kennarahandbók: gs Reykjavík Menningarborg 2000  nb  vb  ath  25.09.03

B R A G I

vinnustig   Ísland: orðaforði

Þjónusta

meta kennsluefnið

Tilgangur (efni, aðalatriði, markmið)
  • Orðaforði: þjónusta.
  • Kynnast merkingum fyrir ferðamenn.
Fyrirfram þekking nemenda
  • Lítil, aðeins er unnið í nf.
Undirbúningur kennara
Tillögur
  • Bekknum er skipt í hópa og tekur t.d. hver sinn landshluta. Hóparnir fá úthlutað ljósriti af korti þess landshluta og yfirlit yfir þau hótel sem koma fyrir í bæklingnum og eru með merki um þjónustu á þeim stað.
  • Hver nemandi velur sér eitt hótel og skrifar niður þá þjónustu sem þar er (leysir upp merkin).
  • Hópurinn kemur sér saman um hvar sé best að gista en til þess þarf hver og einn að segja frá hvaða kosti hans staður hefur. Nemendur eiga að nota nýju orðin og reyna að tala sem mest íslensku sín á milli.
  • Þegar nemendur hafa komið sér saman um hótel eiga þeir að finna það á kortinu sínu.
  • þeir sýna svo hinum hópunum á stóru korti uppi við töfluna hvar staðurinn er og segja þeim frá því hvaða þjónustu hægt er að fá þar (skiptast á að segja frá þjónustu).
Aðrir möguleikar
  • Byrja á vb. verkefni 1 og láta nemendur fyrst tengja þá liði sem þeir þekkja, bæta svo við í hópvinnu og ræða svo í bekknum það sem verður eftir.
Ítarefni
  •  
Annað sem má taka fram
  • Sum hugtökin eru í fleirtölu og gæti kennari byrjað á að gefa þau upp.

 

Vinnubók
  • Nemendur rifja upp orðaforða nb. og tengja setningarnar við merkin.
  • Síðan skrifa þeir setningarnar í töfluna.
Annað sem má taka fram
  • Dálkarnir eru alveg aðskildir og því hægt að vinna með einn í einu.

 

Samsetning hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tungumál hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stærð hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig gekk

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagsetning

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samsetning hópsins: gs 1/2 (grunnstig), fs 3/4 (framhaldsstig)   —  Tungumál hópsins: en(ska), þý(ska), fr(anska), sk(andínavíska), as(íumál), an(nnað)  —  Stærð hópsins: <6 (1-5), >6 (6-10), >10 (11-20), >20   —  Tími: 45/90/... min.  —   Hvernig gekk: ++ (mjög vel), + (vel), sæmilega (-), illa (--)

Meta síðuna

Lausn/svör


Aðeins morgunverður

   

Herbergi með sturtu

Aðeins opið yfir sumarið

 

Hestaleiga

Aðkoma fyrir fatlaða

 

Hjólaleiga

Bátaleiga

 

Hótel

Bátsferðir

 

Opið allt árið

Bændagisting

 

Skóli

Eldunaraðstaða

 

Sólbekkir

Farfuglaheimili

 

Stangveiði / sjóstangveiði

Fundaaðstaða

 

Sumarhús

Gistiheimili / einkaheimili

 

Sundlaug / fjarlægð (km)

Golfvöllur / fjarlægð (km)

 

Svefnpokapláss

Gönguleiðir

 

Tjaldstæði

Heitar máltíðir / veitingar

 

Uppbúin rúm

Heitur pottur

 

Vínveitingar

Herbergi með síma

 

Vélsleðaleiga

Herbergi með sjónvarpi

 

Þvottavél / þvottaaðstaða

 

 

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 25.09.03]