námsbók: fs Reykjavík Menningarborg 2000  vb  kh  ath  25.09.03

B R A G I

vinnustig   saga: lesa

Saga daganna: sumardagurinn fyrsti

Gleðilegt sumar!

  • sumardagurinn fyrsti er á fimmtudegi, 19.-25. apríl
  • er gamall hátíðisdagur
  • var mikill hátíðis- og veitingadagur eins og jól eða nýár
  • sumargjafir eru þekktar frá 16. öld og eru miklu eldri en jólagjafir
  • það er gamall siður að óska hver öðrum gleðilegs sumars
  • ekki var unnið nema nauðsynjastörf og táknræn sumarstörf
  • börn notuðu daginn til að leika sér, komu mörg saman og sums staðar tóku fullorðnir þátt í leikjunum
  • fólk fór yfirleitt í spariföt
  • sumir hleyptu hrútum, kálfum og jafnvel kúm út úr húsi, ef gott var veður, til að leyfa dýrunum að heilsa sumrinu og skemmta sér við að horfa á leik þeirra
  • frá árinu 1921 er sumardagurinn fyrsti gerður að barnadegi og gefið frí í skólum
  • sumardagurinn fyrsti er einn af ellefu löggiltum fánadögum íslenska lýðveldisins

   

Verkefni:

komdu sæll    vertu blessuð takk fyrir síðast
góða nótt    sofðu vel    verið velkomin
   dreymi þig vel    gott kvöld   
góða skemmtun    góðan daginn    gleðilegt sumar

   

  • þjóðtrú fylgir komu sumars:
    • það boðaði gott sumar ef sumar og  vetur „frusu saman“ aðfaranótt sumardagsins fyrsta (sett var út skál með vatni undir bæjarvegg í skjóli frá morgunsól og athugað snemma morguns)
    • þegar maður sá fyrsta tungl sumars átti hann að þegja þar til einhver ávarpaði hann og var hægt að lesa véfrétt í ávarpinu, og hét þetta að láta svara sér „í sumartunglið“
    • algengt var að fólk vildi ekki láta bjóða sér góða nótt eða ráðleggja sér að fara að hátta eða hvíla sig, en það átti að boða feigð
  • sumarboðar voru margvíslegir enda skipti veðrið miklu máli á vori og  sumri:
    • draumar, komutími farfugla, atferli skordýra, orma, húsdýra og gróðurs
    • spáfuglar voru (og eru) lóan og spóinn

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 25.09.03]