kennarahandbók: fs  Reykjavík Menningarborg 2000  nb  vb  ath  25.09.03

B R A G I

vinnustig   land og haf: lesa

Bjargað úr arnarklóm

meta kennsluefnið

Tilgangur (efni, aðalatriði, markmið)
  • Æfa skilning á texta.
Fyrirfram þekking nemenda
  •  
Undirbúningur kennara
  • Orðabækur svo hóparnir geti unnið sjálfstætt.
Tillögur
  • Nemendur lesa textann í hópum en ekki er nauðsynlegt að þeir skilji öll orðin heldur aðeins efni textans.
  • Nemendur semja framhald sögunnar.
  • Hóparnir lesa það sem þeir sömdu fyrir hina í bekknum.
Aðrir möguleikar
  • Textinn er í heild sinni eins og hann birtist hér fyrir neðan.
  • Nota má gamaldags orðalag upprunalega textans til að sýna eldra málsstig.
  • Nemendur munu fljótt sjá að aðallega er um "je" í stað "é" að ræða.
Ítarefni
  •  
Annað sem má taka fram
  •  

 

Vinnubók
  • Heildartextinn (styttur og einfaldaður, sjá óstyttan texta hér fyrir neðan) birtist í vinnubók svo nemendur geti lesið hann heima.
  • Spurningar við textan sem svara á skriflega.
  • Textann má nota sem ólesinn texta í prófi.

 

Samsetning hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tungumál hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stærð hópsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvernig gekk

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagsetning

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samsetning hópsins: gs 1/2 (grunnstig), fs 3/4 (framhaldsstig)   —  Tungumál hópsins: en(ska), fr(anska), sp(ænska), sk(andínavíska), þý(ska), as(íumál), an(nnað)  —  Stærð hópsins: <6 (1-5), >6 (6-10), >10 (11-20), >20   —  Tími: 45/90/... min.  —   Hvernig gekk: ++ (mjög vel), + (vel), sæmilega (-), illa (--)

Meta síðuna

Lausn/svör


Frumtexti úr Morgunblaðinu 12.9.1999

Óljóst er hve mikið er hæft í ýmsum þjóðsögum um að ernir hafi ráðist á börn. Til er þó staðfest frásögn af slíku barnsráni frá seinni hluta síðustu aldar.

Í júní 1942 birtist í Lesbók Morgunblaðsins viðtal við Ragnheiði Eyjólfsdóttur sem varð fyrir því, barn að aldri, að örn rændi henni. Valtýr Stefánsson ritstjóri rekur aðdraganda viðtalsins en Valtýr mun áður hafa sagt í blaðinu að sögusagnir um að ernir rændu börnum væru hugarburður og þjóðsögur. Ritstjórinn segir að séra Magnús Guðmundsson í Ólafsvík hafi um vorið komið á skrifstofu blaðsins og sagt sér að þetta væri ekki rétt. Eitt af sóknarbörnum hans, umrædd Ragnheiður, gæti staðfest það. Valtýr rekur síðan framvinduna. „Jeg spurði hann hver sú kona væri og hvar hún væri. En hann sagði mjer að hún væri Ragnheiður Eyjólfsdóttir og ætti heima í Suðurgötu 24 hjer í bænum. Hjer um daginn gekk jeg á fund þessar konu og sagði henni að jeg hefði heyrt um þann einkennilega atburð er fyrir hana hafði borið sem barn, og mun varla nokkur núlifandi manneskja hjer á landi hafa lifað slíkt. Jeg sagði henni að jeg hefði aldrei trúað því sem í vísunni stóð í stafrófskverinu mínu: „sterklegur fugl og stór er örn stundum hremmir hann lítil börn“.

