Verkefni 1
- Vinnið í litlum hópum.
- Biðjið hina í hópnum um að rétta ykkur það sem ykkur vantar.
- Notið raunverulega hluti (t.d. bolla, glas, skál, disk, skeið, hníf og gaffal).
- Byrjið á að nota einfaldar setningar.
- A: Viltu rétta mér saltið?
- B: Gjörðu svo vel, hér er saltið.
|
- A: Hvað er á diskinum?
- B: Bollinn er á diskinum.
|
Verkefni 2
Bætið við eignarfornöfnum og síðan litum (notið e.t.v. litatening til að breyta
litum):
- A: Viltu rétta mér diskinn minn?
- B: Gjörðu svo vel, hér er diskurinn þinn.
|
- A: Viltu rétta mér bláa diskinn minn?
- B: Gjörðu svo vel, hér er blái diskurinn þinn.
|
Verkefni 3
Leikið ykkur með hlutina; setjið t.d. skeiðina í bollann, bollann á diskinn
o.s.frv. Notið forsetningarnar:
- A: Hvar er skeiðin?
- B: Skeiðin er á/í/undir skálinni.
|
- hann/hún/það er undir (+ þgf.) ...
- fyrir framan (+þf.) / fyrir aftan (+þf.) ...
|
Tilbrigði
- gjörðu svo vel, hérna er ...
- geturðu rétt mér ...
- ætlarðu að rétta mér ...
|
- þetta er ekki penninn minn ...
- ...
|
[FORSÍÐA] [yfirlitstafla] [málfræði] [málfræðikver]
[athugasemdir,
25.09.03]