Málfræði

2. Fallorð
2.2 Nafnorð

Grunnstig
Námsbók
Vinnubók
Kennarahandbók   

Framhaldsstig
Námsbók
Vinnubók
Kennarahandbók

 

B R A G I 

> Forsíða
 

prenta
opna sér

25.09.03
athugasemdir

Hvorugkyn: hús (-s, -)

                                        Ö-regla
nf.
þf.
þgf.
ef.
    hús
hús
hús-i
hús-s
-
-
-i
-s
    land
land
land-i
land-s
-
-
-i
-s
nf.
þf.
þgf.
ef.
    hús
hús
hús-um
hús-a
-
-
-um
-a
    lönd
lönd
lönd-um
land-a
Ö-
Ö-
Ö-um
-a

   

  afmæli -s, - ég á afmæli 21. mars hlusta [57]
  Alþingi -s lögin voru samþykkt á Alþingi hlusta [62]
  andlit -s, - hún er með frítt andlit hlusta [11]
  andrúmsloft -s, - það er gott andrúmsloft á vinnustaðnum hlusta [58]
  atriði -s, - þetta er mikilvægt atriði hlusta [51]
  augnablik -s, - viltu bíða augnablik? hlusta [59]
  augnaráð -s, - hún sendi mér kuldalegt augnaráð hlusta [60]
  áhrif     hún hefur áhrif á eiginmann sinn hlusta [18]
  ár -s, - gleðilegt (nýtt) ár! hlusta [03]
  ástand -s hvernig er ástand sjúklingsins? hlusta [32]
  bein -s, - hvað eru mörg bein í mannslíkamanum? hlusta [51]
  berg -s, - bergið myndaðist við eldgos hlusta [79]
  bil -s, - það er of langt bil á milli lína hlusta [24]
  birki -s á Íslandi er aðallega birkiskógur hlusta [97]
  bíó -s, - við ætlum í bíó í kvöld hlusta [93]
  blóð -s, - gefur þú blóð? hlusta [47]
  blóm -s, - hún gaf honum blóm hlusta [37]
  boð -s, - þau koma í boðið hlusta [41]
  borð -s, - viltu leggja á borð? hlusta [06]
  brauð -s, - ég kaupi brauð í bakaríinu hlusta [78]
  bréf -s, - hún skrifar mér bréf í hverri viku hlusta [21]
  brjóst -s, - hún er með barnið á brjósti hlusta [30]
  bros -s, - bros hennar var einlægt hlusta [46]
  brot -s, - þetta er bara brot af námsefninu hlusta [67]
  brúðkaup -s, - þau eiga silfurbrúðkaup á morgun hlusta [97]
  búr -s, - fuglinn slapp úr búrinu hlusta [77]
  dýr -s, - ég hef gaman af dýrum hlusta [44]
  dæmi -s, - þetta er gott dæmi hlusta [10]
  efni -s, - er þetta of mikið efni fyrir ykkur? hlusta [18]
  eldgos -s, - 1973 hófst eldgos í Vestmannaeyjum hlusta [98]
  eldhús -s, - glösin og bollarnir eru í eldhúsinu hlusta [22]
  enni -s, - ég fékk kúlu á ennið hlusta [49]
  fangelsi -s, - þú getur lent í fangelsi hlusta [98]
  form -s, - skýrslan er að fá á sig endanlegt form hlusta [73]
  fólk -s hvaða fólk er þetta? hlusta [04]
  frelsi -s fanganum var veitt frelsi hlusta [91]
  gos -s, - gos getur bæði þýtt eldgos og gosdrykkur hlusta [93]
  gólf -s, - það þarf að þvo gólfið hlusta [21]
  grjót -s það var erfitt að ganga í grjótinu hlusta [57]
  handrit -s, - mörg miðaldahandrit eru glötuð
kvikmyndahandritið var gott
hlusta [70]
  haust -s, - skólarnir byrja á haustin hlusta [30]
  hár -s, - hann er með liðað hár hlusta [08]
  heimili -s, - þið eigið fallegt heimili hlusta [18]
  hjól -s, - hún ætlar að ferðast um landið á hjóli hlusta [61]
  hjón     hjónin í næsta húsi eru orðin gömul hlusta [37]
  hlé -s, - nú verður stutt hlé hlusta [60]
  hlið -s, - lokaðu hliðinu á eftir þér! hlusta [09]
  hljóðfæri -s, - spilar þú á hljóðfæri? hlusta [95]
  hljóð -s, - hvaða hljóð er þetta? hlusta [40]
  hlutverk -s, - leikarinn var góður í hlutverki sínu hlusta [30]
  horn -s, - búðin er á næsta horni hlusta [27]