Tveggja ára í hvannastóðinu
Eins og gefur að skilja, sagði frú Ragnheiður, - man jeg ekkert eftir þessu sjálf. En mamma mín heitin sagði mjer oft frá þessu. - Hvenær vildi þetta til? - Jeg er fædd þ. 15. júlí 1877, en mun hafa verið rjett um það bil tveggja ára. Foreldrar mínir áttu heima á Skarði á Skarðsströnd, faðir minn, Eyjólfur Eyjólfsson, var ráðsmaður hjá ekkju Kristjáns kammerráðs, Ingibjörgu Ebenezardóttur. En móðir mín, Matthildur Matthíasdóttir, var þar í húsmensku að kallað var. Móðir mín hafði farið niður að á til að þvo þvott. Var brekkuhall niður að ánni þar sem þvottastaðurinn var. En skamt fyrir ofan var hvammur og uxu blóm þar innan um hvannir. Þetta var í túninu á Skarði. Móðir mín skildi mig eftir í hvannstóðinu, er hún fór að fást við þvottinn, taldi mig óhultari þar, fjarri vatninu. Allt í einu heyrir hún að jeg rek upp hræðsluóp, en örn er kominn yfir mig, þar sem jeg sat við að tína blóm. skifti það engum togum, að örninn hefur sig upp og flýgur með mig í klónum hátt í loft upp, en ekki heyrðist til mín nema rjett sem snöggvast. Hefir strax liðið yfir mig. Í fyrstu flaug örninn afar hátt þarna yfir. Er sem hann hafi viljað komast sem hæst strax, til þess að hann kæmist á ákvörðunarstað, þó honum dapraðist flugið er frá liði. En vitanlega var ætlun hans að koma mjer upp í arnarhreiður sem var í fjallinu fyrir ofan Kross. Í Krossfjalli höfðu arnarhjón átt sjer hreiður í mörg ár og alið þar upp unga sína. Gerðu ernir þessir oft óskunda meðal alifugla á Skarði man jeg, þegar jeg var þar seinna um tíma, á tíu ára aldri. Nú víkur sögunni til fólksins á Skarðstúninu, er þar var við heyskap. Þaut hver af stað sem betur gat, til þess að reyna að komast í tæri við örninn. En sá leikur sýndist ójafn og útsjeð hver endirinn yrði. Enda sagði móðir mín, að þegar hún leit upp frá þvottinum við ána, og horfði á eftir erninum með mig í klónum, gat hún ekki ímyndað sjer að hún sæi mig nokkurn tíma lifandi, og kannske ekki einu sinni liðna. en hvatastur maður og snarráðastur þar var Bogi Kristjánsson kammerráðs, er á þeim árum mun hafa verið fyrirvinna móður sinnar. Hann var skotmaður góður, og flaug honum fyrst í hug að freista að skjóta örninn. En sá samstundis, að það væri Lokaráð. Fyrst og fremst óvíst hvort skotið kæmi í mig eða fuglinn, í öðru lagi ekki annað við það unnið, ef hann ynni örninn, þá fjelli jeg til jarðar úr háa lofti. Hann greip langa stöng og náð í röskan hest og reið áleiðis að Krossfjalli, þar sem hreiðrið var.

Of þung fyrir örninn

Og brátt kom í ljós, að örninn hafði hjer færst of mikið í fang. Jeg var stór eftir aldri og reyndist fuglinum svo þung, að áður en hann var kominn að fjallinu, dapraðist honum flugið, svo hann flaug það lágt, að Bogi komst á reiðskjóta sínum svo nálægt okkur, að hann gat slengt stönginni í væng arnarins, svo hann varð að setjast. Og þar slepti hann byrðinni, en Bogi þá svo nálægt, að ránfuglinn, með sinn bilaða væng, gerði mjer ekki mein, þar sem jeg var komin, en lagði á flótta undan manninum. Móðir mín sagði mjer, að þar sem Boga tókst að slá stönginni í væng arnarins, hafi hann verið kominn yfir Krossá, svo vegalengdin, sem hann hefir flogið með mig, hefir eftir því verið um 3 kílómetrar. Þegar Bogi kom að þar sem jeg lá, var jeg í yfirliði. Örninn hafði læst klónum í föt mín á brjóstinu, og voru förin eftir klærnar í hörundinu, en sárin ekki djúp. Því fuglinn hafði fengið nægilegt hald í fötunum. Mig minnir að mjer hafi verið sagt að örninn hafi læst nefinu í hár mitt, á fluginu. En af því fjekk jeg engan áverka. Móðir mín sagði mjer síðar, að jeg hefði verið dauf og utan við mig nokkra daga á eftir. En varanlegt mein fjekk jeg ekkert af þessari einkennilegu loftferð. Foreldrar mínir fluttu nokkru síðar út í Bjarneyjar.  Þar átti jeg oft að gæta yngri systkina minna úti við. Móðir mín varaði mig jafnan við því, meðan þau voru lítil, að gæta þeirra vandlega, þegar erni bæri þar yfir, en þeir sáust oft á flugi yfir eyjunum, eða sátu þar á klöppum og skerjum.

Íslenski haförninn kemst nú yfirleitt í fréttir þegar fuglafræðingar og áhugamenn lýsa áhyggjum sínum af smæð stofnsins og lélegri viðkomu. En áður fyrr var þessi stærsti fugl landsins fyrst og fremst vargur í véum, keppinautur um fæðuna og jafnvel hættulegur börnum. Það er ekki fyrr en á síðustu öld að skáldin fara að benda fólki á að náttúruna getum við nýtt til annars en matar, hún geti verið til yndis fyrir sálina. Enn eru sumir æðarbændur beggja blands gagnvart konungi fuglanna og reyna leynt eða ljóst að stugga við honum. Í þjóðsögum eru til frásagnir af því að ernir hafi hremmt börn og örnefni eins og Sorgarhnaus og Tregagil eru talin benda til að fólk hafi að minnsta kosti trúað því að slíkir atburðir hafi gerst. Og nýlega benti Einar G. Pétursson, sérfræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar, á galla í sjónvarpsmyndinni „Haferninum“. Þar var ekki minnst á eina dæmið sem vitað er um með vissu frá síðari tímum um að örn hafi rænt barni en rakin þess í stað frásögn úr heimildum frá 1684 og minnt á að á þeim tíma hafi verið mikið um hégiljur og hjátrú. Einar benti á staðfesta frásögn frá seinni hluta síðustu aldar.

[FORSÍÐA] [yfirlitstafla]

[athugasemdir, 25.09.03]