Framburður

Framburðarreglur
Orðadæmi

  

 

 

             

B R A G I 

> Forsíða
 

prenta
opna sér

25.09.03
athugasemdir

1. Sérhljóðalengd

Í áhersluatkvæðum eru sérhljóð löng þegar á eftir fylgir ekkert eða bara eitt samhljóð.

  • ha, te, í, svo, ku, frú, tvö; þau, fá, ei, ,
  • haf, ber, lið, ís, lok, kul, rúm, öl; laug, hás, þeir, jól, æð

Á undan samhljóðaklösunum kj, kr, kv, pj, pr, sj, sr, sv, tj, tr og tv eru sérhljóð löng.

  • kveikja, sjúkrahús, vökva; lepja, dýpri; Esja, Esra, tvisvar; sitja, metri
Sérhljóð í íslensku eru stutt ef á eftir þeim fara tvö eða fleiri samhljóð. Áherslulaus sérhljóð eru alltaf stutt.
  • kann, ferð, hinn, víst, oft, stutt, rúst, köld; haust, áll, einn, fólk, hægt
  • velja, pakki, eldur
Tvíhljóðin [oi] og [Yi] eru alltaf stutt.
  • bogi, logið, flugi, dugi

   

te [e:]   hvort viltu te eða kaffi? hlusta [38]
í [i:]   þau sofa í vatnsrúmi hlusta [31]
svo [?]   ég grét alla myndina, hún var svo sorgleg hlusta [41]
tvö [ö:]   skáldið las tvö ljóð hlusta [63]
þau [öi:]   þau fara alltaf til útlanda á sumrin hlusta [61]
[au:]   hún heimtaði að fá að koma með hlusta [83]
ber [?]   strákurinn var ber í sólinni hlusta [75]
ís [i:]   mig langar í ís á eftir hlusta [29]
lok [?]   í lok keppninnar voru veittar viðurkenningar hlusta [24]
þeir [ei:]   þeir ætla að undirbúa veisluna hlusta [97]
           
í + kj [i:]   ekki líkja mér við systur mína! hlusta [52]
ei + kj [ei:]   á ég ekki að kveikja ljósið? hlusta [41]
ey + kj [ei:]   Reykjavík er smáborg í samanburði við London hlusta [90]
æ + kj [ai:]   ekki flækja málið hlusta [95]
ú + kr [u:]   hann þurfti að fara á sjúkrahús hlusta [69]
ú + kr [u:]   ég var í meðferð hjá sjúkraþjálfara hlusta [69]
ei + kr [ei:]   hún er í bleikri blússu hlusta [97]
ei + kr [ei:]   hver samdi leikritið? hlusta [59]
e + sj [?]   við fórum í langa göngu upp á Esju hlusta [79]
i + sv [I:]   ég hringdi tvisvar í þig hlusta [49]
e + tj [?]   viltu setja diska á borðið? hlusta [74]
i + tj [I:]   farþegarnir þurfa að sitja kyrrir í sætunum hlusta [22]
i + tj [I:]   sitjið bein í baki! hlusta [06]
a + tr [a:]   þetta er mikilvægt atriði hlusta [51]
e + tr [?]   ég þarf betri skjá hlusta [59]
e + tr [?]   ég ætla að fá tvo metra af þessu efni hlusta [66]
í + tr [i:]   þjónninn er í hvítri skyrtu hlusta [89]
ó + tr [ou:]   sítrónan er gul hlusta [01]
           
kann [a]   ég kann íslensku og frönsku en ekki sænsku
ég kann ekki við hana
hlusta [15]
ferð  [?]   ferð þú eða á ég að fara? hlusta [10]
hinn [?]   þetta er hinn bróðirinn hlusta [15]
oft [o]   ég fer oft í leikhús hlusta [99]
stutt [?]   nú verður stutt hlé hlusta [60]
haust [öi]   við fluttum í nýtt hús í haust hlusta [20]
einn [ei]   fiðrildi lifa í einn sólarhring hlusta [94]
fólk [ou]   hvaða fólk er þetta? hlusta [04]
hægt [ai]   það er varla hægt að anda hérna inni hlusta [72]
pakki [a]   pakkinn er 30 sm á lengd og 10 á breidd hlusta [77]
eldur [?]   eldur kom upp í húsi við Laugaveg hlusta [26]
           
ogi [oi]   heldurðu að hún hafi logið fyrir rétti? hlusta [99]
ogi    [oi]     stundum kemur regnbogi þegar það rignir hlusta [07]

^