  hótel -s, - við gistum á hóteli hlusta [87]
  húsgögn     íbúðin er full af húsgögnum hlusta [90]
  hús -s, - þau byggja hús í Hafnarfirði hlusta [01]
  hverfi -s, - ég hef alltaf búið í sama hverfi hlusta [91]
  högg -s, - hún fékk högg á hnakkann við áreksturinn hlusta [77]
  jafnvægi -s hann er í góðu jafnvægi eftir fríið hlusta [66]
  jól     bráðum koma jólin hlusta [86]
  kaffi -s hvort viltu te eða kaffi? hlusta [38]
  kaup -s, - hvað færðu í kaup? hlusta [53]
  kerfi -s, - við vinnum eftir ákveðnu kerfi hlusta [84]
  kerti -s, - hann kveikir á kertum hlusta [79]
  kjör -s, - bændur bjuggu við léleg kjör hlusta [88]
  kjöt -s seljið þið kjöt og fisk? hlusta [94]
  kort -s, - sendu mér kort frá Spáni!
ég kaupi kort af Reykjavík
hlusta [90]
  kvöld -s, - við ætlum í bíó í kvöld hlusta [08]
  laun     ég er með góð laun hlusta [52]
  lán -s, - við tókum lán fyrir húsinu hlusta [58]
  leiði -s, - þau lögðu blóm á leiði móður sinnar hlusta [73]
  leikhús -s, - ég fer oft í leikhús hlusta [99]
  leyfi -s, - þau fengu leyfi til að fara á hestbak hlusta [79]
  leyndarmál -s, - uppskriftin er leyndarmál hlusta [95]
  lið -s, - með hvoru liðinu haldið þið? hlusta [53]
  líf -s, - nú byrja ég nýtt líf hlusta [05]
  lík -s, - lík sjómannsins hefur enn ekki fundist hlusta [59]
  ljóð -s, - Hulda las upp ljóð hlusta [57]
  ljós -s, - viltu kveikja ljósið? hlusta [05]
  loft -s, - fáum okkur frískt loft! hlusta [06]
  lok -s, - viltu segja eitthvað að lokum? hlusta [17]
  lýðræði -s, - það verður að styrkja lýðræðið hlusta [99]
  lýðveldi -s, - Ísland er lýðveldi hlusta [99]
  læri -s, - það er lambalæri í matinn á sunnudögum hlusta [71]
  mannlíf -s, - það er fjölbreytilegt mannlíf í miðborginni hlusta [84]
  markmið -s, - við setjum okkur skýr markmið í náminu hlusta [84]
  mál -s, - hvaða mál er talað í Ghana? hlusta [04]
  miðnætti -s ég kem ekki heim fyrr en um miðnætti hlusta [91]
  minni -s, - minnið hans afa er farið að gefa sig hlusta [57]
  mót -s, - við fórum á hestamannamót í sumar hlusta [40]
  nám -s hún er í námi erlendis hlusta [64]
  nef -s, - andaðu í gegnum nefið! hlusta [36]
  nesti -s ég tek með mér nesti hlusta [99]
  númer -s, - ég nota skó númer 45 hlusta [44]
  næði -s ég hef ekki næði til að vinna hlusta [89]
  orð -s, - hvaða orð skiljið þið ekki? hlusta [04]
  ótal -s þú hefur enn ótal möguleika hlusta [82]
  pils -, - stelpurnar voru í stuttum pilsum hlusta [81]
  pláss -, - það er ekki pláss í bílnum hlusta [63]
  pósthús     geturðu farið með bréfið á pósthús? hlusta [99]
  próf -s, - verður þetta erfitt próf? hlusta [52]
  ráð -s, - hann gaf mér góð ráð við höfuðverk hlusta [13]
  rusl -s ég skal fara út með ruslið hlusta [92]
  rúm -s, - ég fer í rúmið hlusta [11]
  ryk -s það er ryk á gömlu húsgögnunum hlusta [85]
  samræmi -s það er lítið samræmi í litavalinu hlusta [65]
  samskipti     við höfum samskipti í gegnum netið hlusta [59]
  samtök     hann er í samtökum um verndun hvala hlusta [88]
  sár -s, - ég er með sár á puttanum hlusta [72]
  sjúkrahús -s, - hann þurfti að fara á sjúkrahús hlusta [69]
  skáld -s, - skáldið las tvö ljóð hlusta [63]
  skeið -s, - ég fylgdist með henni um skeið hlusta [58]
  skilyrði -s, - hér eru góð skilyrði til skiðaiðkunar hlusta [67]
