vinnubók: gs Reykjavík Menningarborg 2000  nb  kh  ath  25.09.03

B R A G I

vinnustig  menning: hlusta

Tónlist: Þjóðvísa

Verkefni 1

Þjóðsaga

Einu sinni fæddi stúlka barn og gat ekki feðrað það.

Einhverju sinni grét barnið mikið og stúlkan gat ekki huggað það hvernig sem hún reyndi.

Fólkið hennar ávítaði hana fyrir að geta ekki huggað barnið og fyrir það að geta ekki feðrað það.

Stúlkan fór þá að gráta.

Þá heyrði fólkið að maður kom á gluggann uppi yfir rúminu sem stúlkan sat á og kvað Ljúflingsljóð.

    

     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     
     

   

Verkefni 2

Ljúflingsljóð

Sofi, sofi sonur minn;
sefur selur í sjó,
svanur á báru,
már í hólmi,
manngi þig svæfir,
þorskur í djúpi.
Sofðu, ég unni þér.
Kýr á bási,
kálfur í garða,
hjörtur á heiði
en í hafi fiskar,
mús undir steini,
maðkur í jörðu,
ormur í urðu.
Sofðu ég unni þér.
Nú hef ég svæfðan
son þinn kona,
ljúfling okkar
í litlu bragði,
alinn til elli,
allan í hvílu,
heill hann veri,
en hálfan á ég.

 

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 25.09.03]