kennarahandbók: gs Reykjavík Menningarborg 2000  nb  vb  ath  25.09.03

B R A G I

vinnustig   þjóðfélag: tala

Neyðarnúmer

Tilgangur (efni, aðalatriði, markmið)
  • Gefa upplýsingar um sjálfan sig.
  • Helstu götuheiti og beyging þeirra.
  • Tölur í karlkyni.
  • Þjálfa framburð á "lögregla, sjúkralið/sjúkrabíll, slökkvilið".
Fyrirfram þekking nemenda
  • Ekki mikil. Hugsað fyrir byrjendur.
Undirbúningur kennara
  • Símaskrá.
Tillögur
  • Umræða um viðbrögð við erfiðar aðstæður eins og slys eða mikil veikindi þar sem þarf að hringja eftir hjálp, t.d. mikilvægi þess að halda ró sinni.
  • Nemendur snúa bökum saman um leið og þeir spyrja spurninganna.
  • Ekki er ætlast til að textinn sé lesinn.
Aðrir möguleikar
  • Það er líka hægt að setja þetta upp sem símtal við Neyðarlínuna.
  • Fyrir kennslu erlendis má nota símaskrá til að búa til heimilisföng nemenda fyrir verkefnið. Símaskrá á netinu: http://www.simaskra.is/
  • Má nota seinna þegar líkamshlutar og sjúkdómar koma til sögunnar.
Ítarefni
  • Neyðarnúmer eru líka í dagblöðum.
Annað sem má taka fram
  • Kennari getur bent á upplýsingar varðandi neyðarlínuna: Samkvæmt upplýsingum frá 112 þurfa þeir fyrst að vita hvar fólk er, svo hvernig þjónustu það þarf (lögreglu, sjúkrabíl, slökkvilið) því bílar eru strax ræstir út og sendir á staðinn þó svo að allar upplýsingar liggi ekki fyrir. 112 hefur samning við túlkaþjónustu nýbúa og getur því útvegað túlk ef þess er þörf.  Sú þjónusta spannar mjög mörg tungumál. Á vakt er alltaf enskumælandi, einhver sem talar Norðurlandamál, oft er einhver sem talar þýsku og eins er einn starfsmaður sem talar rússnesku og nokkur önnur tungumál. Þó að 112 sé bara sett upp fyrir hluta af höfuðborgarsvæðinu í símaskránni er þetta númer fyrir allt landið. 112  er neyðarnúmer í flestum löndum Evrópu.
  • Ef nemendur skilja hver annan er líklegt að fólkið á Neyðarlínunni skilji þá líka.

 

Vinnubók
  • Aðrir möguleikar: Þegar fólk æfir sig í að skrifa upp símanúmerin má nota síðuna: Stafrófið vb.
  • Sambærilegar síður: "Eyðublöð"

 

Samsetning hópsins

1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tungumál hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stærð hópsins

>10

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími

90

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig gekk

++

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagsetning

8/00

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samsetning hópsins: gs 1/2 (grunnstig), fs 3/4 (framhaldsstig)   —  Tungumál hópsins: en(ska), þý(ska), fr(anska), sk(andínavíska), as(íumál), an(nnað)  —  Stærð hópsins: <6 (1-5), >6 (6-10), >10 (11-20), >20   —  Tími: 45/90/... min.  —   Hvernig gekk: ++ (mjög vel), + (vel), sæmilega (-), illa (--)

Meta síðuna

Frá kennurum

Þetta voru mjög lifandi tímar. Ég fékk fullt af praktískum spurningum í sambandi við Neyðarlínuna og önnur mikilvæg símanúmer; við fórum einnig í orð tengd slysum og veikindum og nemendurnir voru enn áhugasamari og virkari en venjulega. Textinn fannst þó flestum nokkuð þungur.

Gígja Svavarsdóttir, NFR.

 

Lausn/svör




 

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 25.09.03]