Akstur vagna
Mánudaga til föstudaga: Að morgni hefst akstur á öllum leiðum á
tímabilinu frá kl. 06:40 til 07:00. Á kvöldin aka vagnar samkvæmt áætlun til kl.
24:00, en þá lýkur akstri. Næturvagnar SVR aka til kl. 04:00 á föstudags- og
laugardagskvöldum.
Laugardagar: Að morgni hefst akstur á öllum leiðum á tímabilinu
frá kl. 06:40 til 07:00. Ekið er eftir tímaáætlun, sem gildir fyrir laugardaga.
Síðustu ferðir á laugardagskvöldum eru eins og á föstudagskvöldum.
Helgidagar: Hér er átt við sunnudaga og aðra helgidaga, ekki
stórhátíðir. Akstur hefst frá kl. 09:40 til 10:00 á hverri leið og ekið er til kl.
24:00 samkvæmt tímaáætlun.
Stórhátíðir eru nýársdagur, föstudagurinn langi, páskadagur,
hvítasunnudagur og jóladagur. Ferðir strætisvagna eru þá auglýstar sérstaklega í
fjölmiðlum. |