kennarahandbók: gs Reykjavík Menningarborg 2000  nb  vb  ath  25.09.03

B R A G I

frumstig   þjóðfélag: orðaforði

Blaðamaður: viðtal

meta kennsluefnið

Tilgangur (efni, aðalatriði, markmið)
  • Orðaforði: áhugamál.
  • Búa til einfaldar setningar með miklum orðaforða.
Fyrirfram þekking nemenda
Undirbúningur kennara
  •  
Tillögur
  • Nemendur lesa listann og spyrja um þau orð sem þeir þekkja ekki.
  • Bekkjarumræða um orðin og nafnháttarmynd þeirra.
  • Kennari spyr einstaka nemendur og sýnir hvernig nota megi töfluna.
  • Nemendur taka viðtal hver við annan og segja svo frá viðtalinu (í stórum bekkjum segir hver nemandi eina setningu).
Aðrir möguleikar
  • Nemendur tala hver við annan. Síðan skrifa þeir smá texta um áhugamál þess sem þeir ræddu við.
  • Hver nemandi les a.m.k. eina setningu upp.
  • Ef nemendur eru lengra komnir má bæta inn flytja/semja tónlist; búa til/framleiða myndir og þýða/semja/skrifa bækur.
Ítarefni
  •  
Annað sem má taka fram
  • Ef efnið er notað fyrir byrjendur verða nemendur að halda sig við setningarnar sem upp eru gefnar og varast að nota "hún segir að + vh."
  • Verkefnið er tillaga að byrjendaefni en því meira sem nemendur kunna, þeim mun skemmtilegra verður viðtalið.

 

Vinnubók
  • Nemendur þurfa að þekkja: henni/honum finnst gaman að ...

Mat á kennsluefni

Samsetning hópsins

gs1 gs2

 

 

 

 

 

 

 

 

Tungumál hópsins

þý þý

 

 

 

 

 

 

 

 

Stærð hópsins

<6 >10

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími

45 45

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig gekk

++ ++

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagsetning

3/01 3/01

 

 

 

 

 

 

 

 

Samsetning hópsins: gs 1/2 (grunnstig), fs 3/4 (framhaldsstig)   —  Tungumál hópsins: en(ska), fr(anska), sp(ænska), sk(andínavíska), þý(ska), as(íumál), an(nnað)  —  Stærð hópsins: <6 (1-5), >6 (6-10), >10 (11-20), >20   —  Tími: 45/90/... min.  —   Hvernig gekk: ++ (mjög vel), + (vel), sæmilega (-), illa (--)

Frá kennurum

(1) Magnús Hauksson, Vín:

Mjög gott blað. Ég spurði nemendurna í þetta sinn hvað þeim fyndist um verkefnið og þeir voru mjög ánægðir með það.

29.3.2001. Var að fara yfir skriflegu verkefnin sem ég lét nemendur á öðru misseri gera eftir samtal við hver annan í síðasta tíma. Tók eftir að sumir notuðu ekki rétt ópersónulegar sagnir (henni finnst, henni leiðist - *hún finnst, *hún leiðist). Þetta er í fyrsta sinn sem þau komast að ráði í snertingu við ópersónulegar sagnir. Þótt ég hafi minnst á málið þegar við unnum blaðið var það sýnilega ekki nóg. Ályktun mín er að það þurfi að fara nákvæmlega í ópersónulegar sagnir áður en blaðið er unnið eða á meðan það er unnið. Eftir öðru tók ég: Sumir leiddust út í að skrifa á þessa leið: „Hún segir, að ...“ Það var full snemmt því við höfum lítið fengist við aukasetningar og ekkert talað um óbeina ræðu og viðtengingarhátt. Ég benti nemendum á að forðast framannefnda leið og segja einfaldlega: „Hún segir: .....“ Semsagt að nota beina ræðu í stað óbeinnar. Ég notaði þó tækifærið í næsta tíma þegar ég skilað verkefninu að minnast á óbeina ræðu og viðtengingarhátt því það er ágætt að nemendur viti af þessu atriði þegar þeir lesa texta. Vegna þessa öngstrætis sem sumir villast inn í er hugsanlega fullfljótt að nota þetta blað snemma á öðru misseri.

  

Lausn/svör


 

 

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 25.09.03]