Forsíðumynd Árbókar Ferðafélags Íslands 1986 |
"Það eiga allir að ganga á Helgafell. Ef farið er eftir settum reglum fær maður þrjár óskir uppfylltar," segir Jóhanna Guðmundsdóttir ferðamálafulltrúi í Stykkishólmi. "Gangan á að hefjast við leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur í kirkjugarði Helgafellskirkju. Þar eiga göngumenn að biðjast fyrir, signa sig og gera krossmark yfir leiðinu. Þá er lagt af stað og gengið eftir stíg sem liggur upp fellið. Á leiðinni má hvorki líta til hægri né vinstri, og síst af öllu má líta um öxl. Göngumenn verða líka að þegja hvað sem á dynur. Þegar upp er komið á að ganga inn í rústir sem snúa til austurs. Til forna var klaustur á Helgafelli og talið er að þetta séu rústir gamallar kapellu. Þar í rústunum ber göngumaðurinn upp þrjár óskir í hljóði. Ekki má segja öðrum óskirnar fyrr en þær hafa ræst. Allar óskir verður að bera upp af góðum hug. Auk óskanna fær fólk í bónus afskaplega fallegt útsýni uppi á Helgafelli," segir Jóhanna.
|
Ef ég ætti þrjár óskir myndi ég ...
|
Ef ég ætti þrjár óskir myndi ég óska mér að ...
|
|
[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]
[athugasemdir, 25.09.03]