- þjóðtrú fylgir komu sumars:
- það boðaði gott sumar ef sumar og vetur frusu saman aðfaranótt
sumardagsins fyrsta (sett var út skál með vatni undir bæjarvegg í skjóli frá
morgunsól og athugað snemma morguns)
- þegar maður sá fyrsta tungl sumars átti hann að þegja þar til einhver ávarpaði
hann og var hægt að lesa véfrétt í ávarpinu, og hét þetta að láta svara sér
í sumartunglið
- algengt var að fólk vildi ekki láta bjóða sér góða nótt eða ráðleggja sér
að fara að hátta eða hvíla sig, en það átti að boða feigð
- sumarboðar voru margvíslegir enda skipti veðrið miklu máli á vori og sumri:
- draumar, komutími farfugla, atferli skordýra, orma, húsdýra og gróðurs
- spáfuglar voru (og eru) lóan og spóinn
|