  skipti -s, - ég er hér í fyrsta skipti hlusta [18]
  skip -s, - ég kom með skipi til Íslands hlusta [14]
  skjól -s, - komum okkur í skjól! hlusta [68]
  skot -s, - komdu eins og skot! hlusta [90]
  skref -s, - þú tekur svo stór skref hlusta [54]
  skrifborð -s, - leggðu bækurnar á skrifborðið! hlusta [68]
  skyn -s, - hvað ertu að gefa í skyn? hlusta [85]
  slys -s, - hann lenti í slysi á skíðum hlusta [83]
  smáatriði -s, - þetta er bara smáatriði! hlusta [84]
  sólskin -s, - það er sólskin hlusta [83]
  spor -s, - það voru spor í snjónum hlusta [58]
  stafróf -s, -  aábdðeéfghiíjklmnoóprstuúvxyýþæö
AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMN OÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ
hlusta []
  starfsfólk -s, - er margt starfsfólk í fyrirtækinu? hlusta [93]
  stig -s, - í morgun var þriggja stiga hiti/frost
hún fékk tuttugu stig í keppninni
hlusta [74]
  stríð -s, - ég myndi aldrei fara í stríð hlusta [35]
  stýri -s, - var hún ölvuð við stýrið? hlusta [80]
  sund -s, - við ætlum í sund
þeir gengu um þröng sund borgarinnar
hlusta [56]
  svið -s, - leikararnir stigu fram á sviðið hlusta [25]
  svæði -s, - þetta er gott skíðasvæði hlusta [52]
  systkin(i)     hún á þrjú systkini, tvær systur og einn bróður hlusta [44]
  sæti -s, - fáðu þér sæti! hlusta [23]
  tákn -s, - hann lærði táknmál hlusta [67]
  tár -s, - tárin streymdu niður kinnarnar á honum hlusta [50]
  te -s hvort viltu kaffi eða te? hlusta [97]
  tilefni -s, - ég bakaði köku í tilefni dagsins hlusta [58]
  tillit -s, - þú verður að taka tillit til bróður þíns hlusta [75]
  tímabil -s, - á hvaða tímabili ertu í fríi? hlusta [76]
  tímarit -s, - ég er áskrifandi að tímariti um listir hlusta [74]
  torg -s, - hittumst á torginu! hlusta [89]
  tungl -s, - það er fullt tungl hlusta [60]
  tungumál -s, - hann talar fjögur tungumál hlusta [92]
  tún -s, - túnin eru græn á sumrin hlusta [88]
  tækifæri -s, - þú fékkst tækifæri til að verja þig hlusta [32]
  umhverfi -s, - frárennsli verksmiðjunnar mengar umhverfið hlusta [37]
  útlit -s, - hún er fullorðinsleg í útliti hlusta [65]
  útlönd    þau fara alltaf til útlanda á sumrin hlusta [61]
  útsýni -s, - héðan er gott útsýni hlusta [62]
  vandamál -s, - það verður að leysa vandamálið hlusta [35]
  vandræð-i     var kötturinn til vandræða? hlusta [51]
  veitingahús -s, - við ætlum að borða á veitingahúsi hlusta [95]
  verð -s, - hvað er verðið á tómötunum? hlusta [70]
  verkefni -s, - skildirðu vekefnið? hlusta [39]
  verk -s, - það var mikið verk að þvo bílinn hlusta [16]
  viðskipti     nú eru öll viðskipti hnattræn hlusta [64]
  virði -s, -ð úrið er ekki mikils virði hlusta [84]
  vitni -s, - hann var vitni í málinu hlusta [62]
  vit -s, - það er ekkert vit að fara út í þessu veðri hlusta [53]
  vín -s, - allt vín er dýrt á Íslandi hlusta [86]
  vonbrigði     ég varð fyrir vonbrigðum með sýninguna hlusta [62]
  vor -s, - farfuglarnir koma á vorin hlusta [24]
  yfirborð -s, - yfirborð sjávar hefur hækkað hlusta [60]
  þing -s, - er hann kominn á þing? hlusta [64]
  þorp -s, - hún kemur frá litlu þorpi hlusta [45]
  ævintýri -s, - amma segir okkur oft ævintýri hlusta [71]
  öryggi -s, - spennið beltin til öryggis hlusta [50]
 
