kennarahandbók: fs Reykjavík Menningarborg 2000  nb  vb  ath  25.09.03

B R A G I

vinnustig   náttúra: lesa

Óskir rætast á Helgafelli

meta kennsluefnið

Tilgangur (efni, aðalatriði, markmið)
  • Óraunsæjar óskir.
  • Notkun viðtengingarháttar.
Fyrirfram þekking nemenda
  • Beygingarmyndir viðtengingarháttar.
Undirbúningur kennara
  • Litlir miðar fyrir leikinn.
  • E.t.v. efni um Guðrúnu Ósvífursdóttur, sjá "ítarefni".
Tillögur
  • Nemendur lesa textann og kynnast "undrum" Helgafells.
  • Þeir skrifa niður óskir sínar í nh. og breyta síðan í vh.
Aðrir möguleikar
  • Verkefnin eru grunnhugmyndir en markmiðið er að nemendur noti hugmyndaflugið til að búa til eigin setningar.
  • Nemendur búa til fleiri setningar í nafnhætti eins og í verkefni 2 og breyta þeim síðan í vh.
Ítarefni
  • Laxdæla, t.d. hjá Netútgáfunni (http://www.snerpa.is/net/isl/laxdal.htm). Viðkomandi klausa er alveg í niðurlagi sögunnar rétt á undan Bolla þætti Bollasonar: "Guðrún varð gömul kona og er það sögn manna að hún yrði sjónlaus. Guðrún andaðist að Helgafelli og þar hvílir hún."
Annað sem má taka fram
  •  

 

Vinnubók
  • Vb. byggir á nb.
  • Nemendur breyta setningunum sem upp eru gefnar í vh. en um leið þurfa þeir að breyta setningunum töluvert.
  • Að lokum bæta þeir eigin setningum við og vinna þær á sama hátt.

 

Samsetning hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tungumál hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stærð hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig gekk

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagsetning

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samsetning hópsins: gs 1/2 (grunnstig), fs 3/4 (framhaldsstig)   —  Tungumál hópsins: en(ska), fr(anska), sp(ænska), sk(andínavíska), þý(ska), as(íumál), an(nnað)  —  Stærð hópsins: <6 (1-5), >6 (6-10), >10 (11-20), >20   —  Tími: 45/90/... min.  —   Hvernig gekk: ++ (mjög vel), + (vel), sæmilega (-), illa (--)

Meta síðuna

Lausn/svör


   

Upphaflegur texti, eins og hann er lesinn inn

"Það eiga allir að ganga á Helgafell. Ef farið er eftir settum reglum fær maður þrjár óskir uppfylltar," segir Jóhanna Guðmundsdóttir ferðamálafulltrúi í Stykkishólmi.

Settar reglur eru þær að gangan á að hefjast við leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur í kirkjugarði Helgafellskirkju.

Þar eiga göngumenn að gera sína bæn, signa sig og gera krossmark yfir leiðinu. Þá er lagt af stað og gengið eftir stíg sem liggur upp í fellið.

Á leiðinni má hvorki líta til hægri né vinstri, og síst af öllu má líta um öxl. Göngumenn verða líka að þegja hvað sem á dynur.

Þegar upp er komið á að ganga inn í rústir sem snúa til austurs. Til forna var klaustur á Helgafelli og talið er að þetta séu rústir gamallar kapellu. Þar í rústunum ber göngumaðurinn í hljóði fram sínar þrjár óskir.

Ekki má segja öðrum óskirnar fyrr en þær hafa ræst. Allar óskir verður að bera fram af góðum hug.

"Auk óskanna fær fólk í bónus afskaplega fallegt útsýni uppi á Helgafelli," segir Jóhanna.

  

hlusta (500 kb; Gunnar Már Hauksson les)

 

 

 

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 25.09.03]