuðu efni, þá væri tilvalið að prenta út í lit, ef myndir fylgja lýsingunni.)
  • (Ef kennari velur að fólk geri auglýsingar): Karton í mismunandi litum, "post-it" miða í alls konar litum (frekar stóra) eða þunnan pappír í mismunandi litum, límstifti (eða annað lím), tússliti, skæri og annað til að skreyta auglýsingarnar sem hugmyndaflug kennara og nemenda býður upp á.
  • Biðja nemendur að koma með mynd ef þau eiga af staðnum sem þau ætla að fjalla um.
Tillögur
  • Nemendur lesi eina til tvær lýsingar á ferðum til einhvers lands (eða síns lands)/staðar.   Hugsanlega heimavinna.
  • Getur verið gaman að fara yfir helstu slagorðin í ferðamanna"bransanum" sem eru mismunandi á milli ára.  ("Komdu með út í heim"..."sjón er sögu ríkari"........ sjá nánar leit.is utanlandsferðir)
  • Nemendur geri svo lýsingu á ferð til síns heimalands eða einhvers staðar/lands sem þau hafa sérstakt dálæti á.
  • Lýsingin styðst við Bragasíðu sama efnis (og/eða aðrar hugmyndir kennara).
  • Eigi fólk ekki mynd af staðnum sem þau ætla að lýsa má klippa út úr ferðabæklingum eitthvað sem er táknrænt ef fólk treystir sér ekki til að teikna.
Aðrir möguleikar
  • Gera verkefni eitt og tvö hvort í sínum tímanum.
  • Nemendur geri eingöngu lýsingar á eigin heimaslóðum.
Ítarefni
Annað sem má taka fram
  • Ferðaskrifstofubæklingar eru oftast vel prófarkalesnir og á frekar góðu máli.   Vefsíðurnar eru oft svolítið "poppaðar" og ekki alltaf vandað til prófarkar á þeim en eru þó eins misjafnar og þær eru margar (sjón er sögu ríkari!).

 

Vinnubók
  •  

 

Samsetning hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tungumál hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stærð hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig gekk

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagsetning

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samsetning hópsins: gs 1/2 (grunnstig), fs 3/4 (framhaldsstig)   —  Tungumál hópsins: en(ska), þý(ska), fr(anska), sk(andínavíska), as(íumál), an(nnað)  —  Stærð hópsins: <6 (1-5), >6 (6-10), >10 (11-20), >20   —  Tími: 45/90/... min.  —   Hvernig gekk: ++ (mjög vel), + (vel), sæmilega (-), illa (--)

Meta síðuna

Lausn/svör


 

 

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 25.09.03]