námsbók: fs  vb  kh  ath  09.11.01

fjar
B R A G I

vinnustig   menning : skrifa

Ævintýri 

 

Verkefni

 

 

Mjallhvít

Það var hávetur, og snjókornin liðu til jarðar eins og hvítur dúnn.  Drottningin sat við gluggann með saumagrind úr svörtum tinnuviði og var að sauma í.  Þegar hún sat þarna og saumaði og horfði á snjókornin úti, stakk hún sig í fingurinn, og féllu þrír blóðdropar niður í mjöllina.  Hún hugsaði:  "Ég vildi eiga barn, sem er hvítt sem mjöll, rjótt sem blóð og svart sem tinnuvið."

     Skömmu síðar fæddi hún litla dóttur sem var hvít sem mjöll, rjóð sem blóð og hafði tinnusvart hár, og var hún kölluð Mjallhvít.  Þegar barnið var fætt, dó drottningin.

     Ári síðar kvæntist konungurinn að nýju.  Nýja drottningin var hin fegursta kona, en drembin og þóttafull og þoldi ekki að aðrar konur væru fríðari en hún.  Hún átti töfraspegil, og þegar hún speglaði sig í honum og sagði:

     "Spegill minn sæli, segðu mér nú, 
      hver er fríðust, er þekkir þú?"

þá svaraði spegillinn:

     "Drottning mín fagra, fríðust ert þú."

     Þá var hún ánægð, því að hún vissi að spegillinn sagði satt.

 

Aðlagaður texti: Tíu Grimmsævintýri, Iðunn, Reykjavík 1989

 

Verkefni 2

 

 

Stigbreyting

Lýsingarorð í texta kyn tala fall Frumstig Miðstig Efstastig.
             
             
             
             
             
             
             
             
             
             
             
             
             
             

 

 

 

 

  

^

[athugasemdir, 09.11.01]