Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi sem sýna vel að huga
þarf að framburðarreglunum þegar orð eru beygð í íslensku.Aðblástur *10 og stytting *1
- jökull [jYö:-] > jöklar [jöh-]
- opinn [uo:b-] > opnir [ohb-]
- flatur [fla:-] > flatt [flah-]
- bátur [bau:-] > bátnum [bauh-]
Nemendur læra e.t.v. regluna utanbókar en mín reynsla er sú að erfiðlegar gengur
að fá þá til þess að beita henni hiklaust við lestur eða tal. Aðblástur kemur
mjög við sögu í allri beygingu í ísl. (hvort sem það eru so. no. eða lo.) og oft
er það svo að uppflettimyndin er aðblásturslaus en síðan kemur aðblástur í ýmsum
beygingarmyndum. Sérhljóðið í þessum dæmum styttist líka eins og sjá má.
Afröddun *11
og oft stytting *1 undanfarandi sérhljóðs
- bréfi [brjee:v-] > bréfs [brjef-]
- meina [mei:n-] > meinti [mei°n-]
- stóri [sdó:r-] > stórt [sdó°r-]
Afröddun er algengt fyrirbrigði í beygingu orða. Stofnsérhljóðið í
ofangreindum dæmum styttist en stundum er það líka stutt í uppflettimyndinni, t.d. í nenna.
Brottfall *19
og stundum afröddun *11
- þarf [þarf] > þarft [þa°rt] fylla [fIdla] > [fI°ldi]
- horfa [horva] > horfði [horðI] margur [margYr]
> margt [ma°rt]
- ræskja [raisgja] > ræskti [raisdI] lýg [li:g] > ljúgum [lju:Ym]
D-innskot *16
og oft stytting *1 undanfarandi sérhljóðs og
stundum afröddun *11
- feril [fee:r-] > ferlar [ferd-]
- farinn [fa:r-] > farnir [fard-]
- bíl [bi:l] > bíll [bid°l]
Framgómun *18
- egg [eg:] > eggi [egj:-]
- kjósa [kj-] > kaus [k-]
- lag [la:g] > lagið [laij:-]
Hér er stafsetningin hjálpleg í sumum orðum: kjósa.
Lokhljóðun *15
og oft stytting *1 undanfarandi sérhljóðs
- trefill [tree:v-] > treflar [treb-]
- saga [sa:g-] > sagna [sag-]
- spegill [sbeij:-] > spegli [sbeig-]
- rifinn [rI:v-] > rifnum [rIb-]
Stytting *1
- góður [gou:-] > góðs [gou-]
- renna [ren:-] > renndi [ren-]
Tvíhljóðun *3
- tugur [tY:-], tugar, tugum > tugir [tYi-],
tugi, tuginn
- haga [ha:-], hagar, högum > hagi [hai-]
- boga [buo:-] > bogi [boi-]
Önghljóðun *6,
*17 og oft stytting undanfarandi sérhljóðs *1
- byggja [bIgj:-] > byggði [bIg-], byggt [bIx-]
- sleppa [sdlehb-] > sleppti [sdlef-]
- vaka [va:g-] > vakti [vax-]
|