kennarahandbók: gs > Reykjavík Menningarborg 2000 nb vb  ath  25.09.03

B R A G I

vinnustig   fólk: hlusta

Mannanöfn

meta kennsluefnið

Tilgangur (efni, aðalatriði, markmið)
  • Tillaga að fyrsta hlustunarverkefni.
  • Mannanöfn sem beygjanleg nafnorð.
  • Stafrófsröð.
  • Nafnakerfið.
Fyrirfram þekking nemenda
  • Byrjendaefni.
Undirbúningur kennara
Tillögur
  • Nemendur hlusta fyrst á nafnaþulu og reyna að hlusta eftir hvers konar texti þetta er (getur þurft að spila hana nokkrum sinnum eftir því hversu miklar upplýsingar safnast hjá nemendum).
  • Nemendur hlusta á upplestur nafna.
  • Hver nemandi raðar einum nafnadálki í stafrófsröð.
  • Listarnir eru lesnir upphátt.
  • Á eftir er hægt að ræða um hvort einhverjar meginbreytingar hafi orðið á nöfnum (t.d. mörg Þórsnöfn á fyrri öldum).
  • Finna fimm algengustu kvenmanns/karlmannsnöfnin (gjarnan í hópvinnu, þar sem listarnir eru bornir saman).
  • Ræða um algengar byrjanir og endingar á kvenmanns/karlmannsnöfnum.
  • Safna saman nöfnum sem enda á -i og -a. Þá eru komin orð sem beygjast eins og tími og stofa (vb. no.).
Aðrir möguleikar
  •  
Ítarefni
  • Símaskráin. Hægt er að gera æfingar:
  • Hvað eru margar konur í Reykjavík sem heita Guðrún Jónsdóttir?
  • Finnið fólk sem þið þekkið í símaskránni.
  • Finnið fræg nöfn í símaskránni.
  • meira um efnið: Árni Björnsson: Merkisdagar á mannsævinni (1996)
Annað sem má taka fram
  •  

 

Vinnubók
  • Lesa og hlusta á nafnaþulu.
  • Lesa texta úr lögum um mannanöfn (e.t.v. bara sem ítarefni; Þar eru þó einfaldar setningar sem þeir sem þekkja íslenska nafnakerfið eiga auðvelt með að ráða í.  Í því sambandi er hægt að útskýra nafnakerfið) .
  • Útbúa eigið ættartré. Kennari verður að aðstoða við að finna mögulegar eignarfallsendingar eða athuga hvort til er samsvarandi nafn á íslensku (mjög tímafrekt hjá stórum bekkjum og nægir þá að búa til eigið "föðurnafn"). Markmiðið er að nemendur geri sér grein fyrir að önnur hugsun stendur að baki íslenska nafnakerfinu. Getur t.d. komið í ljós að nemendur þekkja ekki skírnarnafn afa eða ömmu.  Þetta er einnig tækifæri til að ræða um lög um mannanöfn ef áhugi er fyrir því hjá bekknum og kennara.
Tilgangur (efni, aðalatriði, markmið)
  • Læra að hlusta eftir einkennum málsins; æfing í að ráða í efni án þess að skilja textann.
Fyrirfram þekking nemenda
Undirbúningur kennara
Tillögur
  • Nafnaþula (mp3, frá geisladiskinum raddir/voices):
  • Nemendur hlusta á nafnaþulu og reyna að hlusta eftir því hvað þetta er.
  • Smám saman (e.t.v. með því að hlusta oftar eða með smá hjálp kennara) finna þeir út að þetta eru nöfn; upptalning á nöfnum; ættartal.
  • Kennari dreifir nb-blaðinu og nemendur hlusta enn á þuluna og lesa með.
  • Þeir fá blaðið og lesa innganginn að kvæðinu og leita að upplýsingum (Hver kveður? Hvað þýðir f. á undan ártali? Hver er manneskjan sem talin er upp fyrir neðan? o.s.frv.) þar til hægt er að skilja textann í sameiningu.
Aðrir möguleikar
  •  

     

Ítarefni
  • Íslensk niðjatöl.
  • Íslendingasögurnar byrja oft á langfeðgatali.
Annað sem má taka fram
  • Listi af nöfnum í nf. og ef. og nemendur eiga að búa til nafnaþulu.

 

 

Samsetning hópsins

gs1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tungumál hópsins

an, en, is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stærð hópsins

>10

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími

45/45

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig gekk

++

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagsetning

6/00

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samsetning hópsins: gs 1/2 (grunnstig), fs 3/4 (framhaldsstig)   —  Tungumál hópsins: en(ska), þý(ska), fr(anska), sk(andínavíska), as(íumál), an(nnað)  —  Stærð hópsins: <6 (1-5), >6 (6-10), >10 (11-20), >20   —  Tími: 45/90/... min.  —   Hvernig gekk: ++ (mjög vel), + (vel), sæmilega (-), illa (--)

Meta síðuna

Frá kennurum

(1) Fólki fannst verkefnið sérlega áhugavert, fundu þarna "vini og vandamenn" og bættu hiklaust við nöfnum í talæfingu "ég þekki mann sem heitir.." sem tók þá til þeirra reynsluheims en ekki bara nafnalistanna. 

(2) Heilmikið rætt um mannanafnalög og útlendinga nú og fyrr. 

(3) Þeim fannst sérlega áhugavert að velta fyrir sér breytingum á nöfnum á milli tímabila. 

(4) Fyrsti hópurinn sem ég kenni, sem fannst það virkilega spennandi að raða nöfnunum í stafrófsröð, og er líklega vegna þess að þau voru orðin svo flink í íslenska stafrófinu.. sungu meira að segja sum við röðunina, sem smitaði út frá sér!

Gígja Svavarsdóttir, NFR Reykjavík.

  

Lausn/svör


Þulan í heild sinni:

Sólveig fæddist á Ytrafjalli í Aðaldal en var húsfreyja á Syðribrekkum í Sauðaneshreppi í N-Þingeyjarsýslu. Þuluna lærði hún af ömmu sinni Sigurlaugu Jósepsdóttur (1846-1933), en hún hafði lært hana af ömmu sinni. Tekið upp 19. ágúst 1969 á Syðribrekkum af Helgu Jóhannsdóttur og Jóni Samsonarsyni.

Bárður Björgúlfsson
Björgúlfur Hringsson
Hringur Hreiðarsson
Hreiðar Garðsson
Garður Gunnarsson
Gunnar Refsson
Refur Ráðfinnsson
Ráðfinnur Kolsson
Kolur Kjörvaldsson
Kjörvaldur Bjórsson
Bjór Brettingsson
Brettingur Hakason
Haki Óðinsson
Óðinn kóngur allra trölla faðir.
Upp er runninn dagur
bæði ljós og fagur.
Úti stendur tík mín í túni
týndi ég honum Trampa-Jóni
þar trúi ég hann fúni.
Gott er að ríða
sandana mjúka
það gerir ekki hestana sjúka
látum yfir steinana strjúka
það gerir á bæjunum rjúka.
Konur bera mat á borð
breiða niður dúka
við skulum ekki skyrinu öllu
úr Skagafirði ljúka.
Komdu út, Kjúka.

 

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 25.09.03]