Ö bað -s, böð barnið fer í bað á kvöldin hlusta [67]
Ö bak -s, bök sitjið bein í baki! hlusta [06]
Ö band -s, bönd það þarf að binda band utan um pakkann hlusta [61]
Ö barnabarn -s, barnabörn hann á mörg barnabörn hlusta [98]
Ö barn -s, börn barnið hans er veikt hlusta [03]
Ö blað -s, blöð ertu búin að lesa blaðið? hlusta [14]
Ö bragð -s, brögð það er lítið bragð af súpunni hlusta [37]
Ö dagblað -s, dagblöð hún les alltaf dagblöðin á morgnana hlusta [78]
Ö eldfjall -s, eldfjöll það eru mörg eldfjöll á Íslandi hlusta [97]
Ö fang -s, föng hann tók barnið í fangið hlusta [44]
Ö fat -s, föt ég var að fá mér ný föt hlusta [29]
Ö ferðalag -s, ferðalög við ætlum í ferðalag um páskana hlusta [60]
Ö félag -s, félög ertu í einhverju félagi? hlusta [27]
Ö fjall -s, fjöll fjallið Hekla er eldfjall hlusta [20]
Ö framhald -s, framhöld framhald í næsta blaði hlusta [82]
Ö gagn -s, gögn ég hef ekkert gagn af þessum stól hlusta [41]
Ö gat -s, göt það er gat á sokknum hlusta [67]
Ö glas -s, glös hún hellir mjólk í glasið hlusta [38]
Ö gras -s, grös við lágum í grasinu hlusta [41]
Ö haf -s, höf hún horfði út á hafið hlusta [15]
Ö heimilisfang -s, heimilisföng ekki gleyma að skrifa heimilisfangið! hlusta [94]
Ö hjónaband -s, hjónabönd hjónaband þeirra var erfitt hlusta [91]
Ö lag -s, lög þetta er skemmtilegasta lagið á diskinum hlusta [05]
Ö land -s, lönd Ísland er kalt land hlusta [04]
Ö mark -s, mörk hlaupararnir komust allir í mark hlusta [30]
Ö nafn -s, nöfn hann heitir tveimur nöfnum hlusta [07]
Ö safn -s, söfn eigum við að fara á safn? hlusta [94]
Ö samband -s, sambönd ég hef samband við þig!
settu ryksuguna í samband!
hlusta [15]
Ö samstarf -s það er gott samstarf á milli háskólanna hlusta [62]
Ö samtal -s, samtöl ég hlustaði á samtal drengjanna hlusta [69]
Ö sjónvarp -s, sjónvörp er eitthvað í sjónvarpinu? hlusta [49]
Ö skap -s, sköp ertu í vondu skapi? hlusta [26]
Ö skjal -s, skjöl munið að vista skjalið! hlusta [84]
Ö starf -s, störf ég sótti um starfið hlusta [10]
Ö svar -s, svör ég veit rétta svarið! hlusta [27]
Ö tjald -s, tjöld þær gistu í tjöldum hlusta [84]
Ö upphaf -s, upphöf hann las bókina frá upphafi til enda hlusta [28]
Ö útvarp -s, útvörp ég er að hlusta á útvarpið hlusta [51]
Ö vald -s, völd nú er hægri stjórn við völd hlusta [24]
Ö vatn -s, vötn vatnið er hreint á Íslandi hlusta [07]
Ö viðbragð -s, viðbrögð það urðu harkaleg viðbrögð við samningnum hlusta [68]
Ö þak -s, þök við eigum hvítt hús með grænu þaki hlusta [61]
Ö þjóðfélag -s, þjóðfélög þjóðfélagið breytist með tímanum hlusta [82]

 

^